Fréttablaðið - 05.03.2014, Qupperneq 27
7 | 5. mars 2014 | miðvikudagur
ÍBÚÐIR Í EIGU SJÓÐA GAMMA Í ÚTLEIGU EÐA UPPBYGGINGU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
~200
íbúðir í
Reykjavík
~280
íbúðir í
Kópavogi
~50
íbúðir í
Garðabæ
~100
íbúðir í
Mosfellsbæ
~50
íbúðir í
Hafnarfi rði
~20-30
íbúðir
í 107
~70
íbúðir
í 101
~15
íbúðir
í 104
~60
íbúðir
í 105
~70
íbúðir í
Kópavogi
~70
íbúðir í
Hafnarfi rði
GAMMA stefnir að nýbyggingu
um 850 íbúða á næstu árum.
● Um 200 íbúðir verða byggðar í Reykjavík,
það er á Laugavegi, í Skipholti, Úlfarsárdal,
Grafarvogi og fleiri stöðum.
● Um 280 íbúðir verða byggðar í Kópavogi, það
er í Vindakór, Austurkór, Vesturvör og fleiri
stöðum.
● Um 50 íbúðir verða byggðar í Hafnarfirði,
það er í Skipalóni.
● Um 100 íbúðir verða byggðar í Mosfellsbæ á
Helgafellslandi.
● Um 50 íbúðir verða byggðar í Garðabæ, það
er í Urriðaholti.
● Um er að ræða eignir þar sem verið er að
hefja byggingarvinnu.
● Þá er GAMMA einnig með þróunarverkefni í
gangi en heildarfjöldi íbúða sem úr því koma
liggur ekki fyrir.
Íbúðir í útleigu
Íbúðir sem áætlað er að byggja
„Það er vitaskuld hindrun að
leigufélag þurfi að borga 1,6%
hærra verð fyrir eign en ein-
staklingur í sömu hugleiðingum,“
segir Gísli.
EKKI ROSALEGUR
GRÓÐABISNESS
Spurður hvort leigufélagið þeirra
„skrúfi upp leiguverð“ á mark-
aðnum eins og sums staðar hefur
verið haldið fram segir Gísli
svo ekki vera. „Það er svo mikil
stærðarhagkvæmni hjá okkur að
við getum haft verðið hagstæð-
ara, það er alveg á hreinu og
fólk fær miklu betri þjónustu og
lengri leigusamninga svona. Við
erum að fara að bjóða fólki upp
á að leigja til þriggja ára í senn,
það hefur algerlega vantað,“ segir
Gísli. Hann segir ávöxtun þess-
ara verkefna vera ágæta. „Þetta
er langtímafjárfesting sem skilar
svona sæmilegri ávöxtun, þetta er
ekkert einhver rosalegur gróða-
bisness,“ segir Gísli.
LÍTILL HLUTI MARKAÐARINS
Gísli segir Leigufélag Íslands
ekki vera stórt miðað við mark-
aðinn í heild. Íbúðirnar 350 séu
að mestu leyti keyptar árið 2012,
en vikuvelta með fasteignir á höf-
uðborgarsvæðinu séu 150 eignir
þannig að aðeins sé um að ræða
lítinn hluta viðskipta eða rúm-
lega tveggja vikna veltu. „Hlut-
deild lögaðila í viðskiptum með
íbúðarhúsnæði hefur ekkert auk-
ist, opinberir aðilar hafa stað-
fest það. Búseti, Íbúðalánasjóð-
ur (Klettur), Félagsbústaðir og
Félagsstofnun stúdenta eiga mörg
þúsund íbúðir og Leigufélag Ís-
lands því lítill hluti markaðar-
ins,“ segir Gísli að lokum.