Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2014, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 15.04.2014, Qupperneq 19
ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 2014 | SKOÐUN | 19 Það er dálítið merkilegt að lesa nýleg gögn og fréttaflutning varðandi lyfið Tamiflu sem hefur verið mikið í umræðunni undan- farið. Margra ára barátta var háð um aðgang að rannsóknargögn- um til að óháðir aðilar fengju tækifæri til að átta sig á staðhæf- ingum um virkni þess. Nýlega birt gögn gefa dekkri mynd af virkni lyfsins og þeim loforðum sem framleiðendur þess höfðu uppi. Meira að segja kemur fram í ritstjórnargrein í British Medi- cal Journal nú nýverið að fram- leiðandinn hafi fegrað virknina og látið undir höfuð leggjast að tilkynna um vissar auka- og hlið- arverkanir. Það er enn merkilegra þegar þetta mikla og stóra mál er skoð- að hversu götótt eftirlitið virðist vera og gróðamarkmiðin yfir- gnæfandi. Hér er um að ræða dýrt sérlyf sem var selt í hundr- aða milljóna skömmtum um allan heiminn til að verjast inflúensu, heilu þjóðirnar keyptu þetta efni til að geta varist hugsanlegri vá í tengslum við svína- og fugla- flensur. Við eigum hér á Íslandi til dæmis enn mjög mikið magn af lyfinu sem aldrei hefur verið notað. Það sem er enn merkilegra finnst manni er að einstök ríki og lyfjastofnanir þeirra hafa fram- kvæmt stöðugleikapróf til þess að átta sig á geymslutíma þess þar sem það rann út fljótlega eftir að það var keypt. Slíkt hefur verið gert í því skyni að þurfa ekki að henda ónotuðum birgðum og kaupa þær aftur. Í það minnsta hefur fyrirtækið ekki sjálft gefið út lengri fyrningartíma á þessum lyfjum, heldur bera heilbrigðis- yfirvöld í hverju landi fyrir sig ábyrgðina á að þau virki eins og staðan er í dag. Tekið af markaði Þetta er langt frá því að vera eina lyfið sem hefur náð gífurlegri útbreiðslu á heimsvísu með til- heyrandi tekjumöguleikum fram- leiðandans. Þannig má nefna alræmt gigtarlyf, Vioxx, sem á sínum tíma var „selt“ sem arftaki allra annarra slíkra og með mun minni aukaverkunum. Það var notað til að meðhöndla slitgigt, bráð verkjavandamál og ýmislegt fleira. Það lyf var tekið af mark- aði þar sem það jók hættuna á hjarta- og heilaáföllum verulega. Fullyrt hefur verið að sú áhætta hafi verið þekkt, notast hafi verið við blekkingar í undir- liggjandi rannsóknum og gögnum haldið frá við veitingu söluleyfa. Það hafði hins vegar malað gull fram að því að það var tekið af markaði, þrátt fyrir milljarða greiðslur í fjöldamörgum dóms- málum í kjölfarið. Það er býsna algengt að lyf séu tekin af markaði vegna auka- eða milliverkana sem koma fram í kjölfar notkunar og það ferli getur tekið einhvern tíma. Því eru læknar og sjúklingar minntir á það reglulega að láta vita hvort og þá hvaða einkennum viðkom- andi finnur fyrir. Slíkt er skráð í gagnabanka og síðan er reynt að vinna úr þessu eftir fremstu getu með það fyrir augum að tryggja öryggi sjúklinga. Óþægileg lyf Umræða um lyf og læknisfræði er mjög nauðsynleg og hún verð- ur auðvitað að vera á því plani að ekki sé um sleggjudóma, upp- hrópanir eða órökstuddar full- yrðingar að ræða. Við gerum ráð fyrir því að unnið sé af heilind- um og það er eðlilegt að menn hlaupi ekki til og taki lyf eða við- líka af markaði nema fyrir liggi rökstuddur grunur. Þá er vont að vita til þess að góðum og gildum lyfjum sé skipt út fyrir nýrri sem jafnvel virka verr. Það fylgir því samt óneitanlega óþægileg til- finning að aðgengi að nauðsyn- legum upplýsingum geti verið leynt vísvitandi og að markaðs- setning eigi sér stað þrátt fyrir vitneskju um skaðsemi. Það hefur oft verið fjallað um það að eftirlitsstofnanir séu of veikburða, iðnaðurinn of sterk- ur og að aðhald vanti. Í tilfelli lyfjaiðnaðarins er um ævintýra- legar fjárhæðir að ræða og má sem dæmi nefna að áætluð fjár- veiting bara eins lyfjarisans til rannsókna er 6,9 milljarðar Bandaríkjadala eða ríflega 860 milljarðar króna fyrir árið 2014. Auðvelt er að verða vænisjúkur og sjá ekkert nema illt, mútu- greiðslur til lækna og þannig mætti lengi telja. Ljóst er að slíkt er mikil einföldun og hér er ekki bara svindl og svínarí. Að sama skapi er deginum ljósara að þessir aðilar ásamt öðrum þurfa að taka sig verulega á miðað við umfjöllun síðustu ára til að við- halda því mikla trausti sem þeim er veitt. Þá þarf greinilega að tryggja mun betur að eftirlitsað- ilar hafi nægjanlegt fjármagn og völd til að sinna sínum skyldum. Svindl og svínarí? HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Fullyrt hefur verið að sú áhætta hafi verið þekkt, notast hafi verið við blekkingar í undirliggjandi rannsóknum og gögnum haldið frá við veitingu söluleyfa. Ég hef ferðast með ferðaþjón- ustu fatlaðra í Reykjavík í um 20 ár og hef því töluverða reynslu af að ferðast með þeim. Fyrir örfáum dögum lenti ég í þeirri „skemmtilegu“ reynslu á leið heim úr vinnu að ferðaþjónustubíll- inn sem ég var farþegi í bilaði á miðjum fjölförnum gatnamótum. Þetta er kannski ekki í frásögur færandi, þar sem bílar bila og getur það auðvitað gerst hvar og hvenær sem er. Alla mína tíð sem farþegi hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík hefur þetta ein- ungis gerst tvisvar sinnum og bæði skiptin á þessu ári, 2014. Persónulega finnst mér ástæðan fyrir þessu nokkuð augljós. Fyrir ári hófust umræður hjá Reykja- víkurborg í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að bjóða ætti ferðaþjón- ustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu út til einkareksturs. Ástæður eru sagðar vera mögu- legur sparnaður í rekstri og leið til að bæta þjónustu við notendur. Útboðið hefur dregist mjög á lang- inn og á meðan hefur enginn nýr bíll verið keyptur hjá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík. Þegar bílum í atvinnurekstri er einungis haldið við með lágmarks- viðgerðum er engin furða að þeir bili á miðjum gatnamótum. Sérstak- lega þegar um er að ræða bíla sem eru níu til þrettán ára gamlir og keyrðir 400.000-800.000 kílómetra! Alveg frá byrjun hef ég furðað mig á þessum útboðshugmyndum þar sem ferðaþjónusta fatlaðra í Reykjavík er að mínu mati nokkuð góð. Auðvitað má alltaf bæta allt en það væri örugglega hægt að spara með öðrum hætti en með útboði. Fólk verður að átta sig á því að þetta eru almenningssamgöngur sem eru nauðsynlegar fyrir fatlað fólk. Ég vil leyfa mér að draga í efa að mikill sparnaður verði í rekstri ferðaþjón- ustu fatlaðra með þessum aðgerð- um, hvað þá bætt þjónusta fyrir farþega. Til þess að bæta þjónustu þessa er langbest að tala við og vera í fullu samráði við farþega og hags- munafélög fatlaðs fólks. Í stað þess að láta nægja að upp- lýsa okkur um stöðu mála, væri ekki betra að vinna með okkur? Vil ég því hvetja borgarstjórn Reykja- víkur að hefja nú þegar fullt sam- ráð við aðildarfélög fatlaðra í þessu ferli. Ekkert um okkur án okkar! Opið bréf til borgarfulltrúa SAMGÖNGUR Andri Valgeirsson varaformaður Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2014 Breytt stefna, bættir stjórn- hættir, traustari fjárhagur Orkuveita Reykjavíkur heldur opinn ársfund föstudaginn 25. apríl kl. 14:00-16:00 á Bæjarhálsi 1. Markmið fundarins er að auka gegnsæi í starfseminni og stuðla að upplýstri umræðu um málefni fyrirtækisins. Gildi Orkuveitu Reykjavíkur eru framsýni, hagsýni og heiðarleiki. Dagskrá • Jón Gnarr borgarstjóri setur fund • Eigendastefna og sameignarsamningur Dagur B. Eggertsson, formaður eigendanefndar. • Umbætur í stjórnháttum innan Orkuveitu Reykjavíkur Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar. • Kvennakórinn Hrynjandi tekur lagið • Umhverfið og auðlindirnar Brynhildur Davíðsdóttir, varaformaður stjórnar. • Stærsta hindrunin að baki Bjarni Bjarnason forstjóri. • Hvernig er eiginlega að vinna hjá þessari Orkuveitu? Hildur Ingvarsdóttir, forstöðumaður viðhaldsþjónustu. • Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri verður Elín Smáradóttir lögfræðingur. Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Ný lög gilda um fyrirtækið og eigendur hafa markað því sameigin lega stefnu. Stjórn fyrirtækisins hefur skerpt á starfsreglum sínum og stjórnháttum en um áramót var starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur skipt upp í samkeppnisrekstur og sérleyfisrekstur að lagaboði. Á sama tíma hefur verið glímt við mikinn skulda- og rekstrarvanda. Árangur þeirrar baráttu hefur vakið mikla athygli. Þetta verða helstu umfjöllunarefni opna ársfundarins 2014.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.