Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 2
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Tryggvi, þarf að taka lán fyrir skuldaútreikningunum? „Nei, en í ljósi alls er rétt að hafa leyfi til að eyða peningum í skulda- útreikninga.“ Nú er reynt að afla fjárheimilda svo embætti ríkisskattstjóra geti reiknað út höfuðstóls- lækkun íbúðalána. Tryggvi Þór Herbertsson verkefnisstjóri segir útreikningana gríðarlega flókna. VERSLUN „Ég varð fyrir vonbrigð- um þegar ég sá þessi svör, enda hélt ég að þetta mál nyti velvildar,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, um svör fjár- málaráðherra við fyrirspurn Marðar á Alþingi um póstverslun. Mörðu r spu rð i Bja r n a Benediktsson fjármálaráðherra um ráðstafanir fjármálaráðu- neytisins í framhaldi af tillögum starfshóps um póstverslun. Hópur inn skilaði skýrslu sinni í desember í fyrra. Meðal þess sem starfshópurinn lagði til var að aðflutningsgjöld yrðu felld niður af póstsendingum að verðmæti 2.000 króna eða undir. Í svörum fjármálaráðherra kemur fram að vel komi til greina að inn- leiða slíka reglu, enda væri af því talsvert hagræði fyrir neytendur og þá sem höndli með sendingar. Ráðherra tekur ekki jafn vel í aðrar tillög- ur hópsins, sem snéru flestar að breytingum til að einfalda póst- verslun. Vísað er til þess að hafa þurfi samráð við tollstjóra og ríkis skattstjóra áður en ákveðið sé að gera breytingar á kerfinu. „Ég óttast að það verði ekki mikið gert með vinnu starfshóps- ins,“ segir Mörður. Hann segir það vonbrigði. „Menn hafa talað um það bæði í stjórnmálum og við- skiptalífinu að það þurfi einfaldara Ísland, skera á bönd reglugerða og kerfis til að auka viðskipti og sam- skipti bæði innanlands og utan í nafni frjálsrar verslunar.“ - bj Spurði fjármálaráðherra um tillögur um einföldun póstverslunar: Lítið gert með vinnu starfshóps MÖRÐUR ÁRNASON VERSLUN Aukið frelsi í póstsendingum gæti haft áhrif á verslun á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR NEW YORK, AP Tvær konur fórust og að minnsta kosti átján manns slösuð- ust þegar fimm hæða íbúðablokk hrundi til grunna í kraftmikilli spreng- ingu í austurhluta Harlem-hverfisins í New York-borg í Bandaríkjunum í gær. Íbúi í nálægri byggingu kvaðst skömmu áður hafa fundið gaslykt. „Mér leið eins og jarðskjálfti hefði riðið yfir,“ sagði Waldemar Infante, sem býr skammt frá. „Alls staðar voru glerbrot og gluggar í verslunum splundruðust.“ Mikill reykur barst um nærliggjandi svæði. Hátt í tvö hundruð slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang. - fb Íbúðablokk í Harlem-hverfi í New York hrundi til grunna: Tvær konur fórust í sprengingu MIKILL VIÐBÚNAÐUR Fjöldi slökkviliðsmanna mætti á vettvang til að ráða niður- lögum eldsins. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Stefnt er að því að Þrí- hnúkafélagið ehf, fái nýtingarleyfi til langs tíma við Þríhnúkagíg. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lagði fram í bæjarráði. Þríhnúkar ehf. hófu sumarið 2012 að selja aðgang að einstakri gíghvelfingu Þríhnúkagígs. Um þann rekstur var stofnað félagið 3H Travel. Kópavogsbær er einn hluthafa í Þríhnúkum ehf. Á fundi bæjar- ráðs 13. febrúar síðastliðinn var að tillögu Ómars Stefánssonar fram- sóknarmanns samþykkt að fela bæjarstjóranum að ræða við for- svarsmenn 3H Travel og Þríhnúka ehf. um uppbyggingu og starfsemi á svæðinu. Ármann átti fund með Birni Ólafssyni, framkvæmdastjóra Þríhnúka og 3H Travel, og ræddi einnig við Guðjón Arngrímsson, stjórnarformann félagsins. Ármann segir í minnisblaðinu að frá því að Þríhnúkar ehf. voru stofnaðir 2004 hafi verið unnið markvisst að því að gera Þríhnúka- gíg aðgengilegan almenningi. Í eitt og hálft ár hafi legið fyrir umsókn hjá Umhverfisstofnun vegna fram- kvæmda sem félagið vilji ráðast í. Þá segir bæjarstjórinn að tilraun til að veita ferðafólki aðgengi að hvelfingunni hafi tekist vel og við- tökur gesta verið framar vonum. „Í framhaldi af því var ákveðið af stjórn beggja félaganna að halda þessari starfsemi áfram á sumrin enda ljóst að með henni hefur farið fram umfangsmikið kynningar- starf sem nýtast mun Þríhnúkum ehf. vel til framtíðar litið,“ útskýr- ir hann og minnir á að ótal sinnum hafi verið fjallað um Þríhnúkagíg í fjölmiðlum í fjölmörgum löndum. „Allt hefur þetta haft jákvæð áhrif á verkefnið og mun auðvelda fjármögnun á verkefninu og gera það fýsilegra til uppbyggingar. Þetta markaðsstarf auk annarra verðmæta mun að endingu verða eign Þríhnúka ehf. enda mun starf- semi 3H Travel ehf. leggjast af þegar framkvæmdir hefjast. Í þessu eru sennilega hagsmunir hlut- hafa Þríhnúka hvað mestir,“ segir í minnisblaðinu. „Með fyrirvara um að allar athuganir leiði til jákvæðrar niður stöðu hyggjast Þríhnúkar ehf. sækja um nýtingarleyfi svæðisins að undangenginni aug- lýsingu forsætisráðuneytisins. Búast má við því að nýtingar- leyfi verði gefið út til langs tíma,“ segir í minnisblaðinu. Verði nýtingarleyfi gefið út til handa Þríhnúkum ehf. – líkt og að sé stefnt, þurfi að auka hlutafé félagsins. Reikna megi með að það geti orðið í haust. Er bæjarstjóri hafði lagt fram minnisblað sitt lagði Ómar Stefánsson til að Kópavogsbær seldi hlut sinn í Þríhnúkum ehf. „Tel að hlutverki okkar sé lokið í þessu verkefni,“ bókaði bæjar- fulltrúinn. Tillaga Ómars var síðan felld með sjö atkvæðum gegn einu í bæjarstjórn á þriðju- dag. gar@frettabladid.is Þríhnúkafélag stefnir á einkaleyfi í gígnum Forsætisráðuneytið mun gefa út sérstakt nýtingarleyfi til langs tíma vegna nátt- úruperlunnar í Þríhnúkagígum. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir Þríhnúkaagíga ehf., sem er með rekstur við Þríhnúkagíg, munu sækja um leyfið. ÓMAR STEFÁNSSON ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Í ÞRÍHNÚKAGÍG Ljóst þykir að miklir hagsmunir séu í því fólgnir fyrir eigendur Þríhnúka ehf. að halda umráðum sínum yfir gígnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS SJÁVARÚTVEGUR Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hafa náð fimm ára samkomulagi í makríl deilunni. Það felur í sér skuldbindingu til sjálfbærra veiða og nýrrar afla- marksáætlunar sem byggir á veiði- ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknar- ráðsins. Einnig felur samkomulagið í sér aðgang hvers ríkis að makríl í lögsögu annars. Maria Damanaki, sjávarútvegs- stjóri ESB, segir í tilkynningu að viðræðurnar hafi verið langar og ákafar og miðað við mögulega hættu sem steðji að makrílstofninum, hafi mikið verið í húfi. „Samkomulagið tryggir sjálfbærni þessa verðmæta stofns til lengri tíma. Dyrnar eru opnar Íslandi til að ganga til liðs við aðra aðila í náinni framtíð,“ sagði Damanaki. Aðspurður út í fréttirnar sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra: „Hvað meinti Evrópu- sambandið með þeim viðræðum og þeim loforðum sem þeir hafa gefið okkur? Hvað vakir fyrir Færeying- um? Við vissum að Norðmenn voru að leika býsna ljótan leik í þessu öllu saman.“ - skó ESB, Noregur og Færeyjar komust að samkomulagi í makríldeilunni: Dyrnar standa Íslandi opnar MARÍA DAMANAKI GUNNAR BRAGI SVEINSSON KJARAMÁL Kennarar við Háskóla Íslands munu greiða atkvæði um verkfallsboðun í næstu viku og ef hún verður samþykkt verður boðað til verkfalls frá 25. apríl til 10. maí. Umrætt tímabil er það sama og háskólanemar ganga til prófa og kemur sérlega illa við háskólann enda fær hann fjárveitingu í sam- ræmi við staðnar einingar þeirra nemenda sem ljúka prófi. Jörundur Guðmundsson, for- maður Félags háskólakennara, segir háskólakennara ekki hafa fengið þá launaleiðréttingu sem þeim beri og að kjör þeirra hafi dregist aftur úr kjörum sambæri- legra stétta. - js Kennarar HÍ til kosninga: Kjósa um verk- fallsboðun DANMÖRK Danski leigubílstjór- inn, sem ók á unga íslenska konu í Kaupmannahöfn í október síð- astliðnum með þeim afleiðingum að hún lést, var í gær sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi. Leigubílstjórinn sagði fyrir dómi að hann hefði séð Dagnýju of seint og ekki haft tíma til að forðast áreksturinn eða bremsa. Honum var gert að greiða sekt upp á rúmar 50 þúsund krónur fyrir of hraðan akstur. Konan, Dagný Grímsdóttir, var 26 ára þegar hún lést en hún stundaði nám í Kaupmannahöfn. - hrs Ók á íslenska konu sem lést: Leigubílstjórinn sýknaður í gær VIÐSKIPTI Viðskiptaráð Íslands hefur veitt 11 fyrirtækjum viður- kenningu sem Fyrirmyndarfyrir- tæki í góðum stjórnarháttum eftir úttekt úttektaraðila og Rannsókn- armiðstöðvar um stjórnarhætti. Sjö hafa áður hlotið viðurkenn- ingu: Icelandair Group, Íslands- póstur, Íslandssjóðir, Landsbréf, Lánasjóður sveitarfélaga, Mann- vit og Stefnir. Fjögur bættust í hópinn: Advania, Greiðsluveitan, Íslandsbanki og Vátrygginga- félag Íslands. - fbj Viðskiptaráð verðlaunar: Ellefu fyrirtæki til fyrirmyndar Reykvíkingar! Ekki gleyma að kjósa um betri hverfi kjosa.betrireykjavik.is Virkjum íbúalýðræðið! Opið er fyrir atkvæðagreiðslu 11.-18. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.