Fréttablaðið - 15.04.2014, Síða 12
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12
HITI Í MANNSKAPNUM Um 100 stúdentar tóku sér hlé frá próflestri og mótmæltu.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
MÓTMÆLI Reiði háskólastúdenta
beinist að kennurum. Þetta segir
María Rut Kristinsdóttir, for-
maður Stúdentaráðs. Stúdentar
mótmæltu fyrirhuguðu verkfalli
háskólakennara fyrir utan fjár-
málaráðuneytið í gær.
„Við í Stúdentaráði höfum
fengið á okkur gagnrýni fyrir
að hjóla ekki beint í kennara. Við
höfum tekið þann pól í hæðina
að það sé beggja aðila að semja.
Síðustu daga hefur þróunin verið
sú að reiðin beinist frá ríkinu og
að kennurum.“ María Rut segir að
óvissan sé stúdentum mjög erfið.
„Þetta er aukið álag á stúdenta,
og það er ekki eins og að á prófa-
tímabili sé lítið álag fyrir. Þetta
kemur mjög illa við alla en sér-
staklega þá sem eru haldnir próf-
kvíða.“
Ef samningar milli háskóla-
kennara og ríkisins nást ekki
munu kennarar leggja niður störf
frá 25. apríl næstkomandi. María
Rut segir að mikið sé í húfi fyrir
háskólanema og það ríki mikil
reiði á meðal þeirra. „Við sýnum
kjarabaráttu kennara stuðning en
það er umdeilt hvaða aðferð þeir
beita.“ - ssb
Háskólastúdentar mótmæltu boðuðu verkfalli:
Stúdentar eru orðnir
reiðir við kennarana
KRÖFUR María Rut Kristinsdóttir, for-
maður Stúdentaráðs, og Vigfús Rúnars-
son, varaformaður ráðsins, fóru yfir
kröfur stúdenta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Við sýnum kjarabar-
áttu kennara stuðning en
það er umdeilt hvaða
aðferð þeir beita.
María Rut Kristinsdóttir,
formaður Stúdentaráðs.
NÍGERÍA, AP Mikil sprenging
varð á umferðarmiðstöð í höfuð-
borg Nígeríu í gær. Sprengingin
kostaði að minnsta kosti 71
mann lífið.
Fjörutíu farþegavagnar eyði-
lögðust í sprengingunni. Talið er
að einungis ein stór sprenging
hafi orðið en síðan hafi kviknað
í eldsneytisgeymum hverrar bif-
reiðarinnar eftir aðra.
Enginn hafði lýst yfir ábyrgð
á sprengingunni í gær, en
hryðjuverkasamtökin Boko
Haram hafa hótað árásum á
borgina. - gb
Sprenging í umferðarmiðstöð í höfuðborg Nígeríu:
Meira en sjötíu manns létu lífið
BJÖRGUNARSTÖRF Björgunarfólk
flytur særða og látna af vettvangi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9,
KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata
HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17
REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7
AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13
www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð!
EX
PO
-
w
w
w
.ex
po
.is
Sími: 535 9000
TOPP HJÓLAFESTINGAR
Á GÓÐU VERÐI
Láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig VERSLANIR
SJÖ
MEÐ MIKIÐ
VÖRUÚRVAL
Kíkið inná:
heklanotadirbilar.is
GÓÐIR, NÝLEGIR,
TRAUSTIR
GÆÐABÍLAR
Á GÓÐU VERÐI
Skoda Octavia Combi
Tdi 4x4
Ásett verð:
3.890.000
Audi A4 Avant 2.0TDI
VW Bjalla Design 1.4
160 hö
Ford Focus Titanium
Ásett verð: 5.990.000
Ásett verð: 3.690.000
Ásett verð: 2.990.000
VW Jetta Highiline 1,4
VW Tiguan Track&Style
2,0TDI
Ásett verð: 3.490.000
Ásett verð: 5.990.000
Skoda Rapid Amb 1.4
Tsi
Kia Cee’d EX Fiat 500 LOUNGE
Ásett verð: 2.840.000
Ásett verð: 3.490.000 Ásett verð: 2.390.000
Komdu og
skoðaðu úrvalið!
VW Golf Trndline 1,4
245 hö
Ásett verð: 3.390.000