Fréttablaðið - 05.03.2014, Qupperneq 12
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12
VINNUMARKAÐUR „Það er himinn og haf í milli krafna okkar
og þess sem Isavia er tilbúið að hækka launin. Það er búið
að bjóða okkur 2,8 prósent hækkun eins og samið var um í
desember en við teljum okkur eiga meira inni hjá Isavia,“
segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfs-
manna ríkisins.
Hann bætir við að það séu margir ólíkir hópar sem starfa
hjá Isavia og misjafnt hvað hver hópur telur sanngjarna
launahækkun.
„Auðvitað vonumst við til að deilan leysist fljótlega,“ segir
Kristján.
Sameiginleg samninganefnd Félags flugmálastarfsmanna
ríkisins, FFR. Stéttarfélags í almannaþjónustu, SFR, og
Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur
vísað kjaradeilu félaganna við Isavia ohf. til ríkissáttasemj-
ara.
Félagsmenn FFR eru um 300 talsins og starfa langflestir
á flugvöllum landsins sem reknir eru af Isavia, auk félags-
manna SFR og LSS.
Meðal þeirra starfa sem unnin eru af félagsmönnum eru
öryggisvarsla, flugvallarþjónusta, skrifstofustörf og sérhæfð
störf í flugstjórnarmiðstöð.
Samningur félaganna rann út um mánaðamótin og hafa
verið haldnir sex árangurslausir sáttafundir. - jme
Flugvallarstarfsmenn hafa vísað kjaradeilu sinni við Isavia til Ríkissáttasemjara:
„Himin og haf“ ber milli aðila
VINNUDEILA Starfsmenn á flugvöllum hafa vísað kjara-
deilu sinni við Isavia til Ríkissáttasemjara. Ef þeir fara í
verkfall lamast flugsamgöngur í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SKIPULAGSMÁL Fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins fóru í gær fyrir
umræðu um uppbyggingu á þétt-
ingarreitum með tilliti til reynslu
af Lýsisreitnum svokallaða í
Vestur bænum.
Hildur Sverrisdóttir borgar-
fulltrúi segir að undanfarinn
mánuð hafi nágrannar fundið
fyrir miklum titringi í húsum
sínum af völdum sprenginga
vegna framkvæmdanna á Lýsis-
reitnum.
„Íbúar hafa kvartað yfir því að
það séu komnar sprungur í veggi
og að það hafi orðið tjón á innan-
stokksmunum. Við sjálfstæðismenn
báðum um að þetta yrði tekið fyrir
hjá borgarstjórn því að þrátt fyrir
kvartanir íbúa í heilan mánuð virð-
ist borgin ekki alveg hafa stigið inn
í þetta ferli,“ segir Hildur. „Það er
bagalegt því að miðað við uppbygg-
inguna sem borgin vill fara í, að ég
tali nú ekki um að samkvæmt nýju
aðalskipulagi eigi að þétta byggð,
er þetta eitthvað sem verður að
vera meira á hreinu.“
Að sögn Hildar eru fram-
kvæmdirnar mögulega miðaðar
við uppbyggingu í ytri hverfum
og gera ekki ráð fyrir „svona við-
kvæmri eldri byggð“.
Páll Hjaltason, formaður
umhverfis- og skipulagsráðs, tók
undir fyrirspurn Hildar og sagði
að strax í dag yrði á vettvangi
stofnaður starfshópur til að fara
heildstætt yfir öll þau mál sem
lúta að uppbyggingu á þéttingar-
reitum í borginni.
- fb
Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi segir að nágrannar Lýsisreitsins finni fyrir titringi vegna sprenginga:
Vill að borgarstjórn hlusti á kvartanir íbúa
HILDUR SVERRISDÓTTIR Borgar-
fulltrúinn segir að innanstokksmunir
nágranna Lýsisreitsins hafi skemmst.
EGYPTALAND Abdul Fattah al-Sisi,
yfirhershöfðingi Egyptalands,
segist ekki geta hunsað áskor-
anir meirihluta almennings um
að hann bjóði sig fram til forseta.
Í viðtali við fréttastofuna Mena
sagði hann að nánari útlistanir á
framboðinu væru væntanlegar á
næstu dögum.
Forsetakosningar hefjast um
miðjan apríl. Al-Sisi stóð fremst-
ur í flokki þeirra sem steyptu
forsetanum Mohammed Morsi af
stóli í júlí. - fb
Yfirhershöfðingi Egyptalands:
Býður sig fram
til forseta
STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra
sagði í Kastljósi í gærkvöldi að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki
gert það að kröfu sinni í stjórnar-
myndunarviðræðunum í fyrra
að boðað yrði til þjóðaratkvæða-
greiðslu um áframhald viðræðna
við Evrópusambandið á kjörtíma-
bilinu.
Báðir stjórnarflokkarnir sam-
mæltust því um að ekki skyldi
boðað til ráðgefandi þjóðar-
atkvæðagreiðslu um málið.
Ríkisstjórnin, og þá sérstaklega
formenn stjórnarflokkanna, hafa
legið undir ámæli frá stjórnarand-
stöðunni fyrir að boða ekki til þjóð-
aratkvæðagreiðslu áður en ákvörð-
un um slit á aðildarviðræðum var
lögð fram á þingi.
Í þættinum sagði Sigmundur jafn-
framt að ekki hefði staðið til boða
af hálfu Evrópusambandsins að
hlé yrði á aðildarumsókn Íslands
að sambandinu lengur.
Hann segir það hafa verið skýra
kröfu af hálfu sambandsins að
annað hvort yrði viðræðunum hald-
ið áfram eða umsókn um aðild að
sambandinu dregin til baka.
Seinni kosturinn hafi verið val-
inn vegna skýrrar stefnu beggja
stjórnarflokkanna um að Ísland
skyldi ekki gerast aðili að Evrópu-
sambandinu.
Þá kom einnig fram að bréf, sem
Sigmundur skrifaði undir sem for-
maður Framsóknarflokksins í
aðdraganda seinustu alþingiskosn-
inga, lýsti ekki hans eigin skoðun-
um.
Í bréfinu segir að fordæmi séu
fyrir undanþágu annarra þjóða
sem gengið hafa í Evrópusamband-
ið frá reglum þess „og því algerlega
rangt að halda því fram að þess-
ar kröfur hamli því að af aðildar-
samningi geti orðið“.
Forsætisráðherra sagði að hann
hefði ekki ritað bréfið sjálfur, held-
ur hafi það verið ritað í herbúðum
Framsóknarflokksins í aðdraganda
kosninganna. Hann sagði bréfið
ekki endurspegla skoðanir hans í
málinu, þó að hann hefði síðan ritað
undir það eigin nafni.
Sigmundur Davíð ítrekaði að
hann teldi að Íslendingar gætu ekki
búist við neinum undanþágum frá
reglum Evrópusambandsins ef til
þess kæmi. johanness@frettabladid.is
Gerðu þjóðaratkvæði
ekki að kröfu sinni
Forsætisráðherra sagði í Kastljósi í gærkvöldi að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki
gert það að kröfu sinni að boðað yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald
viðræðna við ESB á kjörtímabilinu. Hann sagði að ESB hefði krafist skýrra svara.
SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON Forsætisráðherra segir Evrópusambandið
hafa lagt hart að stjórnvöldum að segja af eða á með umsóknarferlið.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
➜ Forsætisráðherra sagði
í Kastljósi að útgefið efni
Framsóknarflokksins sem
hann undirritaði lýsti ekki
endilega skoðunum hans.
HOLLAR BOLLUR
Sojabollurnar frá Hälsans Kök eru
tilvaldar í Spaghetti Bolognese.
Holl og bragðgóð tilbreyting.
INNIHALD
Prótein úr soja (51%) og hveiti (15%).
Vatn, jurtaolía, eggjahvítuduft, maltódextrín,
sterkja, salt (1,6%), laukduft,
trefjar úr ertum, ger,
maltextrakt (bygg).
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi,
Holtum, föstudaginn 26. mars 2010 og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
aðalfund.
Reykjavík, 9. mars 2010.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
l l s svf. ver ur haldinn á Goðalandi
Fljó shlíð, föstudagi n 21. mars 2014 og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillögur til breytingar á samþykktum.
3. Önnur mál.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
aðalfund.
Reykjavík, 28. febrúar 2014.