Fréttablaðið - 05.03.2014, Qupperneq 20
5. mars 2014 | miðvikudagur | 4
Bílaframleiðendur í Evrópu hafa
vara á sér vegna stöðunnar sem
upp er komin í samskiptum Rússa
við umheiminn.
Fréttaveita AP greinir frá því
að á upphafsdegi alþjóðlegu bíla-
sýningarinnar í Genf í gær hafi
komið fram að framleiðendur búi
sig undir að breyta markaðsáætl-
unum sínum í snatri vegna mögu-
legra refsiaðgerða á hendur Rúss-
um vegna inngrips landsins í mál-
efni Úkraínu.
Rússlandsmarkaður hefur leikið
lykilhlutverk í áætlunum kreppu-
hrjáðra bílaframleiðenda í Evrópu.
Þeir hafa horft til þess að auka sölu
sína með aukinni starfsemi í Rúss-
landi, auk þess að leita þangað eftir
samstarfi í sameiginleg verkefni.
Óvissa hefur nú aukist um allar
slíkar ráðagerðir vegna sívaxandi
spennu milli Rússlands og Vestur-
veldanna sökum Krímskaga, sem
er hluti af Úkraínu.
„Það verður alltaf eitthvað til
að koma á óvart. Úkraína er dæmi
um það. Sveigjanleiki er nauðsyn-
legur,“ segir Stephen Odell, for-
stjóri Ford Europe. Hann ræddi
við blaðamenn á foropnun fyrir
fjölmiðla á Alþjóðlegu bílasýning-
unni í Genf í gær.
Rússland vegur þungt í áætlun-
um Ford um að ná aftur arðbærum
rekstri í Evrópu fyrir árið 2015, en
þar er fyrirtækið með þrjár verk-
smiðjur og selur um 120 þúsund
bíla á ári.
Odell segir Ford ekki gefa út
neinar spár um sölu í Rússlandi
á þessu ári „og í hreinskilni sagt,
miðað við hvað ástandið er eldfimt,
verðum við bara að bíða og sjá“.
Mikilvægt sé að hafa áætlun um
næstu skref, en hafa hana nægi-
lega sveigjanlega til þess að taka
megi á aðstæðum eftir því sem
þær koma upp.
Didier Leroy, yfirmaður To-
yota í Evrópu, segist vera í tíðu
sambandi við svæðisstjóra sinn
í Úkraínu, þar sem fyrirtæk-
ið er með 33 Toyota-söluumboð
og fimm fyrir Lexus. Þá fylgist
Toyota grannt með þróun mála í
Rússlandi, en þar seldust 172 þús-
und Toyota-bílar í fyrra.
„Hlutirnir gerast mjög hratt,“
segir Leroy. „Það er erfitt að setja
fram nokkrar spár.“
Þá segir Leroy að þótt bati sé
hafinn á bílamarkaði í Evrópu þá
verði hann hægur. „Og samkeppn-
in verður áfram mjög, mjög hörð.“
BÍLAIÐNAÐUR
Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is
Framleiðendur hafa
vara á vegna Rússa
Mögulegar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna inngrips þeirra í mál-
efni Úkraínu ógna áætlunum bílaframleiðenda í Evrópu. Rússland
vegur þungt í sölu stærstu framleiðenda og óvissa er um þróunina.
FORSÝNING HJÁ VOLKSWAGEN Gestir á forsýningu Volkswagen Group í Genf í Sviss á mánudag. Sýningin er hluti af 84. alþjóðlegu
bílasýningunni í Genf og gladdi þar meðal annars augun nýr gulur Lamborghini Huracan. Sýningin er opin gestum og gangandi 6. til 16.
þessa mánaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Framleiðendur sem kynntu bíla sína
á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf
í ár lögðu mikla áherslu á getuna til
að tengja bíla og snjallsíma og gera
notkun smáforrita (appa) auðveldari
og öruggari. Ferrari, Mercedes-Benz og
Volvo forsýndu í vikunni iPhone-tækni
Apple fyrir bíla.
Volkswagen er svo meðal bílaframleið-
enda sem starfa með Google Inc. við
að gera Android-síma óaðskiljanlega
kerfi bíla. Vonir Google standa til þess
að ljúka því að tengja Android-síma
við bíla fyrir lok þessa árs.
Martin Winterkorn, forstjóri Volks-
wagen, sagði í Genf að bílar væru
að færast í þá átt að vera eins og
fartölvur „með byltingarkenndum
afleiðingum fyrir framtíðina“. Viðskipta-
vinir framtíðarinnar sagði hann að
gætu mögulega uppfært hugbúnað
bíla sinna heima í bílskúr. Winterkorn
spáir því líka að stafræna byltingin í
bílaframleiðslu breyti hefðbundnu
TAKKAVITLEYSINGAR? Gestir á tæknisýningu
Mobile World Congress á Spáni 26. síðasta
mánaðar prófa að tengja snjallsíma sína við
ConnectedDrive-kerfi BMW. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Samruni bíla og snjallsíma
Hráolíuverð lækkaði snarpt í gær
eftir að hafa hækkað mikið dag-
inn áður vegna áhyggna af
því að Rússar yrðu mögu-
lega beittir refsiaðgerð-
um vegna ástandsins í
Úkraínu. Rússland er
eitt af helstu orkufram-
leiðslulöndum heims.
Um miðjan dag í gær
hafði verð á hráolíu til af-
hendingar í apríl lækk-
að um 1,58 dali tunnan
og stóð í 103,34 dölum á mark-
aði í New York, að því er frétta-
veita AP greinir frá. Á mánu-
dag hafði verðið hækkað um
2,33 dali og endaði tunnu-
verðið í 104,92 dölum.
Brent-hráolía, sem er
notuð sem viðmið í verðlagn-
ingu á fleiri tegundum hrá-
olíu víða um heim, lækkaði í
gær um 1,83 dali í ICE Fut-
ures-kauphöllinni í Lundún-
um í 109,37 dali tunnan. - óká
Hækkaði vegna Úkraínufrétta en féll svo snarplega aftur:
Verð hráolíu lækkaði
útgáfuferli bíla þar sem viðskiptavinir
krefjist þess að fá „réttan bíl, með
réttri tækni, á réttum tíma,“ þannig að
framleiðendur neyðist hugsanlega til
að stytta þann sjö til átta ára tíma sem
tekur að hanna og framleiða nýjan bíl.
„Á næstu árum stendur bílaiðnaðurinn
frammi fyrir einhverju mesta umróti
síðan bíllinn var fundinn upp.“
Indverskur auðjöfur sem sakað-
ur er um stórfelld fjársvik fékk í
andlitið blekgusu þar sem hann
var á leið inn í hæstarétt í Nýju-
Delí á Indlandi í gær. Árásarmað-
urinn sem skvetti á hann hróp-
aði að honum ókvæðisorð um leið.
Subrata Roy, sem fer fyrir
Sahara India-samsteypunni, fékk
gusuna á ennið og yfir hálft and-
litið.
„Subrata Roy er þjófur. Hann
sveik okkur og stal frá okkur!“
segir fréttastofa AP að árásar-
maðurinn hafi hrópað. Sjónvarps-
stöðvar á Indlandi hafi svo nafn-
greint hann sem Manoj Shjarma
lögmann. Lögregla handtók
Shjarma á staðnum.
Verðbréfaeftirlit Indlands
hefur sakað Sahara India um að
safna nærri 200 milljörðum rúpía
(rúmlega 360 milljörðum króna)
með verðbréfaútgáfu sem síðar
kom í ljós að var ólögleg.
Hæstiréttur kvað í gær upp úr-
skurð um að Roy og tveir aðrir
yfir menn samsteypunnar ættu
að sitja í fangelsi þar til rétturinn
ákvæði annað. Næst verður málið
tekið fyrir ellefta þessa mánaðar.
Þá lagði rétturinn fyrir lög-
menn Sahara India að leggja fram
áætlun um hvernig félagið ætlaði
að endurgreiða fjárfestum. - óká
Sakaður um fleiri hundruð milljarða fjársvik:
Viðskiptajöfur fékk
blekgusu í andlitið
Á LEIÐ FYRIR
DÓMARA Subrata
Roy fékk yfir
sig blekgusu frá
reiðum lögmanni
þegar verið var að
leiða hann fyrir
dómara í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Kýpur hefur í annarri atrennu
samþykkt umdeild lög sem heimila
sölu fjölda ríkisfyrirtækja. Land-
ið fær í kjölfarið næsta skammt
neyðar aðstoðar. Lögin voru sam-
þykkt í gær með 30 atkvæðum
gegn 26 og var þar með snúið við
ákvörðun þingsins frá því fyrir
helgi. Núna naut ríkisstjórn-
in stuðnings lítils hægriflokks á
móti eftirgjöf á vinnuöryggislög-
gjöf.
Ríkisstjórnin sagði að yrðu lögin
ekki samþykkt ætti landið á hættu
gjaldþrot á næstu mánuðum. - óká
MÓTMÆLT VIÐ ÞINGHÚSIÐ Samkvæmt samningi
Kýpurs um neyðaraðstoð þarf landið að afla
1,4 milljarða evra (217 milljarða króna) með
sölu ríkisfyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Selja á ríkisfyrirtæki í stórum stíl á Kýpur:
Umdeild lög samþykkt
Erlendar tekjur hugbúnaðarfyrir-
tækisins TM Software jukust
um sjötíu prósent á síðasta ári.
Þær námu þá fjörutíu prósentum
af heildartekjum fyrirtækisins,
samkvæmt tilkynningu.
Að auki jókst velta fyrirtækis-
ins um 25 prósent á árinu. TM
Software er dótturfélag Nýherja
og það sérhæfir sig í framleiðslu
á eigin hugbúnaðarvörum og ráð-
gjöf og þjónustu á sérhæfðum
hugbúnaðarlausnum. - hg
Gott gengi TM Software:
Tekjur jukust
um 70 prósent