Fréttablaðið - 05.03.2014, Side 22

Fréttablaðið - 05.03.2014, Side 22
 | 6 5. mars 2014 | miðvikudagur Fjármálafyrirtækið GAMMA, eða GAM Management hf. hefur vakið mikla athygli fyrir umsvif sín á fasteignamarkaði á höfuð- borgarsvæðinu síðustu misseri. Gísli Hauksson, forstjóri félags- ins, segir hugmyndina vera að reka klassískt leigufélag að skandinavískri fyrirmynd, þar sem fólk geti leigt til langs tíma. „Við höfum unnið töluverða ráðgjafarvinnu um fasteigna- markaðinn. Sérstaklega unnum við stóra skýrslu haustið 2011 sem var eiginlega upphafið að því að við ákváðum að fara út í að fjárfesta í íbúðarhúsnæði,“ segir Gísli í samtali við Markaðinn. HÓFST MEÐ SKÝRSLUGERÐ „Við fórum nákvæmlega yfir markaðinn, töldum íbúðir og skoðuðum lýðfræði og mann- fjöldaþróun Íslendinga og nið- urstaðan var einfaldlega sú að það var lítið sem ekkert af laus- um íbúðum á höfuðborgarsvæð- inu þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt væri að fram undan væri mjög mikil vöntun á slíku húsnæði,“ segir Gísli. Hann segir risastórar kynslóð- ir væntanlegar inn á fasteigna- markaðinn sem og mikla fjölgun ferðamanna sem koma til lands- ins, sem geri það að verkum að hér verði mikil eftirspurn eftir íbúðum. Gísli segir einnig aug- ljóst að til séu einstaklingar sem kjósa það að vera á leigumarkaði í lengri tíma frekar en að eiga sitt eigið húsnæði. Þeir hjá GAMMA hyggjast breyta þessari stöðu á næstu árum. NÁTTÚRULEG EFTIRSPURN GAMMA rekur sjóðina Centr- um, Eclipse og Novus sem eiga Leigufélag Íslands. Það er um- sýslufélag, en Gísli segir fjár- festa þess vera langtímafjárfesta sem líti á fasteignir eins og lang- tíma skuldabréf. Leigufélagið á núna um 350 íbúðir á höfuðborg- arsvæðinu. „Þetta eru langmest tveggja til þriggja herbergja íbúðir, eftir- spurnin er langmest eftir þeim og það eru biðlistar eftir slíkum íbúðum enda hefur mjög lítið verið byggt af þeim á síðustu ára- tugum. Það eru síðan 90 prósent af þessum íbúðum í langtíma- leigu, það er að segja í tólf mán- uði eða lengur en 30-40 íbúðir í skammtímaleigu í miðbænum,“ segir Gísli en skammtímaleigu- íbúðir GAMMA eru leigðar ferða- mönnum. „Leigjendur hafa bara ekkert val í dag, fólk getur í mesta lagi leigt kannski í eitt ár þannig að þetta er ekkert raunverulegur valkostur fyrir fólk sem vill eða þarf að leigja,“ segir Gísli. Gísli segir þessa miklu eftir- spurn vera náttúrulega, þar sem yngsti kaupendahópurinn fari stækkandi og eftir hrun hafi upp- byggingin stöðvast í sex ár. „Í rauninni var sama sem ekk- ert byggt frá miðju ári 2007 þangað til í lok árs 2012, þetta er lengsta stopp í byggingum á íbúðarhúsnæði á Íslandi síðustu áratugi. Þetta kemur á sama tíma og það er alveg gífurlega mikið af ungu fólki að koma á markað- inn,“ segir Gísli. Þá hafi byggingarkostnað- ur verið meiri en markaðsverð lengst af. Búið sé að flytja tæki og tól úr landi, sem og að fjár- festar hafi haldið að sér hönd- um. Einnig hafi lítið framboð af hótelherbergjum og hröð aukn- ing ferðamanna tekið íbúðir af markaði miðsvæðis. „Þessar aðstæður eru að bitna á ungu fólki. Eftirspurn eftir leiguíbúðum hefur aukist en ekki verið aðstæður til að bregðast við. Þetta er einn af þeim valkost- um sem Leigufélagið býður upp á, til að auka fjölbreytileikann, sem kallað hefur verið eftir hér á landi árum saman,“ segir Gísli. Hann segir GAMMA gera ráð fyrir að það taki byggingageir- ann þrjú til fjögur ár að ná að framleiða aftur þann fjölda af íbúðum sem vantar til að mæta eftirspurn. „Það eru um það bil 5.000 íbúð- ir sem mun vanta, það er mjög mikill skortur á íbúðum sem við ætlum að reyna að mæta með því að byggja um 850 íbúðir og flestar af þeim fara svo í útleigu,“ segir Gísli. EKKI SKILNINGUR Á HAGKVÆMNI Gísli segir að ekki sé skilning- ur á mikilvægi þess að byggja hagkvæmar stórar einingar með litlum ódýrum íbúðum en allt- of fáum lóðum sé úthlutað fyrir slíkt húsnæði. Hann hefur mjög sterkar skoðanir á því hvernig hægt væri að lækka byggingar- kostnað og þar af leiðandi lækka leigu- og íbúðaverð. „Ég er mjög ánægður til dæmis með nýja aðalskipulagið sem gerir ráð fyrir að þétta byggð og byggja hagkvæmar einingar og fækka bílastæðum. Það verður að vera valkostur fyrir þá sem kjósa að búa í miðbænum og ekki með bíl til dæmis,“ segir Gísli sem segir kröfuna um eitt bílastæði á íbúð kosta íbúðareigandann að minnsta kosti fjórar milljónir. „Fólk kannski keyrir um á sjö eða átta ára gömlum Volks wagen sem er þá helmingi ódýrari en stæðið sem það á undir bílinn. Þetta náttúrulega gengur bara ekki upp,“ segir Gísli. Hann segir að það þurfi að leið- rétta byggingareglugerðir og ein- falda þær þannig að ódýrara sé að byggja húsnæði. „Reglugerðirn- ar eru allt of stífar,“ segir Gísli. Lög og ferlar í kringum ný- byggingar geri það að verkum að tæp tvö ár taki að koma upp bygg- ingu frá því ákvörðun er tekin. Hann vill að stimpilgjald á leigu- félag vegna kaupa á íbúðarhús- næði verði lækkað. Vilja mæta þörfinni fyrir minni íbúðir á höfuðborgarsvæðinu Sjóðir á vegum GAMMA fjármálafyrirtækis hafa búið til Leigufélag Íslands sem á nú um 350 íbúðir á höfuð- borgarsvæðinu en ætlar sér að fjölga þeim um 850 íbúðir á næstu þremur árum. Forstjóri félagsins segir þörfina fyrir slíkar íbúðir vera gríðarlega og kallað hafi verið eftir leigufélagi af þessu tagi hér á landi um árabil. GAMMA eða GAM Management hf. er rekstrarfélag verðbréfasjóða. Félagið var stofnað 1. júní 2008 af Gísla Haukssyni og Agnari Tómasi Möller en þeir eiga samtals 62% í félaginu. Hjá félaginu starfa í heildina um 20 starfsmenn, með mismunandi reynslu af störfum á fjármálamarkaði og menntun til að mynda í hag- fræði, verkfræði, fjármálaverkfærði og stærðfræði. Meðal viðskiptavina félagsins, sem er með um 45 milljarða í eignastýr- ingu, eru öll tryggingafélög landsins, 13 lífeyrissjóðir, bankar, fyrirtæki og yfir 500 einstaklingar. Eigið fé félagsins er um 600 milljónir króna. HVAÐ ER GAMMA? LEIGUFÉLAG Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, segir mesta eftirspurn eftir tveggja til þriggja herbergja íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐTAL Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.