Fréttablaðið - 15.04.2014, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 2014 | FRÉTTIR | 11
VIÐSKIPTI Arion banki hefur
samið við bankana Citi, Deutsche
Bank og Nomura um skipulagn-
ingu funda með evrópskum fjár-
festum sem fram munu fara á
næstu dögum. Bankinn stefnir
í kjölfarið að skuldabréfaútgáfu
í evrum, að því gefnu að kjör og
markaðsaðstæður séu viðunandi,
samkvæmt tilkynningu bankans.
Þar segir að fjárfesta fundirnir
séu rökrétt framhald af þeirri
vinnu sem fram hefur farið
undan farin ár við að auka fjöl-
breytni í fjármögnun bankans og
opna aðgang að erlendum láns-
fjármörkuðum. - hg
Arion í erlent samstarf:
Skuldabréfa-
útgáfa í evrum
RÖKRÉTT FRAMHALD Arion banki vill
opna aðgang að erlendum lánsfjármörk-
uðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
ORKUMÁL Ef litið er til þess hver
kostnaðurinn hefði verið fyrir
heimilin í landinu ef áfram hefði
verið kynt með olíu þá nemur
uppsafnaður núvirtur sparnaður
2.300 milljörðum króna frá árinu
1914 til 2012. Þetta er meðal þess
sem fram kemur í ársskýrslu
Orkustofnunar fyrir árið 2013.
Sparnaður ársins 2012 nam 112
milljörðum króna, yfir 6 pró-
sentum af landsframleiðslu.
„Þrátt fyrir að við séum ekki
sammála um allt sem gert er í
orkumálum á Íslandi þá stendur
það upp úr gagnvart umheim-
inum hvaða árangri við höfum
náð í því að nýta endurnýjanlega
orkugjafa […] til húshitunar og
raforkuframleiðslu,“ segir Guðni
A. Jóhannesson orkumálastjóri í
skýrslunni. - fbj
Olíukynding væri dýr:
Hitaveiturnar
spara milljarða
SPARNAÐUR Íslendingar spara háar
fjárhæðir með því að nýta endurnýjan-
lega orkugjafa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FRAKKLAND Meira en 500 karlkyns
nemendur og starfsmenn gáfu
erfðasýni úr sér vegna nauðgunar-
rannsóknar í frönskum skóla í gær.
Sextán ára gamalli stúlku var
nauðgað á myrkvuðu salerni og
þekkti því ekki árásarmann sinn. Þó
varð eftir erfðaefnissýni af árásar-
manninum í fötum stúlkunnar, og
það mun vera borið saman við öll
500 fyrrnefndu sýnin.
Hver sá sem neitar að gefa af sér
sýni kemur til með að liggja undir
grun. Öllum erfðasýnum sem ekki
standast samanburð verður eytt, að
sögn yfirvalda. - kóh
Nauðgunarmál í Frakklandi:
500 í DNA-próf
ERFÐASÝNI Rannsókn sem þessi hefur
aldrei verið framkvæmd áður.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Leggðu grunn að
framtíðinni og
Landsbankinn bætir
6.000 krónum við
Þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn
Landsbankans greiðir bankinn 6.000 króna mótframlag inn á sama reikning.
Þannig viljum við hvetja til sparnaðar.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
SKIPULAGSMÁL Frestur til að skila
inn tillögum um heildarskipulag
fyrir Háskólavæðið hefur verið
framlengdur um rúmar tvær
vikur, eða til 12. maí. Áætlað er að
niðurstaða dómnefndar liggi fyrir
í byrjun júní.
„Það er búið að vera svo mikið af
samkeppnum í gangi, sérstaklega
varðandi Úlfarsárdal sem var að
klárast. Það komu óskir frá þátt-
takendum um að fá rýmri tíma og
okkur fannst það mjög eðlilegt,“
segir Páll Hjaltason, for maður
umhverfis- og skipulagssviðs
Reykjavíkur, aðspurður. „Það sem
er mikilvægast er að fá góðar til-
lögur og einhverjar vikur til eða
frá skipta litlu í því samhengi.“
Reykjavíkurborg og Háskóli
Íslands í samstarfi við Arkitekta-
félag Íslands efndu í febrúar til
hugmyndasamkeppni um skipu-
lagið. Þátttakendur geta skilað
inn heildarhugmyndum að fram-
tíðarskipulagi eða lagt hug-
myndir inn í umræðuna. Almenn-
ingur getur því sent inn tillögur
að skipulagi eða fyrirkomulagi að
hluta svæðisins. Vonir standa til
að verðlaunahugmyndirnar nýt-
ist í áframhaldandi vinnu við gerð
rammaskipulags fyrir svæðið.
„Það væri mjög gaman að sem
flestir tækju þátt. Þetta er rosa-
lega mikilvægt svæði í Reykja-
vík sem aldrei hefur verið skoðað
sem slíkt nema í aðalskipulagi. Það
eru mikil tækifæri til að efla þetta
svæði,“ segir Páll.
Heildarfjárhæð verðlauna
verður allt að 6,5 milljónum króna
án virðisaukaskatts. Keppnislýs-
ing er aðgengileg á síðunum Hug-
myndasamkeppni.is og Ai.is. - fb
Frestur til að skila inn tillögum um heildarskipulag fyrir Háskólasvæðið framlengdur til 12. maí:
Þátttakendur óskuðu eftir rýmri tíma
PÁLL HJALTASON Formaður um hverfis-
og skipulagssviðs Reykjavíkur segir
mikilvægast að fá góðar tillögur.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR