Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 14
13. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 14
Í apríl eiga öll grunn-
skólabörn í Grafarvogi
og á Kjalarnesi, sem eru í
matar áskrift í skólunum,
að fá jafnnæringarríkan
mat. Í þessum hverfum
verður tekið fyrsta skrefið
að því að innleiða þjónustu-
staðal í skólamötuneytum
borgarinnar þannig að
hráefni sé sambærilegt
að gæðum og matseðlar næringar-
útreiknaðir í samræmi við ráðlegg-
ingar Embætti landlæknis.
Settur verður upp sameiginlegur
gagnagrunnur fyrir matseðla fyrir
tiltekna daga. Yfirmenn mötuneyta
munu nýta grunninn við val á upp-
skriftum og matseðlum sem upp-
fylla orku- og næringarþörf barna
miðað við aldur.
„Þetta þarf ekki endilega að
vera sami réttur í grunnskólunum
sama daginn, heldur verða til
dæmis fiskidagarnir þeir sömu og
hakkdagarnir þeir sömu. Þá er til
dæmis boðið upp á spagettíbollur
í einum skóla og lasanja í öðrum.
Samsetning máltíðarinnar og nær-
ingargildi hennar verður sambæri-
legt,“ segir Helga Sigurðardóttir,
næringarfræðingur og gæðastjóri
mötuneyta skóla- og frístundasviðs
Reykjavíkur. Að sögn Helgu má
með sameiginlegum gagnagrunni
áætla betur hráefnismagn
og ná fram hagræði í inn-
kaupum.
Samræmd þjónusta
verður tekin upp í skóla-
mötuneytum í fimm
öðrum hverfum í kjölfarið.
„ Áætlað er að þjónustan
verði tekin upp í tveimur
til þremur hverfum næsta
haust. Við munum meta
hvernig þetta kemur út í Grafar-
vogi og á Kjalarnesi. Við gerum ráð
fyrir að það verði einfaldara að inn-
leiða þetta í fleiri hverfi þegar við
sjáum hverju þarf að breyta. Þegar
kerfið hefur verið tekið upp í öllum
grunnskólum bætast leikskólarnir
og frístundaheimilin við.“
Í flestum grunnskólum borgar-
innar er gert ráð fyrir að börnin
séu í matsal í 20 mínútur og yfir-
leitt í frímínútum í 20 mínútur á
undan eða eftir, að því er Helga
greinir frá. „Það kemur reglulega
upp umræða um að mikið álag sé í
matsalnum á svona stuttum tíma.
Tíminn sem þau hafa í matsalnum
mætti vera lengri ef maður hugs-
ar þetta frá upplifuninni að borða.
Tuttugu mínútur eru ekki lang-
ur tími þegar þau þurfa að standa
í biðröð, setjast til borðs og ljúka
máltíðinni.“
ibs@frettabladid.is
Jafnnæringarríkur matur
í öllum grunnskólunum
Samsetning máltíðar og næringargildi verður sambærilegt. Með sameiginlegum gagnagrunni má áætla betur
hráefnismagn og ná fram hagræði í innkaupum. Börnin í matsal í 20 mínútur í flestum skólum.
Hálft glas af jógúrt eða skyri á
dag getur dregið úr líkunum á að
maður fái sykursýki 2 um fjórðung.
Þetta eru niðurstöður nýrrar rann-
sóknar vísindamanna við Cam-
bridge-háskólann sem vitnað er í á
fréttavef danska ríkisútvarpsins.
Vísindamennirnir skoðuðu gögn
um mataræði rúmlega fjögur þús-
und einstaklinga um 11 ára skeið.
Rannsóknin leiðir ekki í ljós
hvers vegna sýrðar mjólkurvörur
hafa þessi jákvæðu áhrif. Haft er
eftir Kjeld Hermansen, lektor við
Háskólann í Árósum, að það geti
að hluta til verið vegna þess að lítið
sé af kaloríum í sýrðum mjólkur-
vörum. Ástæðan geti jafnframt
verið fjöldi hollra baktería í sýrðu
mjólkurvörunum.
Vísindamennirnir rannsökuðu
einnig tengslin milli neyslu fitu-
snauðrar mjólkur, eins og undan-
rennu og léttmjólkur, og hættunni á
að fá sykursýki 2. Niðurstaðan var
sú að 19 prósenta minni líkur voru á
að fá sykursýki 2 ef slíkrar mjólkur-
vöru er neytt. - ibs
Niðurstöður rannsóknar í Cambridge:
Skyr og jógúrt draga
úr hættu á sykursýki
Á fræðslufundi um læsi og les-
skilning barna í leik- og grunnskól-
um, sem haldinn verður í sal Garð-
yrkjufélags Íslands í Síðumúla 1
þriðjudaginn 18. mars, verður rætt
um málið frá reynslu foreldra og
fagmanna.
Fjallað verður meðal annars um
niðurstöður PISA-könnunarinnar,
hvernig foreldrar og kennarar
skapa börnum bestu mögulegu
þroskaskilyrði er varðar mál og tal
og framtíðarsýn varðandi áherslur
á læsi og stærðfræði í leikskólum.
Jafnframt verður fjallað um
framtíð lesblindra á Íslandi,
kennslu gegnum leik og hreyfingu,
nýjungar á markaðnum og mögu-
leika fyrir öll börn, að því er segir
í fréttatilkynningu frá ABC leik-
föngum sem standa fyrir fræðslu-
fundinum. - ibs
Fræðslufundur um læsi og lesskilning:
Rætt um PISA og
möguleika barna
Um 12 þúsund grunnskólabörn eru í mataráskrift í skólamötuneytum borgar-
innar.
Fjöldi hádegisverða er um 2,1 milljón matarskammtar.
Samkvæmt þjónustukönnun skóla- og frístundasviðs eru 68 prósent foreldra
ánægð með mötuneyti grunnskólanna.
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir 2014 var úthlutað viðbótarfjármagni til að
bæta gæði hráefnis í skólamötuneytunum. Um er að ræða 87 milljónir til grunn-
skólanna.
Tólf þúsund börn í mataráskrift
Í SKÓLAMÖTUNEYTI Yfirmenn mötuneyta munu nýta sameiginlegan gagnagrunn
við val á uppskriftum og matseðlum sem fylla orku- og næringarþörf barna miðað
við aldur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HELGA SIGURÐ-
ARDÓTTIR
MJÓLKURVÖRUR Neysla á jógúrt og skyri minnkar líkur á sykursýki 2 um fjórðung.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Netkórinn
SYNGJUM
STYRKINN INN
SYNGDU „HRAUSTA MENN“
OG SENDU INN MYNDBAND
ARION BANKI STYRKIR HVERJA INNSENDINGU Í NETKÓRINN
WWW.MOTTUMARS.IS/NETKORINN
Sá sem hættir að reykja dregur
ekki bara úr hættunni á að fá
krabbamein og hjarta- og lungna-
sjúkdóma, heldur getur hann
einnig losnað við kvíða og þung-
lyndi. Þetta kemur fram í grein
í British Medical Journal sem
vitnað er í á fréttavef Dagens
Nyheter.
Rannsókn breskra vísinda-
manna hefur leitt í ljós að það er
gott fyrir andlega heilsu manna
að hætta reykingum. Áhrifin eru
sögð jafn mikil eða jafnvel meiri
heldur en ef þunglyndislyf hefðu
verið tekin inn.
Vísindamennirnir skoðuðu
gögn 26 rannsókna þar sem and-
leg heilsa reykingamanna var
könnuð bæði áður og eftir að þeir
höfðu alveg hætt að reykja. Þátt-
takendur í rannsókninni höfðu
reykt um 20 sígarettur á dag og
var þeim fylgt eftir í hálft ár
eftir að þeir hættu reykingum.
Greinileg merki sáust um að
kvíði, þunglyndi og streita hafði
minnkað. - ibs
Þegar reykingum er hætt:
Kvíði, depurð
og streita
minnkar
REYKINGAR Áhrifin af því að hætta að
reykja eru sögð jafn mikil eða jafnvel
meiri heldur en ef þunglyndislyf hefðu
verið tekin. NORDICPHOTOS/AFP