Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 38
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22 TÓNLIST ★★ ★★★ Uppskerukvöld Kítón Vox feminae, Hljómeyki, Lay Low, Myrra Rós, Sunna Gunnlaugs, Hafdís Huld, Caput og margir fleiri ELDBORG HÖRPU SUNNUDAGINN 2. MARS Konur áttu lengi erfitt uppdrátt- ar í tónlistarheiminum. Kítón, félag kvenna í tónlist, sem var stofnað fyrir ári, er því gott framtak. Kítón hélt svonefnt uppskerukvöld í Eldborg Hörpu á sunnudagskvöldið. Þar kom fram fjöldinn allur af tónlistar- fólki, aðallega kvenkyns, sem flutti tónsmíðar að mestu eftir konur. Sautján atriði voru á dag- skránni. Þau voru úr ýmsum geirum tónlistar, a l lt frá akadem ískri nútímatónlist, eldri klassík, djassi, rappi, kántríi og fleiru. Atriðin voru ákaflega misjöfn að gæðum, eins og geng- ur þegar dagskráin er bland í poka. Sumt var mjög áhrifamik- ið. Þar á meðal var lag eftir Lay Low sem hún söng sjálf. Einnig má nefna lag eftir Báru Gríms- dóttur í meðförum Vox feminae, sem og notalegt djasslag eftir Sunnu Gunnlaugsdóttur í eigin flutningi. Spuni eftir Ragnhildi Gísladóttur var líka skemmti- legur. Það að ljóskösturum á sviðinu skuli hafa verið beint í augun á manni í fjölmörgum atriðum var hins vegar ófyrirgefanlegt. Margir í kringum mig þurftu að halda fyrir augun á tímabili. Hvað var ljósameistarinn að hugsa? Sá hann ekki hve fólki fannst þetta óþægilegt? Á milli laganna voru sýnd örstutt myndbrot. Þau saman- stóðu af viðtölum við aðaltónlist- arkonuna sem var að fara að stíga á sviðið hverju sinni. Nánast allt- af var spurt að því sama, og yfir- leitt var það eina spurningin: Ertu stressuð? Það var afar eins- leitt, sérstaklega eftir því sem á leið. Þóra Arnórsdóttir var kynnir á tónleikunum. Hún hefði mátt vera betur undirbúin. Til dæmis hefði hún getað upplýst áheyrend- ur um að lagið við Vísur Vatns- enda-Rósu er ekki bara radd- sett af Jóni Ásgeirssyni, heldur að stærstum hluta höfundarverk hans. Sömuleiðis hefði mátt koma fram hjá henni að Eldur eftir Jór- unni Viðar er upphaflega ballett. Eins og títt er um kvikmynda- tónlist er verk Jórunnar hluti af myndrænni upplifun, en stendur ekki fyllilega fyrir sínu sem sjálf- stæð tónsmíð, þó hún sé glæsileg í réttu samhengi. Þetta þurftu tón- leikagestir að vita, tel ég. Hallfríður Ólafsdóttir stjórn- aði félögum úr Sinfóníunni í Eldi Jórunnar. Þóra kynnti atriðið þannig að ætla mátti að það væri í fyrsta sinn sem kona stjórn- aði hljómsveitinni. Svo er ekki, konur hafa stjórnað Sinfóníunni áður. Nægir að nefna Ann Manson sem stjórnaði henni með glæsi- brag fyrir allnokkru síðan. Stað- reyndin var að þetta var í fyrsta sinn sem ÍSLENSK kona stjórnaði hljómsveitinni. Það út af fyrir sig var auðvitað stórviðburður, sér- staklega þar sem Hallfríður gerði það af öryggi, nákvæmni og sann- færandi tilfinningu. Margt fleira má telja upp sem ekki er pláss fyrir hér. Ég verð þó að nefna tónleikalengd- ina, sem var tæpir þrír tímar. Það var býsna langt. Minna tal Þóru og meiri tónlist með þægi- legri birtu hefði gert tónleikana skemmtilegri. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Verðugt framtak, en dagskráin var illa ígrunduð og sviðsljósin voru oft mjög truflandi. Kynnirinn hefði líka mátt vera betur undirbúinn. Villuljós í Hörpu UPSKERUHÁTÍÐ KÍTÓN „Sumt var mjög áhrifamikið. Þar á meðal var lag eftir Lay Low sem hún söng sjálf.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÆGA FÓLKIÐ FÓTÓBOMBAR Eft irlæti stjarnanna er að troða sér inn á myndir annarra stjarna á rauða dreglinum. TVENNUTILBOÐ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN JARED LETO NÁÐI AÐ SPRELLA Í BÆÐI LEIKKONUNNI ANNE HATHAWAY OG FYRIRSÆTUNNI IRELAND BALDWIN, LEIKARANUM KEVIN SPACEY OG SJÓNVARPSKONUNNI NANCY O‘DELL Á RAUÐA DREGLINUM Á ÓSKARS- VERÐLAUNAHÁTÍÐINNI UM HELGINA. Á MILLI TVEGGJA FLJÓÐA MICHAEL DOUGLAS FÓTÓBOMBAÐI EIGINKONU SÍNA, CATHERINE ZETU-JONES, OG LEIKKONUNA ANGELINU JOLIE Á SÍÐUSTU TEEN CHOICE-VERÐ- LAUNAHÁTÍÐ. HOPP OG HÍ MODERN FAMILY-STJARNAN JESSE TYLER FERGUSON HOPPAÐI INN Á MYND SEM TEKIN VAR AF MIRÖNDU KERR OG ORLANDO BLOOM Í ÓSKARSPARTÍI Í FYRRA. TEKUR ÞÁTT Í TRENDINU LEIKKONAN EMMA THOMPSON BRÁ Á LEIK FYRIR AFTAN LUPITU NYONG´O Á SCREEN ACTORS GUILD- VERÐLAUNAHÁTÍÐINNI. ÓKRÝNDUR SIGURVEGARI LEIKARINN BENEDICT CUMBER- BATCH FÓTÓBOMBAÐI HLJÓMSVEIT- INA U2 Á ÓSKARNUM UM HELGINA. LÍFIÐ AÐGANGUR ÓKEYPIS ¡ZARZUELA! ARÍUR ÚR SPÆNSKUM ÓPERETTUM HÁDEGISTÓNLEIKAR Í NORÐURLJÓSUM, HÖRPU FIMMTUDAGINN 6. MARS KL.12:15 GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR MEZZOSÓPRAN JULIO ALEXIS MUÑOS PÍANÓ – Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 79 77 0 2/ 14 www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju Læg a verð í LyfjuNicorette Fruitmint Allar pakkningar og styrkleikar. 15% afsláttur Gildir út mars.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.