Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 1

Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 18 STYRKTI BUGLHljómsveitin Sálin hans Jóns míns færði barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, 250 þús- und krónur að gjöf á dögunum. Féð safnaðist á 25 ára afmælistónleikum sveitarinnar í Hörpu í fyrra. GÓÐA MELTINGU UM PÁSKANAGENGUR VEL KYNNIR Færð þú oft illt í magann eða verður að leggja þig eftir að hafa borðað stóra máltíð? Taktu málið í þínar hendur og próf ð Pró gastró DDS+3. GOTT FYRIR MELTINGUNAPrógastró er einn öflugasti asídófílusinn á markaðnum. Skipholti 29b • S. 551 0770 FYRIR VEISLUNA SUMARDEKKÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2014 Kynningarblað Dekk, felgur, Formúlan og samanburður á hjólbörðum. 2 SÉRBLÖÐ Sumardekk | Fólk Sími: 512 5000 15. apríl 2014 89. tölublað 14. árgangur Vilja friðargæsluliða Úkraínsk stjórnvöld hafa farið fram á það við Sameinuðu þjóðirnar að friðargæsluliðar verði sendir til landsins. 10 Svæði verði látin vera Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla til- raunum til að fá svæði í verndarflokki endurmetin í rammaáætlun. 4 Vilja íslenska tækni Ný íslensk tækni gæti gert vinnslu á þorski í Noregi hagkvæmari. 4 Sameining ekki útilokuð Niður- skurðaráform í nýrri fjárhagsáætlun Landbúnaðarháskólans hafa ekki verið samþykkt. Sameining við Háskóla Íslands er ekki útilokuð. 8 MENNING Zombíar á Sinfó vöktu óhug og ánægju gagnrýnanda. 34 SPORT Hrafnhildur Lúthers- dóttir var óstöðvandi í lauginni um helgina. 44 LG BOGIÐ OLED SJÓNVARP Heimsins fyrsta bogna OLED sjónvarpið SÍÐUMÚLA 2 WWW.SM.IS Íbúfen® 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk Opið alla páskana í Vesturbergi NEYTENDUR Neytendastofa hefur ekki annast eftirlit utan 100 km radíuss frá höfuðborgarsvæðinu síðan 2008 vegna niðurskurðar þrátt fyrir skyldur um að tryggja öryggi og réttindi neytenda. Eftirlit Neytendastofu snýr að verðmerkingum í verslunum og löggildingum mælitækja svo sem voga í verslunum og hjá fyrir- tækjum sem og bensíndælna. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir þetta alvar- legt mál. „Skorið hefur verið niður í fjárframlögum til Neytendastofu á síðustu árum og það hefur bitnað helst á landsbyggðinni. Neytenda- stofa er ekki höfuðborgarstofa, hún er stjórnvald á landsvísu og verður að starfa sem slík.“ Tryggvi telur að úrbóta sé þörf. „Þetta er alvarleg staða og þarft er að sníða stofnuninni þann stakk að hún geti sinnt landinu öllu en ekki aðeins höfuðborgarbúum og nær- sveitum hennar.“ „Ég er algjörlega sammála því að eftirlitið er á landsvísu og á að vera á landsvísu. Stofnunin verður að fá tryggt fé til að sinna skyldum sínum. Það sýnir sig á höfuðborgarsvæðinu að í hvert sinn sem við förum í eftirlitsferð- ir kemur eitthvað út úr ferðum okkar neytendum til hagsbóta og að þörf er á virku eftirliti af okkar hálfu. Því má segja að staða neytenda utan höfuðborgarsvæð- isins sé að einhverju leyti örlítið viðkvæmari í ljósi ástandsins,“ segir Tryggvi. Stofnunin hefur frá hruni 2008 sinnt verðmerkingum á höfuð- borgarsvæðinu og hefur í stöku tilvikum sinnt eftirliti norðan Hvalfjarðarganga, á Akranesi og í Borgarnesi, og austan Hellis- heiðar, í Hveragerði og á Selfossi. Á öðrum stöðum landsins hefur stofnunin tekið við ábendingum frá neytendum og reynt að fram- fylgja skyldum sínum með því að senda bréf á viðkomandi staði með beiðni um úrbætur og lagfæringar. - sa Neytendastofa hefur ekkert eftirlit á landsbyggðinni Neytendastofa hefur ekki sinnt skyldum sínum um eftirlit utan höfuðborgarsvæðisins síðan árið 2008. Stofnunin hefur eftirlit með verðmerkingum og mælitækjum. Verðum að fá fé til að sinna skyldum okkar, segir forstjórinn. SKOÐUN Andri Valgeirsson skrifar um ferðaþjónustu fatlaðra og útboð. 19 STÚDENTAR MÓTMÆLA Nemendur við Háskóla Íslands mótmæltu fyrirhuguðu verkfalli háskólakennara fyrir utan fj ár- málaráðuneytið í gær. Sjá síðu 10. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bolungarvík 14° SV 14 Akureyri 6° SV 9 Egilsstaðir 9° SV 6 Kirkjubæjarkl. 6° SV 7 Reykjavík 6° SV 10 SUÐVESTAN 8-15 m/s og skúrir eða él S- og V-til en úrkomulítið NA-til. Dregur smám saman úr vindi síðdegis. Hiti víðast 3-10 stig. 4 Neytenda- stofa er ekki höfuðborgar- stofa, hún er stjórnvald á landsvísu og verður að starfa sem slík. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. LÍFIÐ Brynhildur Odds- dóttir tók upp myndband með hest í aðalhlutverki. 43 UMHVERFISMÁL „Hann ber þess merki að hafa farið í gegnum eina dælistöð. Það vantar á hann augun. Þau hafa slitnað af vegna straum- hraðans,“ segir Stefán Kjartans- son, verkstjóri fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur, um japanska skraut- fiskinn Undra sem starfsmenn fundu fyrir sex árum. Undri er síður en svo það eina sem veitt hefur verið úr holræsa- kerfinu. Meðal þess sem rekið hefur á fjörur starfsmanna frá- veitunnar eru falskar tennur, kreditkort og farsímar. „Það er greinilegt að þessa hluti hefur fólk misst í klósettið,“ segir Stefán. Kostnaður vegna rusls sem íbúarnir sturta niður stefnir í 32 milljónir á árinu. - ibs / sjá síðu 6 Falskar tennur, farsímar og skrautfiskurinn Undri fiskuð úr skólpi borgarbúa: Lifði af ferð um holræsakerfið LEMSTRAÐUR Starfsmenn fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur fundu skrautfiskinn Undra fyrir sex árum og hafa gætt hans síðan. Hann bar þess merki að hafa farið í gegnum dælistöð því hann er augnalaus. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Myndir af hálf- nöktum íslenskum stúlkum, þeim yngstu á fjórtánda aldurs- ári, eru birtar á erlendri spjall- síðu. Þar skiptast íslenskir karl- menn á myndunum. Hundruð mynda eru komin inn á síðuna þar sem notendur geta sett inn efni að vild. Friðrik Smári Björgvins- son, yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir erlendu síðuna til rann- sóknar hjá lögreglu. Tilkynning barst um síðuna í síðustu viku og er nú unnið í því að fá síðunni lokað, segir Friðrik. Mikilvægt er að uppræta svona efni og koma þolendum til hjálpar, segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the children á Íslandi. - sa / sjá síðu 2 Lögregla rannsakar spjallsíðu: Birta myndir af fáklæddum ungum stúlkum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.