Fréttablaðið - 13.03.2014, Blaðsíða 85
FIMMTUDAGUR 13. mars 2014 | MENNING | 37
Blásið verður til útgáfuteitis
í bókabúð Máls og menningar
á Laugavegi klukkan 17.00
í dag í tilefni útgáfu bókar-
innar „Kroppurinn er krafta-
verk“, en bókin er barnabók
sem ætlað er að vekja börn
til umhugsunar um líkams-
virðingu og að kenna þeim að
þykja vænt um líkama sinn.
Höfundur bókarinnar er
sálfræðingurinn Sigrún
Daníels dóttir en hún
er mikill frumkvöðull í
líkamsvirðingar baráttunni og
einn stofnmeðlimur Samtaka
um líkamsvirðingu sem berst
gegn fitufordómum og skað-
legum líkamsstaðalmyndum.
Í útgáfugleðinni verður
boðið upp á léttar veitingar og
drykki. - jm
Kroppurinn er kraft averk!
Tónlistarmaðurinn Hallur Ing-
ólfsson gaf nýverið út plötuna
Öræfi en platan komst meðal
annars í úrtak af útgáfum
ársins sem tilnefndar voru til
Norrænu tónlistarverðlaunanna.
Í kvöld klukkan 20.00 verða
haldnir útgáfutónleikar í Kalda-
lónssal Hörpu þar sem Hallur
mun leika lögin af plötunni.
Hallur er nú þegar orðinn
þekktur innan tónlistargeirans
en hann hefur komið víða við á
sínum tónlistarferli sem fyrrum
meðlimur hljómsveitanna Ham
og XIII og nú leiðir hann rokk-
sveitina Skepnu.
Öræfi er sólóplata sem inni-
heldur níu lög sem eiga að túlka
grimma fegurð óbyggðanna. Á
tónleikunum mun Hallur sjálfur
leika á gítar en með honum á
sviðinu verður einvalalið hljóð-
færaleikara. Öræfi er óður til
tónlistar tónlistarinnar vegna
og er ætlað að senda áheyrendur
í ferðalag um öræfi síns eigin
huga. - jm
Túlkar grimma fegurð óbyggða
Tónlitarmaðurinn Hallur Ingólfsson heldur útgáfutónleika í Kaldalóni í Hörpu.
FJÖLHÆFUR Halli er margt til lista lagt.
FÖGNUÐUR Sigrún heldur útgáfuteiti
í dag.
DAGUR
á tónleikunum verður söngvarinn
Þór Breiðfjörð, sem söng svo
yndislega í Vesalingunum. Yfirskrift
tónleikanna er Thats Amore og
verður lagavalið létt og skemmti-
legt. Stjórnandi Kyrjanna er Sigur-
björg Hvanndal Magnúsdóttir og
píanóleikari er Helgi Hannesson.
Auk þess kemur Tríó Þórs fram
á tónleikunum en það skipa þeir
Jóhann Hjörleifsson á trommur, Jón
Rafnsson á kontrabassa og Vignir
Þór Stefánsson á píanó. Miðaverð
er 3.500 kr. og verður miðasala við
innganginn. Það er tilvalið að kíkja
á tónleika og njóta góðrar tónlistar
í fallegri kirkju.
20.00 Síðasta sýning á einleiknum
Eldklerkurinn í Tjarnarbíói verður
í kvöld klukkan 20.00. Verkið, sem
var frumsýnt á Kirkjubæjarklaustri
1. nóvember sl., hefur hlotið
afburðadóma og góðar viðtökur
áhorfenda. Að sýningum í Tjarnar-
bíói loknum taka við leikferðir með
sýninguna um landið.
21.00 Hljómsveitin Hymna laya
heldur tónleika á Café Rosen-
berg í kvöld.
21.30 Magnús R
Einarsson heldur
tónleika á Ob-
La-Dí-Ob-La-
Da,Frakkastíg
8 í kvöld
klukkan 21.30.
Aðgangur er
ókeypis.
Fyrirlestrar
12.00 Opinn
fyrirlestur í
dag klukkan
12.00 í Odda
101. Fundar stjóri
er Kristín Loftsdóttir,
prófessor við Félags-
og mannvísindadeild
Háskóla Íslands. Alþjóða-
málastofnun stendur fyrir
fjórum málstofum um þróunarmál
og neyðaraðstoð í samstarfi við
námsbraut í mannfræði við Háskóla
Íslands og utanríkisráðuneytið.
Málstofurnar verða haldnar í hádeg-
inu á fimmtudögum í mars.
12.00 Opinn fyrirlestur í dag
klukkan 12.00 í Odda 101.
Fundarstjóri er Kristín Loftsdóttir,
prófessor við Félags- og mann-
vísindadeild Háskóla Íslands.
Alþjóðamálastofnun stendur fyrir
fjórum málstofum um þróunarmál
og neyðaraðstoð í samstarfi við
námsbraut í mannfræði við Háskóla
Íslands og utanríkisráðuneytið. Mál-
stofurnar verða haldnar í hádeginu
á fimmtudögum í mars.
20.00 Í fyrirlestri í dag fjallar
Dagný Bjarnadóttir landslags-
arkitekt um hvernig hægt er að
endurvinna og endurnýta úrgang.
Hann fer fram í Hönnunarmiðstöð
Íslands.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
BOSS BOTTLED.
FRAGRANCE FOR MEN
THE NEW FRAGRANCE
FOR WOMEN
GAR Í LYFJUILMDA
A 13.-16. MARSDAGAN
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HUGO BOSS VÖRUM DAGANA 13.-16. MARS
Finndu þinn Hugo Boss ilm og fáðu
veglegan kaupauka frítt með*
*á meðan birgðir endast