Fréttablaðið - 17.02.2014, Qupperneq 18
FÓLK|HEIMILI
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið
fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson,
sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447
Við eigum kvenkyns ástargauk sem heitir Kisa og hún eignaðist kær-
asta í haust, hann Bongó. Þau
eignuðust síðan unga,“ útskýrir
Matthildur María Pálsdóttir
þegar hún er spurð út í gælu-
dýrin á heimilinu en hún og
bróðir hennar, Hálfdán Hörður,
hafa hjálpast að við að ala upp
ungana sem komu úr eggjum
fyrir nokkru.
„Áður en Kisa og Bongó eign-
uðust almennilegan varpkassa
reyndu þau að búa til hreiður
undir hillum inni í borðstofu.
Pabbi smíðaði svo varpkassa í
búrið þeirra svo að næst verpti
Kisa í hann. Það liðu um það bil
þrjár vikur þangað til það komu
ungar. Kisa sat á allan tímann
og við sáum hana varla koma
út til að borða. Við höldum að
Bongó hafi gefið henni mat,
eins og hann gerði síðan fyrir
ungana,“ segir Matthildur.
Fjórir ungar komu úr eggjum
og þrír lifðu. Matthildur segir
að þeir hafi ekki beinlínis verið
krúttlegir fyrst en samt dálítið
sætir.
„Þeir voru eiginlega bæði
svakalega sætir og ferlega ljót-
ir,“ segir hún sposk. „Þeir voru
með bleika húð og gulbleikt
fiður og með húð yfir augunum.
Augun opnuðust ekki fyrr en
eftir rúma viku og þá voru þeir
dálítið sætir í nokkra daga. Svo
hættu þeir aftur að vera sætir
þegar fiðrið fór að detta af en
fjaðrirnar ekki almennilega
komnar. Þeir eru með stóran
sarp framan á bringunni þar
sem þeir geyma matinn og á
meðan þeir voru fiðurlausir
voru þeir eiginlega eins og
skrítnir snjókallar, með tvær
stórar kúlur fyrir búk. En eftir
að fjaðrirnar komu almennilega
eru þeir mjög fallegir.“
Systkinin völdu nöfn á ung-
ana og vildu hafa þau í stíl. Ung-
arnir heita Krummi, Þröstur og
Lóa. „Við höfum einmitt áður
alið bæði hrafnsunga og þrast-
arunga, en engan lóuunga,“
segir Matthildur. „Hálfdán fann
einu sinni lóuunga í Vatnaskógi
en flokkstjórunum fannst hann
eiga að vera frekar úti í nátt-
úrunni.“
Kunna ungarnir að fljúga?
„Já, þeir kunna það eiginlega
allt of vel. Við höfum þurft að
vængstýfa þá tvisvar, en þá eru
flugfjaðrirnar klipptar. Þá eru
þeir rólegri og fljúga ekki út um
allt hús, eins og þeir voru farnir
að gera.“
Matthildur segir ástargauka
geta lært að tala en það geti
verið erfitt að skilja þá þar sem
þeir séu skrækari í rómnum en
aðrir páfagaukar. Hún býst samt
ekki við að kenna Krumma,
Þresti og Lóu nein orð þar sem
ungarnir fari líklega á ný heimili
bráðum.
„Við viljum helst eiga þá alla,
en mömmu og pabba finnst
aðeins of mikið að eiga fimm
fugla.“
■ heida@365.is
SVAKALEGA SÆTIR OG FERLEGA LJÓTIR
HEIMILI Systkinin Matthildur María og Hálfdán Hörður eru miklir dýravinir. Þau hafa átt margs konar gæludýr og stutt er síðan páfa-
gaukskærustuparið þeirra, Kisa og Bongó, eignaðist unga sem systkinin hafa alið upp.
SÆTIR LEIKFÉLAGAR Matthildur María Pálsdóttir er mikill dýravinur. Ástargaukskærustuparið á heimilinu, Kisa og Bongó, eignaðist
unga fyrir nokkru sem Matthildur og Hálfdán Hörður, bróðir hennar, hafa hjálpast að við að ala upp. MYND/VALLI
Þótt bananarnir séu orðnir brúnir er tilvalið að nota þá í ýmiss konar bakstur.
Brúnir bananar eru mjúkir
og því betra að stappa þá og
blanda þeim við deig. Þessar
gómsætu bananasúkkulaði-múff-
ur er tilvalið að skella í næst
þegar bananarnir eru orðnir of
gamlir til að borða þá beint.
200 g hveiti
1½ tsk. lyftiduft
150 g sykur
1 egg
125 g smjör, bráðið
3 msk. mjólk
½ tsk. vanilludropar
3 bananar, vel þroskaðir
100 g súkkulaði (bitar)
Hitið ofninn í 180 gráður.
Bræðið smjörið. Hrærið hveiti,
lyftiduft og sykur saman í skál.
Hrærið egg, smjör, mjólk og van-
illudropa saman í annarri skál.
Blandið hrærunum saman en
reynið að hræra sem minnst.
Stappið bananana með gaffli og
hrærið saman við ásamt súkku-
laðibitunum. Setjið í múffuform
og bakið í 25 til 30 mínútur, eða
þar til múffurnar eru gullinbrún-
ar og hafa lyft sér vel.
GÓMSÆTAR BANANA-
SÚKKULAÐI-MÚFFUR
Stofnun og rekstur fyrirtækja
Námskeiðið hefst laugardaginn 22. febrúar
Upplýsingar og skráning á
www.nmi.is
Ert þú með viðskiptahugmynd?
Vegna breytinga í vers
lun okkar bjóðum við
nokkrar sýningarinnré
ttingar með 50% afslæ
tti .
30% afsláttur af Þvotta
húsinnréttingum til 20
. febrúar