Fréttablaðið - 05.03.2014, Page 42
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26
1981
Ásgeir Sigurvins-
son skoraði bæði
mörk Íslands í eina
jafntefl i lands-
liðsins á Bretlandi.
FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið
í knattspyrnu hefur leik á Algarve-
mótinu í dag þegar liðið mætir átt-
földum Evrópumeisturum Þýska-
lands klukkan 15.00 að íslenskum
tíma. Það er skammt stórra högga
á milli á Algarve-mótinu því Ísland
mætir Noregi, silfurliði síðasta Evr-
ópumóts, á föstudaginn og sterku
liði Kína á mánudaginn.
„Við komum hingað, þjálfarar og
leikmenn frá Íslandi, klukkan níu í
gærkvöldi [mánudag]. Síðustu leik-
mennirnir voru að koma upp úr
miðnætti en nokkrir leikmenn voru
komnir fyrr um daginn. Ferðalag-
ið gekk annars vel og fór allt eins
og upp var lagt,“ sagði Freyr við
Fréttablaðið í gærkvöldi en eðli-
lega var nokkur þreyta í stelpunum
á æfingu í gær.
„Ég fann meira fyrir því á seinni
æfingunni. Það var fín æfing um
morguninn en svo líður á daginn og
þreytan fer að segja til sín. Fyrri
æfingin var líka þyngri. Á þeirri
síðari fórum við meira yfir föst leik-
atriði og svona,“ sagði Freyr.
Hann setur mótið upp eins og
fjögur verkefni þar sem ýmsar
útfærslur af því sem liðið hefur æft
saman og í sitthvoru lagi verða próf-
aðar. Í dag verður byrjað á varnar-
leiknum.
„Hver leikur hefur sitt líf enda
andstæðingarnir mismunandi. Við
leggjum upp með varnarleik gegn
Þýskalandi og prófum þar útfærslu
á lágpressu sem við munum reyna
að koma til skila. Eftir það er einn
hvíldardagur og svo leikur gegn
Noregi. Við þurfum því að rúlla á
liðinu enda er ekkert eðlilegt að
spila tvo leiki á þremur dögum.“
Nýi landsliðsþjálfarinn ætlar að
nota mótið til að stilla saman strengi
hjá landsliðinu enda kynslóðaskipti í
gangi og margir óreyndir leikmenn
í hópnum. Þar vantar marga mátt-
arstólpa sem eru annaðhvort hættir
eða frá vegna meiðsla.
„Ég tilkynnti leikmönnunum
það að við munum rúlla á hópnum
og leikmenn sem eru vanir að fá
marga leiki á þessu móti fá færri
leiki en áður. Ungir leikmenn sem
eru með minni reynslu fá stór hlut-
verk á mótinu og vonandi sjáum við
þá vaxa í hlutverkunum. Þetta er
eitthvað sem við munum taka alvar-
lega,“ sagði Freyr.
Ítarlegra viðtal við landsliðsþjálf-
arann Frey Alexandersson má lesa
á Vísi. - tom
Horfum ekki í úrslitin
Íslandi mætir Þjóðverjum á Algarve-mótinu í dag.
NÝLIÐI Freyr Alexandersson er á sínu fyrsta Algarve-móti sem þjálfari. MYND/KSÍ
FÓTBOLTI „Það er orðið svolítið
síðan ég spilaði þarna á vellinum.
Það verður mjög gaman að fá að
leiða liðið út á völlinn og vera
í útiklefanum og svona,“ sagði
landsliðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson en Ísland mætir
Wales í vináttulandsleik í Cardiff
í kvöld.
Aron Einar er í raun á
heimavelli þar sem hann leikur
með Cardiff. Hann hefur aftur
á móti lítið fengið að spila upp
á síðkastið. Hann ætlar þó að
sýna stjóra Cardiff, Ole Gunnar
Solskjær, í leiknum að hann hafi
ýmislegt fram að færa.
„Vonandi fáum við einhvern
stuðning út á mig. Það veltur
svolítið á því hversu margir
stuðningsmenn Swansea mæta á
völlinn. Það er fínt að fá leik núna
og sýna sig aðeins. Það er ekkert
sjálfgefið að menn séu í liðinu hjá
félagi í ensku úrvalsdeildinni. Ég
er að vinna að því að komast aftur
inn. Ég er á þeim tímapunkti á
ferlinum að ég þarf að spila. Þetta
kemur allt með kalda vatninu.“
Ísland er í 48. sæti á FIFA-
listanum en Wales í 51. sæti.
Samkvæmt listanum eru liðin því
áþekk að getu.
„Það eru allir klárir í þetta
verkefni. Kjörið tækifæri til þess
að sýna og sig og sanna eftir
Króatíuleikina. Menn vilja komast
á rétta braut aftur og fara að vinna
leiki. Við vitum líka að Wales er
með hörkulið og þetta verður
erfiður leikur.“
Strákarnir héldu langan fund
í gær. Þar var farið yfir síðustu
tvö ár hjá liðinu og byrjað að
horfa til framtíðar. Næsta haust
hefst undankeppni EM og verða
ekki margir æfingaleikir áður en
alvaran byrjar.
„Þjálfararnir vilja sjá meiri
stöðugleika hjá liðinu og að það sé
þétt. Walesverjarnir eru líkamlega
sterkir og flottir leikmenn inn á
milli. Engu að síður leggjum við
þennan leik upp með því að vinna
hann. Menn ætla að standa sig
vel í þessum leik og nýta hann
vel í undirbúninginn fyrir EM.
Svo verðum við að hafa gaman
af þessu, það skiptir miklu máli.
Sigur er alltaf ljúfur samt og það
skiptir máli að vinna leiki þó að
leikurinn gefi engin stig.“
Wales teflir fram alvöru stjörnu
í kvöld, sjálfum Gareth Bale,
leikmanni Real Madrid. Þennan
dýrasta leikmann heims þarf að
passa sérstaklega vel í leiknum.
„Við verðum einhvern veginn
að hægja á honum. Hann hefur
verið á blússandi siglingu með
Real Madrid upp á síðkastið. Hann
er mikilvægur fyrir Wales. Það
verður erfitt að stöðva hann en við
verðum að leysa það,“ segir Aron
en hann bendir á að Wales eigi
líka fleiri öfluga stráka sem spili í
efstu tveim deildunum á Englandi.
„Þetta verður alltaf mikill bar-
áttuleikur. Bretarnir gefa
sjaldan eftir þar. Það
verður alltaf eitthvað um
tæklingar, það er alveg
klárt. Við ætlum ekki að
gefa neitt eftir þar.“
henry@frettabladid.is
SPORT
Verðum að hægja á Bale
Fyrsti landsleikur íslenska landsliðsins eft ir leikinn eft irminnilega í Króatíu fer fram í Wales í kvöld. Þar bíða
Gareth Bale og félagar á heimavelli Cardiff City. Landsliðsfyrirliðinn okkar, Aron Einar Gunnarsson, á líka
þann heimavöll og hann bíður spenntur eft ir því að leiða íslenska landsliðið út á sinn heimavöll.
SÝNA SIG OG SANNA Aron Einar Gunnarsson (til vinstri) hefur ekki fengið að spila
mikið með Cardiff á heimavelli upp á síðkastið en getur sannað sig þar með lands-
liðinu í kvöld. Þar glímir hann við Gareth Bale (til hægri). FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Leikir Íslenska karlandsliðsins í knattspyrnu á Bretlandi:
16. september 1961 - High Wycombe, London 0-1 tap fyrir Englandi
14. september 1963 - Plough Lane, London 0-4 tap fyrir Bretlandi
2. febrúar 1970 - Slough Town 0-1 tap fyrir Englandi
14. október 1981 - Vetch Field, Swansea 2-2 jafntefli við Wales
17. október 1984 - Hampden Park, Glasgow 0-3 tap fyrir Skotlandi
11. nóvember 1984 - Ninian Park, Cardiff 1-2 tap fyrir Wales
27. apríl 1991 - Vicarage Road Stadium, Watford 0-1 tap fyrir Englandi (b)
1. maí 1991 - Ninian Park, Cardiff 0-1 tap fyrir Wales
29. mars 1993 - Hampden Park, Glasgow 1-2 tap fyrir Skotlandi
30. maí 2004 - City of Manchester Stadium, Manchester 2-3 tap fyrir Japan
5. júní 2004 - City of Manchester Stadium, Manchester 1-6 tap fyrir Englandi
28. febrúar 2006 - Loftus Road, London 0-2 tap fyrir Trínidad og Tóbagó
1. september 2009 - Hampden Park, Glasgow 1-2 tap fyrir Skotlandi
Samantekt: 13 leikir - 0 sigrar - 1 jafntefli - 12 töp
Ísland hefur aldrei unnið í vöggu boltans
FÓTBOLTI Íslenska U21 árs
landsliðið í knattspyrnu mætir
Kasakstan ytra í dag í mikilvæg-
um leik í undankeppni EM 2015
en leikurinn fer fram í Astana og
hefst klukkan 13.00 að íslenskum
tíma.
Ísland er í 2. sæti síns riðils
með tólf stig eftir fimm leiki en
það vann þá fjóra fyrstu áður en
kom að tapi gegn toppliði Frakk-
lands síðastliðið haust.
Frakkar eru með 15 stig á toppi
riðilsins. Kasakar eru með sex
stig og hafa leikið einum leik
meira en Ísland og Frakkland.
Sigurvegarar riðlanna tíu
ásamt þeim fjórum liðum sem ná
bestum árangri í öðru sæti fara
í umspil um sjö laus sæti á EM
2015 en áttunda þjóðin verður
gestgjafi Tékka.
Sigur í dag er því gríðarlega
mikilvægur fyrir strákana.
Annað sætið virðist raunhæfari
möguleiki á eftir ógnarsterku og
taplausu liði Frakklands og verð-
ur Ísland líklega að vera á meðal
þeirra fjögurra þjóða sem ná
bestum árangri í öðru sæti.
Þegar Ísland og Kasakstan
mættust á Kópavogsvelli í skelfi-
legu veðri í september á síðasta
ári höfðu okkar strákar sigur,
2-0. Keflvíkingurinn Arnór Ingvi
Traustason og KR-ingurinn Emil
Atlason skoruðu mörkin en Emil
hefur verið sjóðheitur í undan-
keppninni og skorað sjö mörk í
fimm leikjum. - tom
Mikilvægur
leikur hjá U21
ÞJÁLFARINN Eyjólfur Sverrisson stýrir
U21 árs liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ORKUSJÓÐUR
Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar
eftirtaldar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði:
Orkusjóður auglýsir
rannsóknarstyrki 2014
Við úthlutun styrkja 2014 verður sérstök áhersla lögð á:
Orkustofnun fylgir stefnu stjórnvalda um rafræna stjórnsýslu og skal senda
rafrænar umsóknir af vef Orkustofnunar www.os.is
Nánari upplýsingar á www.os.is, og hjá Orkusjóði, Borgum við Norðurslóð,
600 Akureyri í símum 569 6083 - 894 4280 - Netfang Orkusjóðs er jbj@os.is
að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja
og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda
að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar,
þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi
að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað
jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni
hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað
innlenda orkugjafa
vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis
öflun þekkingar á þessum sviðum og miðlun hennar
rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar
atvinnusköpun
Umsóknarfrestur er til 20. mars 2014
ORKUSTOFNUN