Fréttablaðið - 05.03.2014, Síða 10
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is
Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís
og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís
og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
Öflug fjáröflun
fyrir hópinn
Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
VELFERÐARMÁL Félags- og trygg-
ingamálaráðherra segir engin
áform vera um að hækka tekju-
viðmið almannatrygginga til
aðstoðar örorku- og ellilífeyris-
þegum við að standa straum af
síhækkandi heilbrigðiskostnaði.
Í skoðun er breyting á fyrirkomu-
lagi endurgreiðslu.
Öryrkjum og lífeyrisþegum
sem eiga rétt á greiðslum vegna
kostnaðar við að standa straum
af meðal annars lyfja- og lækn-
isþjónustu, heyrnartækjum og
umönnun í heimahúsum fækkaði
um tæp 70 prósent frá árinu 2009.
Það orsakast af því að tekjuvið-
mið Tryggingastofnunar (TR),
sem er 200.000 krónur á mán-
uði, hefur ekkert hækkað á tíma-
bilinu.
Eygló Harðardóttur, félags- og
tryggingamálaráðherra, segir að
í skoðun sé að færa allar endur-
greiðslur vegna læknis-, lyfja- og
sjúkrakostnaðar yfir til Sjúkra-
trygginga Íslands (SÍ).
„Það má vel sjá fyrir sér að
betur fari á því að SÍ annist allar
greiðslur vegna heilbrigðisþjón-
ustu og þeir fjármunir til þess-
ara þátta sem eru hjá TR flytjist
þangað yfir,“ segir Eygló.
Endurgreiðsla SÍ er ekki tekju-
tengd heldur lýtur hún að fjórum
gjaldflokkum eftir því hvort í
hlut eiga börn, fullorðnir, örorku-
eða ellilífeyrisþegar. Myndi það
samkvæmt óbreyttum lögum
leiða til þess fjármunirnir dreifð-
ust á stærri hóp en hingað til.
„Að mínu mati þyrfti þá að
tryggja með einhverjum hætti að
þeir sem standa illa fjárhagslega
fengju sérstakan stuðning, líkt og
er markmiðið að baki lögum um
félagslega aðstoð,“ segir Eygló.
Heildarendurskoðun almanna-
trygginga stendur yfir og liggur
ekki fyrir hvenær henni lýkur.
Ráðherra boðar þó frumvarp um
frekari breytingar á yfirstand-
andi þingi.
Töluverðar gjaldskrárhækk-
anir á heilbrigðisþjónustu urðu
um áramót, sem eru yfir hækkun
bóta almannatrygginga og verð-
bólgumarkmiðum. eva@frettabladid.is
Bæta lífeyrisþegum
ekki upp hækkanir
Ráðherra segir engin áform um að mæta hækkandi heilbrigðiskostnað lífeyrisþega
með því að hækka tekjuviðmið Tryggingastofnunar. Vegna þessa fá nú um 70
prósentum færri lífeyrisþegar fjárhagsaðstoð vegna heilbrigðiskostnaðar árið 2009.
FÉLAGSLEGUR STUÐNINGUR Að mati ráðherra þarf að tryggja að þeir sem standa
illa fjárhagslega fái sérstakan stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Örorkulífeyrisþegar geta ekki beðið eftir stjórnsýslu-
legum og pólitískum endurskoðunum á heilu kerfi út í hið
óendanlega þar sem þeir eru margir á barmi fátæktar,“
segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, sem
telur endurskoðun almannatryggingakerfisins undanfarin
misseri engu hafa skilað.
Hún efast um að tillögur ráðherra séu til bóta. „Ef fjár-
munir sem TR hefur greitt í uppbætur vegna heilbrigðis-
þjónustu yrðu færðir yfir til SÍ og dreifðust á stærri hóp
skapast sú hætta að lífeyrisþegar fengju enn minni stuðning en er í dag.“
Ellen bendir á að lífeyrisþegar hafi iðulega meiri kostnað vegna heilsu-
brests sem er tilkominn vegna sjúkdóma og skerðinga. Þá geti fólk utan
vinnumarkaðar ekki leitað til sjúkrasjóða stéttarfélaga eftir styrkjum.
Geta ekki beðið út í hið óendanlega
Það má vel sjá fyrir
sér að betur fari á því að SÍ
annist allar greiðslur
vegna heilbrigðisþjónustu
Eygló Harðardóttir,
félags- og tryggingamálaráðherra
FRÁBÆR
TILBOÐ!
Kletthálsi 11 -110 Reykjavík
Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
www.facebook.com/bilaland.is
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
TILBOÐ
Gerðu mögnuð kaup!
Fjöldi bíla á staðnum!
NISSAN Qashqai SE
Nýskr. 06/13, ekinn 42 þús. km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 5.190.000
TILBOÐSVERÐ!
4.890 þús.
LEXUS RX400h EXE
Nýskr. 09/07, ekinn 120 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 4.490.000
TILBOÐ kr. 3.690 þús.
NISSAN Micra Visia
Nýskr. 05/12, ekinn 35 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 2.090.000
TILBOÐ kr. 1.890 þús.
OPEL Antara Cosmo
Nýskr. 06/09, ekinn 111 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 3.550.000
TILBOÐ kr. 2.990 þús.
HYUNDAI I30 Wagon Comfort
Nýskr. 06/11, ekinn 86 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 2.690.000
TILBOÐ kr. 2.290 þús.
NISSAN Note Visia
Nýskr. 05/13, ekinn 28 þús km.
bensín, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 2.820.000
TILBOÐ kr. 2.580 þús.
RENAULT Megane Sport Tourer
Nýskr. 05/13, ekinn 33 þús km.
dísil, sjálfskiptur.
Verð áður kr. 3.370.000
TILBOÐ kr. 2.990 þús.
Rnr. 130677
Rnr. 120341
Rnr. 281226
Rnr. 270346
Rnr. 191178
Rnr. 141824
Rnr. 141895
GÖNGUM FRÁ
FJÁRMÖGNUN Á
STAÐNUM
WWW.BÍLALAND.IS