Fréttablaðið - 05.03.2014, Qupperneq 46
5. mars 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30
„Súrdeigs-margarítan á Coocoo‘s
Nest og allar pitsur á matseðli
Eldofnsins í Grímsbæ. Pitsa er eini
maturinn sem ég borða, fyrir utan
samloku.“
Berglind Pétursdóttir GIF-drottning
BESTI BITINN
„Ég horfði á Óskarinn og ég verð
að viðurkenna að ég átti frekar von
á því að Gravity myndi vinna verð-
laun fyrir tæknibrellur, leikstjórn
og töku. Það getur auðvitað allt
gerst og stundum eru óvænt úrslit
en allur aðdragandi og allt tal í
kring um myndina benti til þess
að þetta færi svona. Ofboðslega
gaman að sú varð raunin,“ segir
Daði Einarsson, listrænn stjórn-
andi hjá Reykjavik Visual Effects
eða RVX.
Hann stýrði hópi sem animer-
aði, eða kvikaði, myndina Gravity
frá upphafi til enda. Myndin var
sigursæl á nýafstaðinni Óskars-
verðlaunahátíð og hlaut alls sjö
verðlaun, þar á meðal fyrir bestu
leikstjórn, kvikmyndatöku, tækni-
brellur og tónlist.
„Það var haft samband við mig
að utan og ég beðinn um að stýra
fyrsta hluta vinnslunnar. Ég vann
þá náið með leikstjóra myndarinn-
ar, Alfonso Cuarón, við að vinna
úr handritinu og stýrði hópi sem
animeraði myndina frá upphafi til
enda,“ útskýrir Daði.
Gravity var nánast öll gerð í
tölvugrafík til þess að ná þyngd-
arleysinu í myndinni og svo voru
andlit leikaranna skeytt inn í graf-
íkina.
„Það sem við animeruðum var
notað til að stýra ljósum og töku-
vélinni þegar leikararnir voru í
tökum. Seinna meir komu fleiri
Íslendingar að, bæði í London hjá
Framestore og einnig hjá okkur á
Framestore Reykjavík.“
Hefur þú ekki fengið talsverða
athygli eftir sigurinn á Óskars-
verðlaununum?
„Það hafa margir haft samband í
dag og það er gaman að því.“ Hann
segist einnig vera í góðu sambandi
við Gravity-hópinn.
Daði og Baltasar Kormákur
keyptu Framestore út árið 2012
og endurnefndu fyrirtækið RVX.
Síðan þá hefur fyrirtækið séð um
brellur í myndum á borð við 2
Guns, Málmhaus og í ýmsum aug-
lýsingum.
„Við erum í tökum á Everest um
þessar mundir og munum sjá um
brellurnar fyrir þá mynd en það
verður ansi stórt verkefni. Við
erum búnir að vera í tökum í Nepal
og á Ítalíu og færum okkur síðan
á stóra sviðið í Pinewood í Lond-
on um næstu helgi,“ segir Daði um
verkefnin í dag.
Daði segir spennandi tíma fram-
undan hjá fyrirtækinu. „Ástæða
þess að ég ákvað að koma heim að
utan var einmitt sú að byggja upp
heimsklassaaðstöðu fyrir mynd-
brellur og sá fyrir mér það sem er
að verða til núna.“
gunnarleo@frettabladid.is
Hleypti lífi í Óskars-
myndina Gravity
Daði Einarsson átti stóran þátt í tæknivinnslu kvikmyndarinnar Gravity sem var
sigurvegari Óskarsverðlaunanna í ár. Þá sér hann um brellurnar í myndinni Everest.
Við
erum í tökum
á Everest um
þessar mundir
og munum sjá
um brellurnar
fyrir þá mynd
en það verður
ansi stórt
verkefni.
Daði Einarsson
NÓG AÐ GERA Daða var sérstaklega þakkað á Óskarnum fyrir vinnu sína í
kvikmyndinni Gravity. Hann horfði hins vegar á hátíðina veikur heima. MYND/EINKASAFN
SIGURVEGARAR Hér sjáum við sam-
starfsmenn Daða taka við Óskarsverð-
launum fyrir tæknibrellur.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
2014 Everest
2013 Málmhaus
2013 Gravity
2013 2 Guns
2012 Boardwalk Empire
2012 - A Man, a Plan …
2012 Djúpið
2012 Contraband
2011 Tinker Tailor Soldier Spy
2011 Harry Potter and the
Deathly Hallows: Part 2
2011 Tyrannosaur
2010 Salt
2010 Clash of the Titans
2009 Sherlock Holmes
2009 Where the Wild Things Are
2009 The Good Heart
2009 Heartless
2008 Australia
2007 The Golden Compass
2002 Harry Potter and the
Chamber of Secrets
2002 Dinotopia
➜ Verkefni sem Daði hefur unnið að undanfarin ár
„Þetta er eina fólkið í heiminum
sem fær afslátt á tónleikana,“ segir
Ísleifur B. Þórhallsson, tónleika-
haldari Senu. Íbúum í grennd við
Kórinn þar sem tónleikar Justins
Timberlake fara fram þann 24.
ágúst næstkomandi hefur borist
bréf sem í segir að þeir fái 20
prósenta afslátt af miðum
á tónleika Justins. „Afslátt-
urinn er fyrir þá sem búa
næst Kórnum og verða
óhjákvæmilega fyrir
truflun á tónleikadag,“ bætir Ísleif-
ur við.
Þeir sem fá afsláttinn geta notað
hann í dag frá klukkan 10.00 til
17.00 og er hann fyrir allt að
fjórum miðum í stæði, á hvert
heimili.
Afslátturinn var samþykkt-
ur af fólki Justins. „Þetta
er gert með samþykki
erlendu aðilanna og
þetta er eina fólkið sem
fær afslátt. Það eru
engir boðsmiðar eða þess háttar í
umferð.“
Það fólk sem sér um samgöngu-
og umferðarmálin í tengslum við
tónleikana fór yfir kort og reiknaði
þar út hvaða íbúar verða fyrir óhjá-
kvæmilegri truflun á tónleikadag.
Í gær seldust miðar í forsölu fyrir
aðdáendaklúbb Justins upp á um
tuttugu mínútum.
Allar upplýsingar um miðasölu
á tónleikana má finna á vefsíðunni
midi.is. - glp
Nágrannaafsláttur á Justin
Íbúar í grennd við Kórinn, þar sem tónleikar Justins Timberlake fara fram í
sumar, eru þeir einu í heiminum sem fá afslátt á tónleikana.
ÓHJÁKVÆMILEG TRUFLUN Ísleifur
B. Þórhallsson, tónleikahaldari Senu,
segir íbúana þá einu sem fá afslátt á
tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Einn kokkteillinn á kokkteilalista
Slippbarsins á Food and Fun um
helgina bar heitið „Þóra and Hug-
rún, where are you?“ Kokkurinn
Geoffrey Canilao, sem er Banda-
ríkjamaður búsettur í Danmörku,
notaði þessa aðferð til að hafa upp
á íslenskum fornvinkonum sínum
með góðum árangri. „Vinkonur
mínar sáu kokkteilinn og sögðu
þjóninum að þær þekktu vinkonur
sem hétu þetta. Þær fengu nafnið
hjá kokkinum og Facebook-slóðina
hans og lofuðu að skila því til mín,“
segir Þóra Þorsteinsdóttir, önnur
stúlknanna sem Geoffrey leitaði að.
„Þegar ég heyrði af þessu sendi
ég honum strax skilaboð og bauð
honum í bollukaffi daginn eftir,“
segir Þóra. „Ég og Hugrún vinkona
mín kynntumst honum þegar við
vorum á frönskunámskeiði í París
árið 1998 og bjuggum með honum
á hálfgerðu stúdentaheimili. Við
vorum ekki nema tvítug og það er
langt um liðið, en þetta var eftir-
minnilegur tími. Það var æðislegt
að hitta hann aftur. Hann er svolít-
ið ævintýragjarn, sem sést á þessu
litla leikriti sem hann setti upp til að
hafa upp á okkur. Því miður er Hug-
rún í Bandaríkjunum núna, en öll
fjölskyldan mín tók á móti honum.
Hann var alveg í skýjunum yfir því
að þetta virkaði,“ segir Þóra. - ue
„Þóra and Hugrún, where are you?“
Kokkteilakokkurinn Geoff rey Canilao leitaði að gömlum íslenskum vinkonum
með því að auglýsa eft ir þeim í nafni kokkteils. Það bar góðan árangur.
ENDURFUNDIR Þóra bauð Geoffrey í fjöl-
skylduboð þar sem þessi mynd var tekin.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Aðalvinningur KIA Picanto LX 1,0 beinskiptur að verðmæti 1.990.777
10195
40 Ferðavinningar frá Heimsferðum að verðmæti 200.000
4250 18347 42018 61939 86905 99159 116975
9816 24825 43595 62078 95312 99229 117879
11186 26497 49560 65805 96228 99379 118591
11345 29891 49778 69098 96681 100978 119070
13027 38943 50996 70138 98040 106220
14739 39260 54688 82497 98457 115730
10 Fartölvur frá Tölvulistanum að verðmæti 199.990
2121 16566 57580 96766 101636
3187 27283 83876 97029 112614
100 Ferðavinningar frá Heimsferðum að verðmæti 100.000
648 20616 42937 56183 77617 93669 110029
2526 20995 43645 61394 78010 93937 110817
8768 21108 46530 63689 78429 94271 111030
9542 22510 47253 65552 78586 94864 115085
10672 22628 48768 65652 78736 97508 117967
11368 23592 50851 67181 81074 98531 121241
11379 24490 51103 68959 82274 104463 121373
13320 24523 51418 69709 83769 105380 121944
14490 29311 51530 71134 83861 107053 122084
14719 30027 52230 71279 85978 107398 122103
15852 30731 52615 71922 86694 107972
16723 31180 54148 73774 87642 108115
17525 38314 55015 74765 88870 108359
18785 39190 55793 75407 90133 108949
19924 39476 56022 77556 92360 109847
45 Spjaldtölvur frá Tölvulistanum að verðmæti 89.990
4380 16639 45235 62416 72883 89352 121750
5854 20053 45864 62531 73034 91067 122398
6331 22901 46399 64612 76458 99927 122529
7011 29925 50713 65208 76649 103310
9849 33514 50857 65336 78209 108282
13414 39501 56337 68762 79366 112945
16501 40663 58027 71556 80144 117557
100 Gjafabréf frá Smáralind að verðmæti 50.000
2286 18639 38461 56045 80418 92240 104081
3586 18736 41530 57074 80756 92335 106244
3951 24952 42933 57485 81234 92921 106904
6632 25394 44775 59725 81788 94616 108144
7348 25706 49163 61656 83424 94701 116138
8755 25842 50108 63341 84378 94922 118142
8868 27861 50294 65013 84571 95570 119441
10452 28527 50628 65288 84690 95620 121471
11597 29298 51070 69421 85353 96140 122333
12113 31178 52386 69689 86500 96826 122775
13791 31471 52720 71132 86976 97646
15283 32142 53798 73844 87402 99908
17327 36461 54114 74420 89553 100240
17432 38124 55402 79641 91357 100712
17778 38394 55828 79649 91410 104041
Happdrætti
Húsnæðisfélags
S.E.M.
Dregið var 24. febrúar 2014. Vinninga ber að vitja til SEM innan árs.
Upplýsingasími 588-7470 og á heimasíðu SEM.is
SEM samtökin þakka öllum þeim sem tóku þátt
í happdrættinu innilega fyrir stuðninginn. Birt án ábyrgðar.