Fréttablaðið - 17.02.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.02.2014, Blaðsíða 8
17. febrúar 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SLYS Eignatjón á mannvirkjum sem tryggingarfélögin bættu árið 2013 vegna eldsvoða var tæpir 1,3 milljarðar króna. Það er minnsta tjón í rúma tvo áratugi. Einn lét lífið í eldsvoða árið 2013. Þetta sýna bráðabirgðatölur Mannvirkjastofnunar um mann- og eignatjón í eldsvoðum 2013. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir að vissulega sé um eftirtektarverð- ar niðurstöður að ræða og í fyrra hafi eignatjón verið með því lægra sem sést hefur. Hins vegar, eðli málsins samkvæmt, geti töl- fræði sem þessi verið mjög ólík á milli ára. Björn segir að stofn- unin hafi ekki ráðist í greiningu á mismunandi eignatjóni af völd- um eldsvoða á milli ára en hitt sé vitað að eignatjón hér á landi sé töluvert minna en annars staðar á Norðurlöndunum, ef horft er til tölfræði á hverja 100 þúsund íbúa. Hið sama eigi við þegar manntjón af völdum eldsvoða er skoðað með sama hætti. „Fyrir þessu geta verið nokkr- ar ástæður, tel ég. Húsin okkar eru úr steinsteypu, ólíkt því sem víða gerist. Við erum lítið sam- félag og lítum kannski frekar til hvert með öðru. Eins held ég að brunavarnir séu hér kannski eitt- hvað betri, auk þess sem slökkvi- liðin í landinu virðast standa sig vel,“ segir Björn. Guðmundur Gunnarsson, yfir- verkfræðingur hjá Mannvirkja- stofnun, fjallaði um niðurstöð- urnar á fundi í Brunatæknifélagi Íslands 29. janúar. Þar kom fram að þetta er minnsta tjón sem orðið hefur frá árinu 1993 og er 774 milljónum undir meðaltali áranna 1981-2013. Einn fórst í bruna á árinu 2013 sem einnig er undir meðaltali síðastliðinna ára sem er 1,87 á ári eða 0,68 á hverja 100 þúsund íbúa. Á tíma- bilinu 1979 til 2013 hafa 62 farist í brunum á Íslandi; 49 karlar og 13 konur. Guðmundur vék að því að eitt stórtjón hefði orðið vegna elds á árinu 2013, en þá kom upp eldur í bátnum Magnúsi SH frá Rifi í slipp Skipasmíðastöðvar Þor- geirs og Ellerts á Akranesi. Tjón er metið sem stórtjón ef það nær 15% af meðaltjóni áranna á undan. Þess má geta að í ársskýrslu Mannvirkjastofnunar fyrir árið 2011 kemur fram að bætt bruna- tjón tryggingarfélaganna frá 1981 til 2011 nam 59 milljörðum króna. svavar@frettabladid.is Við erum lítið samfélag og lítum kannski frekar til hvert með öðru. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar Léttar veitingar og kaffi DAGSKRÁ Höskuldur H. Ólafsson setur fundinn Við erum hætt að spóla Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka Nýju fötin krónunnar Hafsteinn G. Hauksson, greiningardeild Arion banka Hvert fara krónurnar? Hrafn Steinarsson, greiningardeild Arion banka Fundarlok Fundarstjóri Halldór Bjarkar Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarbankasviðs Arion banka Skráning á arionbanki.is HAGSPÁ KOMIN UPP ÚR HJÓLFÖRUNUM Arion banki býður til morgunverðarfundar. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn Minnsta tjón í eldi í rúma tvo áratugi Íslensk tryggingarfélög bættu eignatjón að andvirði 1,3 milljarða króna vegna eldsvoða á síðasta ári. Einn lét lífið. Mann- og eignatjón af völdum eldsvoða er minna hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum. RÚSTIR EINAR Trésmiðja Akraness gjöreyðilagðist í eldi að kvöldi 18. september í fyrra. MYND/SKESSUHORN ÞÝSKALAND Mál þýska þingmannsins Sebastians Edathy, sem grunaður er um að hafa haft barna- klám í fórum sínum, hefur orðið til þess að skapa vantraust milli flokka þýsku samsteypustjórnar- innar. Einn ráðherra, Hans-Peter Fried rich, hefur þegar sagt af sér vegna málsins. Hann var inn- anríkisráðherra í október og fékk þá upplýsingar frá lögreglu um að Edathy sætti rannsókn. Friedriech, sem er úr Kristilega sambands- flokknum, systurflokki Kristilega demókrata- flokksins, upplýsti leiðtoga Sósíaldómkrata- flokksins fljótlega um málið í trúnaði, en grunur leikur á að upplýsingar hafi lekið frá þeim til Edathys sjálfs, sem hafi þannig fengið tækifæri til að gera ráðstafanir til að verjast rannsókn lög- reglu. Kröfur hafa því skotið upp kollinum um að Sig- mar Gabriel, sem er bæði efnahagsráðherra og leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins, segi einnig af sér og jafnvel þeir Frank-Walter Steinmeier utan- ríkisráðherra og Thomas Oppenheim þingflokks- formaður sömuleiðis. Edathy sagði af sér þingmennsku þann 7. febrúar en neitar öllum ásökunum um að hafa haft barnaklám í fórum sínum. Hann virðist hins vegar hafa vitað af rannsókn lögreglunnar í síð- asta lagi í lok nóvember. - gb Rannsókn á þýskum þingmanni vegna barnakláms varð til þess að ráðherra sagði af sér: Þýska samsteypustjórnin komin í vanda SUÐUR-AFRÍKA Tugum námuverka- manna var í gær bjargað út úr námu í úthverfi Jóhannesarborgar, en óttast var að meira en 200 aðrir væru fastir inni í námugöngunum. Námumennirnir fóru í óleyfi niður í námurnar, sem voru ekki lengur í notkun, og vildu sumir ekki koma út af ótta við að verða handteknir. Námugöngin lokuðust þegar hnullungar hrundu niður úr lofti þeirra. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast. - gb Námumenn lokuðust inni: Sumir vildu ekki fara út SIGMAR GABRIEL OG ANGELA MERKEL Leiðtogar þýsku stjórnarflokkanna eru strax lentir í erfiðum málum þótt stjórnin hafi ekki setið nema í tvo mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.