Fréttablaðið - 05.03.2014, Qupperneq 40
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 24
BAKÞANKAR
Ragnheiðar
Tryggvadóttur
Leikkonan Scarlett Johansson og
unnusti hennar, franski blaða-
maðurinn Romain Dauriac, eiga
von á sínu fyrsta barni saman.
Blaðafulltrúi leikkonunnar
staðfesti það í september í fyrra
að þau væru trúlofuð en parið
sást fyrst opinberlega saman í
nóvember árið 2012.
Ekki er ljóst hvenær parið mun
ganga upp að altarinu en Scarlett
var gift leikaranum Ryan Rey-
nolds á árunum 2008 til 2011.
- lkg
Barnshafandi
bomba
LUKKULEG Scarlett gengur með sitt
fyrsta barn.
Fyrsta kvikmynd leikstjórans Darrens Aronofsky í fullri
lengd var Pi sem var tekin upp í nóvember
árið 1997. Fyrir hana hlaut Darren leik-
stjóraverðlaun á Sundance-kvikmyndahá-
tíðinni og Independent Spirit-verðlaunin
fyrir bestu frumraun í handritaskrifum.
Næst tók hann að sér að leikstýra
Jared Leto og Ellen Burstyn í Requiem for
a Dream árið 2000 en Ellen hlaut tilnefningu
til Óskarsverðlaunanna fyrir frammistöðu sína.
Í kjölfarið leikstýrði hann The Fountain sem er orðin eins
konar költmynd.
Fjórða myndin hans, The Wrestler með Mickey Rourke og
Marisu Tomei í aðalhlutverkum, hlaut góða dóma og hlutu
báðir leikararnir tilnefningu til Óskarsverðlauna.
Árið 2010 var kvikmyndin Black Swan frumsýnd og
hún fór sigurför um heiminn. Kvikmyndin hlaut fimm til-
nefningar til Óskarsverðlauna og var Darren meðal annars
tilnefndur fyrir leikstjórn.
➜ Virtur leikstjóri
Sænska söngkonan
Lykke Li gaf út
fyrstu plötu
sína, Youth
Novels, árið
2008. Lagið
Little Bit af
plötunni naut
mikillar velgengni
og flutti Lykke það
til dæmis í breska þættinum
Later … with Jools Holland í
maí það ár.
Hún vakti strax athygli
heimsins fyrir einstaka
frammistöðu á tónleikum og
hefur spilað á tónlistarhá-
tíðum á borð við Glastonbury,
Coachella og Lollapalooza. Þá
hefur hún líka komið fram
í þættinum Late Night with
Conan O‘Brien.
Árið 2009 átti hún lagið
Possibility í kvikmyndinni The
Twilight Saga: New Moon en
Lykke var treg til að semja
lagið fyrir myndina fyrr en hún
fékk að sjá hana.
Lag hennar Get Some var
notað í einum þætti í fyrstu
seríu af Hawaii Five-O sem
og í fjölskyldudramanu Pretty
Little Liars og vampíruþátt-
unum Vampire Diaries. Lagið
Unrequited Love heyrðist síðan
í fjórðu seríu af bandaríska
þættinum The Good Wife.
Lykke gaf út sína aðra plötu,
Wounded Rhymes, árið 2011
en þekktasta lagið af þeirri
plötu er án efa I Follow Rivers
sem heyrðist í sjónvarpsþætt-
inum Glee.
Þriðja plata hennar, I Never
Learn, kemur út á þessu ári á
plötumerkinu LL Recordings.
➜ Plata væntanleg
á þessu áriPatti Smith er oftast kölluð guðmóðir pönksins en hún
var mjög mikill áhrifavaldur í pönkhreyf-
ingunni í New York eftir að hún gaf út
sína fyrstu plötu, Horses, árið 1975.
Þekktasta lag Patti er Because the
Night sem hún samdi með rokkar-
anum Bruce Springsteen. Lagið náði
þrettánda sæti á Billboard Hot 100-list-
anum árið 1978.
Patti hlaut Polar Music-verðlaunin árið
2011, alþjóðleg sænsk verðlaun sem veitt eru árlega til
eins nútímalistamanns og eins klassísks listamanns.
Tónlistarkonan er mikill Íslandsvinur og hefur
heimsótt landið margoft, fyrst árið 1969 í bakpoka-
ferðalagi með vinkonu sinni. Árið 2012 kom hún
öllum að óvörum þegar hún tróð upp með Russell
Crowe á Menningarnæturtónleikum X-977 og tók
lagið Because the Night við mikinn fögnuð við-
staddra.
➜ Mikill Íslandsvinur
„Björk kemur alltaf öðruvísi fram. Hún mun
koma með eitthvað nýtt, ekki endilega ný
lög en það kemur í ljós á tónleikunum. Hún
kemur alltaf á óvart,“ segir tónleikahaldarinn
Grímur Atlason. Hann er einn af þeim sem
skipuleggja viðburðinn Stopp – Gætum garðs-
ins! sem er liður í samvinnuverkefni leik-
stjórans Darrens Aronofsky, tónlistarkonunn-
ar Bjarkar Guðmundsdóttur, Landverndar og
Náttúruverndarsamtaka Íslands. Herlegheit-
in byrja á frumsýningu kvikmyndar Darrens,
Noah, í Sambíóunum í Egilshöll þriðjudaginn
18. mars en myndin var að hluta til tekin upp
á Íslandi árið 2012. Að kvöldi sama dags verð-
ur blásið til tónleika í Eldborgarsal Hörpu þar
sem tónlistarmennirnir Patti Smith, Björk,
Lykke Li, Highlands, Of Monsters and Men,
Samaris, Retro Stefson og Mammút koma
fram. Grímur segir Patti og Lykke Li hafa
verið mjög spenntar fyrir því að taka þátt í
viðburðinum.
„Við Björk fengum þessa hugmynd í samein-
ingu og það voru mjög margir erlendir lista-
menn tilbúnir að taka þátt. Sumir gátu einfald-
lega ekki komið fram á þessum degi,“ segir
Grímur. Spurður hvaða erlendu tónlistarmenn
það voru vill hann ekki gefa það upp.
„Nei, ég vil ekki spæla neinn.“
Allir listamenn sem koma fram á tónleikun-
um gefa vinnu sína. Miðasala hófst í gær og fór
vel af stað en takmarkað magn miða er í boði
bæði á tónleikana og kvikmyndasýninguna.
Sérstakur söfnunarreikningur hefur verið
opnaður í tengslum við viðburðinn og renna
öll framlög beint til Landverndar og Náttúru-
verndarsamtaka Íslands. Kennitala er 640971-
0459 og bankanúmer 0301-26-302792.
liljakatrin@frettabladid.is
Björk kemur alltaf á óvart
Leikstjórinn Darren Aronofsky, tónlistarkonan Björk, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands blása til
tónleika í Hörpu. Á tónleikunum koma til dæmis fram erlendu tónlistarkonurnar Patti Smith og Lykke Li.
Tónleikahaldarinn Grímur Atlason segir að fl eiri tónlistarmenn hafi verið til í tuskið en ekki verið lausir.
FRÁBÆR Á SVIÐI
Grímur segir Björk
luma á einhverju nýju
í pokahorninu.
Í fjarlægð þeim sýndist fjöllin vera blá,“ hrjúf en ljúf söngrödd KK ómaði í tæk-
inu og síðdegissólin glampaði á Borgar-
firðinum. Leiðinni var heitið norður í land
og stemningin var létt. Það var langt síðan
við þrjú höfðum setið saman í bíl á þessari
leið og það skrafaði á okkur hver tuska. Ég
hafði hlakkað til ferðarinnar alla vikuna.
VIÐ vorum varla komin út fyrir
bæjarmörkin þegar nestispokinn var
glaðhlakkalega rifinn upp, kanil-
snúðar og kókómjólk. „Af því maður
verður alltaf svo svangur þegar
maður sér Borgarnes,“ sagði bíl-
stjórinn hlæjandi og vitnaði í sjón-
varpsþátt. Við hin hlógum líka, af því
það er satt. Snúðarnir stoppuðu okkur
hreint ekki í að borða hamborg-
ara í Staðarskála, með kokkteil-
sósu, bernaise og frönskum!
Það tilheyrir á slíkum ferðum.
Súkkulaði í eftirmat og svo
var brunað áfram. Fyrr en
varði ókum við inn í höfuð-
stað Norðurlands. Sátum fram-
eftir yfir öli og sögðum sögur.
Hvað svona ferðalög geta verið
skemmtileg!
HELDUR rólegra var yfir hópnum á
suður leiðinni. Engar skondnar tilvitnanir í
sjónvarpsþætti en þeim mun lengri þagnir.
Ég hafði keypt kexpakka í nesti en enginn
hafði lyst. Reyndi að halla mér. Sneri mér
og vatt í bílbeltinu en kom mér ekki nægi-
lega vel fyrir til að ég festi blund. Horfði
þá bara út um gluggann.
VIÐ stoppuðum í Staðarskála um kvöld-
matarleytið. Stöldruðum ekki lengi. Lítil
stemning fyrir hamborgara og kokkteil.
Við hnoðuðum í okkur pulsu og héldum svo
áfram, í þögn. Það var orðið dimmt.
FRAM úr okkur tóku nokkrir bílar með
sleða á toppnum. Eitthvert okkar minnti
að það hefði verið hundasleðamót fyrir
norðan um helgina. „Nú, já.“ Sögðu hin.
Svo varð aftur þögn. „Hvar ætli þeir geymi
hundana?“ spurði einhver eftir dágóða
stund. „Aftur í,“ héldu hin, án þess þó að
vera viss.
„ÞAÐ hefði nú verið gaman að telja bílana
sem við mætum á leiðinni,“ sagði bílstjór-
inn allt í einu, upp úr eins manns hljóði.
Honum var svarað með þögn. „Tekur því
samt varla að byrja núna …“
Þjóðvegur eitt
VIDEODROME
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
FORSÝNING Á ÆVINTÝRI HR. PÍBODÝS OG SÉRMANNS
Miðasala hafin
THE MONUMENTS MEN 8, 10:25
RIDE ALONG 5:50, 8, 10:10
ROBOCOP 10:25
LEGO - ÍSL TAL 3D 5:50
DALLAS BUYERS CLUB 5:45, 8
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
AFTENBLADET EXPRESSEN
ÆVINTÝRI HR. PÍBODYS 2D
THE MONUMENTS MEN
THE MONUMENTS MEN LÚXUS
RIDE ALONG
LEGO ÍSL. TA L 2D
LEGO ÍSL. TA L 3D
ROBOCOP
HER
SKÝJAÐ MEÐ KJÖTBOLLUM ...2 2D
SECRET LIFE OF WALTER MITTY
THE MONUMENTS MEN
NEBRASKA (ÓTEXTUÐ)
RIDE ALONG
NYMPHOMANIAC PART 1
ROBOCOP
AUGUST: OSAGE COUNTY
THE BOOK THIEF
KL. 3.30 (FORSÝNING) (TILBOÐ)
KL. 8 - 10.30
KL. 8 - 10.30
KL. 8 - 10.15
KL. 3.30 (TILBOÐ) 5.45
KL. 3.30 (TILBOÐ) 5.45
KL. 5.30 - 8 - 10.35
KL. 10.30
KL. 3.30 (TILBOÐ) 5.50
KL. 8
Miðasala á: og
KL. 5.30 - 8 - 10.30
KL. 5.30 - 8
KL. 10.30
KL. 8 - 10.30
KL. 8 - 10.30
KL. 5.30
KL. 5.25
NÁNAR Á MIÐI.IS
THE MONUMENTS MEN
RIDE ALONG
ROBOCOP
KL. 8 - 10.15
KL. 6 - 8
KL. 6 - 10.15
ROLLING STONENEW YORK OBSERVER
FORSÝNING