Fréttablaðið - 17.02.2014, Síða 50

Fréttablaðið - 17.02.2014, Síða 50
17. febrúar 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 26 FRJÁLSAR Aníta Hinriksdóttir varð í fjórða sæti í 800 metra hlaupi á gríðarlega sterku móti í New York. Aníta hljóp á 2:02,66 mínútum sem er aðeins frá henn- ar besta tíma innanhúss sem er 2:01,81 mínúta síðan 19. janúar síðastliðinn. Þetta er aftur á móti hennar næstbesti tími. Hlaupið var gríðarlega spenn- andi. Aníta tók forystuna í næst- síðasta hring og leiddi þegar stúlkurnar fóru í lokahringinn. Héri fór fyrir hlaupinu fyrstu 400 metrana. Aníta hafði aftur á móti ekki næga orku í lokasprett- inn og missti þá þrjár stelpur fram úr sér. Hin bandaríska Ajee Wilson kom fyrst í mark á 2:01,81 mín- útu. Hún átti áður best 2:02.64 mínútur frá því fyrir ári. Hörku- bæting hjá Wilson sem verður tvítug í maí. Jenna Westaway, einnig frá Bandaríkjunum, varð önnur á 2:01,88. Natoya Goule frá Jamaíku tók bronsið á 2:02,22 mínútum. - hbg Aníta lenti í fj órða sæti REYNSLA Aníta lærði eflaust mikið af hlaupinu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM CRÉATIVE TECHNOLOGIE Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymsluhólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur. KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN citroen.is 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI 850 KG BURÐARGETA 3JA MANNA SPARNEYTINN 3 3 Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil VERÐ FRÁ: 2.382.470 KR. ÁN VSK VERÐ FRÁ: 2.990.000 KR. MEÐ VSK Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 KÖRFUBOLTI „Það er alveg góður möguleiki á því að ég byrji að þjálfa aftur einn góðan veður- dag,“ segir Friðrik Ingi Rúnars- son í samtali við Fréttablaðið en hann þurfti að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Körfuknatt- leikssambands Íslands um síðustu mánaðamót vegna hagræðingar í rekstri sambandsins. Friðrik Ingi er margverðlaunað- ur þjálfari en hann tók við uppeld- isfélagi sínu Njarðvík rétt skrið- inn yfir tvítugt og gerði það að Íslandsmeisturum. Hann skilaði svo bikarmeistaratitli í hús sem þjálfari Grindavíkur árið 2006 áður en hann lét af störfum um sumarið og réð sig til KKÍ. Ekki dregist aftur úr „Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu. Það er alltaf stutt í það að maður hugsi eins og þjálf- ari þegar maður fylgist með ein- hverjum leik. Maður er alltaf að spá í ýmsa hluti sem aðrir kannski horfa ekki til,“ segir Friðrik Ingi sem segist ekki standa kollegum sínum að baki í dag þrátt fyrir að hafa ekki þjálfað í átta ár. „Ég hef auðvitað fylgst vel með og sótt námskeið bæði á netinu og ferðalögum um heiminn. Ég er alltaf eitthvað að spá og skoða og á einnig gott net af fræðimönnum úti um allan heim. Ég er mjög lán- samur hvað það varðar.“ Friðrik Ingi hefur líka starfað náið með landsliðunum á sínum átta árum hjá KKÍ og verið á kafi í hlutunum. „Hluti af starfi mínu hjá KKÍ var að sýsla með lands- liðsmálin og svo vann ég líka sem ákveðinn ráðgjafi þjálfaranna og landsliðsnefndar og síðar afreks- nefndarinnar. Það eina sem mig vantaði var í raun bara flautan í munninn. En já, ég hef fylgst vel með fræðunum og horft á þúsund- ir leikja úr hinum ýmsu deildum. Þannig að fara út í þjálfun aftur er eitthvað sem ég er að skoða og hver veit nema maður verði mætt- ur á parketið aftur von bráðar,“ segir hann. Ný ævintýri bíða Komnar eru tvær vikur síðan Frið- rik Ingi gekk út af skrifstofu sinni hjá KKÍ sem framkvæmdastjóri í síðasta skipti og saknar hann eðli- lega starfsins. Hann reynir þó að líta á björtu hliðarnar og gráta það sem gerst hefur ekki of mikið. „Ég hef það bara ágætt. Maður tekur þann pól í hæðina að reyna að horfa jákvætt á lífið. Það eru margir sem hafa það verra en ég. Það er eins og með svo margt í þessu lífshlaupi, maður getur ekki stýrt öllu. Ég var mjög ánægð- ur hjá sambandinu og fannst ein- staklega gaman að eiga samskipti við alla hreyfinguna. Allt frá yngri flokka leikmönnum til þjálfara í efstu deild. En þessi kafli er bara búinn í bili og ég staldra ekki leng- ur við það. Nú bíður maður bara eftir næstu ævintýrum,“ segir Friðrik Ingi. Margir sakna Friðriks Inga úr starfinu en Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, ritaði langan póst á Facebook-síðu sína þar sem hann mærði störf Njarðvíkingsins og þá sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Vísi að hann myndi svo sannarlega sakna Friðriks. Hann væri drifkrafturinn á bak við körfuknattleikssambandið. „Ég væri auðvitað að ljúga ef ég viðurkenndi ekki að þessar kveðj- ur yljuðu mér um hjartarætur. Ég hef fengið gríðarlega mikil við- brögð úr ótrúlegustu áttum bæði hérlendis og erlendis. Það er bara gaman að því. Ég er þakklátur fyrir að menn hugsa til mín og það gefur manni einnig aukinn kraft,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson. tom@frettabladid.is Það er í blóði mínu að þjálfa Friðrik Ingi Rúnarsson, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri KKÍ í lok janúar, er opinn fyrir því að byrja að þjálfa aft ur. Hann þjálfaði síðast Grindavík árið 2006 og gerði liðið að bikarmeisturum. Það var erfi tt að þurfa að yfi rgefa körfuboltasambandið en stuðningskveðjur úr öllum áttum ylja honum um hjartarætur. AFTUR Í BARÁTTUNA Friðrik Ingi er hér að stýra landsliðsæfingu fyrir nokkrum árum. Hann er orðaður við landsliðið aftur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.