Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 22
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 22
Mikið fagnaðarefni er
hversu skipulegri stefnu-
mótun og áætlanagerð er
nú gert hærra undir höfði
í þjóðfélaginu en áður var.
Á það ekki aðeins við í
atvinnulífinu heldur hafa
mikil umskipti orðið hjá
hinu opinbera í þessum
efnum. Nýlega gaf Stjórn-
arráð Íslands út sérstaka
handbók um stefnumót-
un og áætlanagerð sem
örugglega á eftir að nýtast vel ein-
stökum ráðuneytum.
Í heilbrigðismálum hefur verið
hefð fyrir langtímastefnumótun og
hver heilbrigðisáætlunin leyst aðra
af hólmi á liðnum áratugum. Þann-
ig hefur heilbrigðisáætlun til árs-
ins 2020 verið í undirbúningi um
nokkurt skeið. Mikilvægt er að ný
áætlun hafi einhver tengsl við fyrri
áætlanir og er því nauðsynlegt að
gera grein fyrir þróuninni síðustu
áratugi.
Heilbrigði allra árið 2000
Árið 1977 samþykkti Alþjóða-
heilbrigðisþingið ályktunina um
„Heilbrigði allra árið
2000“, sem ári síðar lá til
grundvallar Alma Ata-
yfirlýsingunni, þar sem
megináherslan er lögð á
grunnþjónustuna. Þessar
ályktanir lágu síðan til
grundvallar þeim 38 heil-
brigðismarkmiðum sem
Evrópuríki settu sér árið
1984. Árið 1987 var lögð
fram þingsályktunartil-
laga á Alþingi um íslenska
heilbrigðisáætlun, en hún hlaut
ekki samþykki þingsins fyrr en á
árinu 1991. Á þeim tíma var lítill
skilningur á því að ráðast í gerð
heilbrigðisáætlunar og það var
ekki fyrr en forstjóri WHO, Dr.
Halfdan Mahler, kom á Heilbrigð-
isþing á Íslandi árið 1988 að ráða-
mönnum varð ljóst að þeir yrðu að
taka sig á í þessum efnum.
Áætlun til 2010
Á tíunda áratugnum var mikil
umræða um forgangsröðun og
stefnumótun í heilbrigðismálum.
Tveimur nefndum var komið á fót.
Annars vegar nefnd um forgangs-
röðun í heilbrigðismálum, og hins
vegar nefnd sem falið var að end-
urskoða heilbrigðisáætlunina í
samræmi við breytingar á heil-
brigðisþjónustu innanlands sem
utan. Afraksturinn af þeirri vinnu
var ný heilbrigðisáætlun til ársins
2010 sem samþykkt var á Alþingi
vorið 2001. Sú heilbrigðisáætlun
markaði að mörgu leyti tímamót
því í henni var ekki aðeins varpað
fram skýrri framtíðarsýn heldur
voru um leið innleidd mælanleg
markmið, þannig að á gildistíma-
bili áætlunarinnar var auðveldara
en áður að fylgjast með framvind-
unni og í lokin meta árangurinn af
framkvæmd hennar.
Heilsa 2020
Heilbrigðisáætlunin til ársins 2010
rann sitt skeið í lok fyrsta áratugar
aldarinnar og um svipað leyti hófst
vinna við gerð nýrrar áætlunar til
ársins 2020. Í byrjun var aðallega
horft til skýrslu nefndar WHO frá
2008 um félagslega áhrifavalda
heilsu og þar næst stefnumörkun-
ar Evrópudeildar WHO í heilbrigð-
ismálum til ársins 2020 (Health
2020). Í þeirri stefnu er lögð áhersla
á að aðildarríkin vinni sérstaklega
að bættri heilsu og vellíðan fólks,
dragi úr ójöfnuði, styrki lýðheilsu
og tryggi notendamiðað heilbrigð-
is- og velferðarkerfi, sem er um leið
almennt, sanngjarnt og sjálfbært
og uppfyllir einnig ýtrustu gæða-
kröfur. Til viðbótar hefur greining
ráðgjafafyrirtækisins Boston Con-
sulting Group á íslensku heilbrigð-
iskerfi verið lögð til grundvallar
frekari útfærslu á afmörkuðum
verkefnum.
Úrbætur
Í úttekt Boston Consulting Group
var reynt að draga fram meginein-
kenni heilbrigðiskerfisins og þau
borin saman við fyrirkomulag heil-
brigðismála í nágrannalöndunum.
Alþjóðlegur samanburður sýnir
að árangur heilbrigðisþjónustu á
Íslandi er með því besta sem ger-
ist í heiminum. Erlendu ráðgjafarn-
ir töldu þó að ýmislegt mætti betur
fara og hefur þegar verið ráðist í
verkefni sem gengur undir heitinu
Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017
og falla þar undir þjónustustýring,
hagræðing í rekstri, greiðsluþátt-
taka einstaklinga, samtengd rafræn
sjúkraskrá o.fl.
Vandi heilbrigðiskerfisins er engu
að síður mikill og kallar á víðtækar
úrbætur og reyndar endurskipu-
lagningu helstu þjónustuþátta. Það
verður að tryggja betra jafnvægi
milli heilsugæslu, sérgreinalækn-
inga og sjúkrahúsþjónustu. Heilsu-
gæsla verður að geta sinnt hlutverki
sínu sem fyrsti viðkomustaður í
heilbrigðisþjónustunni og sjúkra-
húsin verða að geta annað flestum
verkefnum sínum innan tiltekinna
tímamarka. Jafnframt þarf að koma
á betra skipulagi á sérfræðiþjónustu
lækna utan sjúkrahúsa. Þetta kall-
ar óhjákvæmilega á að mótuð verði
skýrari heildarsýn og stefnumörkun
til lengri tíma. Heilbrigðisáætlun-
um verður einfaldlega ekki kastað
fyrir róða.
Ekki kasta því góða fyrir róða
Íslendingar sem reyndu að
vernda Gálgahraun gegn
eyðileggingu hafa þurft
að svara til saka og bíða nú
dóms. Glæpur þeirra var
að þvælast fyrir lögreglu
og jarðýtueigendum.
Þríhnúkar ehf. /3H
Travel sem helltu niður
hundruðum lítra af olíu á
vatnsverndarsvæði höf-
uðborgarinnar 8. maí
2013 hafa hins vegar ekki
þurft að svara til saka
svo ég viti. Ég spurði innanríkis-
ráðherra spurninga um þetta mál
í opnu bréfi í þessu blaði. Ekkert
svar barst en eftir ítrekunarbréf
þar sem vísað var í lög um upp-
lýsingaskyldu stjórnvalda fékk ég
símhringingu og var boðið viðtal
við ráðherra sem ég þáði.
Ráðherrann baðst afsökunar á að
hafa ekki svarað, opna bréfið hefði
farið fram hjá henni og öðrum í
ráðuneytinu. Næst kom fyrirlest-
ur um þrískiptingu valdsins. Hún
sagðist ekki vita til þess að olíu-
hneykslið væri í ákæruferli en að
hún mætti jafnframt ekki skipta
sér af því. Hún gat ekki svarað
því hvers vegna „kerfið“ kærði
Hraunavinina en ekki þá sem helltu
niður olíunni.
Hún virtist þó gera sér grein
fyrir alvarleika þess máls. Hún
benti mér á að ég gæti sjálfur kært
Þríhnúka ehf./3 H Travel. Þá spurði
ég ráðherrann hvað myndi gerast
ef maður væri skotinn til bana úti á
götu í viðurvist vitna, yfirvöld vissu
hver skaut en enginn væri handtek-
inn og ákærður. Ráðherra vafðist
tunga um tönn en sagði svo að þá
væri kerfið að bregðast og líklega
myndi Alþingi fjalla um málið. En
hver er að bregðast í olíumálinu?
Hvaða ályktanir má draga af
þessu? Almenningur sem þvæl-
ist fyrir verktökum og lögreglu
er lögsóttur. Skilaboðin eru skýr.
Að berjast fyrir óspilltri náttúru
óhreinkar sakavottorð manna en
forsvarsmenn gróðafyrirtækis sem
hellir niður olíu á vatnsverndar-
svæði helmings þjóðarinnar þurfa
ekki að svara til saka. Brutu þeir
reglur við olíuflutningana? Er þetta
ekki refsivert? Þeir missa ekki einu
sinni starfsleyfi á svæðinu. Hvers
vegna?
Á skítugum skónum
Byggist réttarkerfið á geðþótta ein-
staklinga sem þar hafa vald? Mega
fulltrúar auðvaldsins vaða á skít-
ugum skónum um náttúru landsins
án þess að lögregla og ákæruvald
geri nokkuð? Hvað stjórnar aðgerð-
arleysi „kerfisins“ í olíumálinu?
Þessu gat ráðherrann ekki svarað.
Ráðherrann virtist hafa nokkurn
skilning á þeim málstað sem ég hef
barist fyrir varðandi náttúruspjöll-
in við Þríhnúkagíg. Þar eru uppi
áform um framkvæmdir sem hefðu
í för með sér óafturkræf náttúru-
spjöll á stórmerkilegu náttúrufyr-
irbæri og svæðinu umhverfis sem
er innan þjóðlendu. OR hefur líka
lýst áhyggjum sínum vegna áhættu
fyrir neysluvatn höfuðborgarinn-
ar. Og vegarlagning um göngu-
skíðasvæðið frá Bláfjöllum að Þrí-
hnúkagíg verður ekki réttlætt með
tali um aukið umferðaröryggi eins
og gert var varðandi Gálgahraun.
Nú bíða Þríhnúkar ehf./3H Trav-
el eftir leyfi frá forsætisráðu-
neytinu til að fá afhenta þessa nátt-
úruperlu til langs tíma til að gera
á henni óafturkræf náttúruspjöll.
Mun forsætisráðherra sýna þjóð-
inni og náttúru landsins þá van-
virðingu að veita slíkt leyfi? Er
íslensk náttúra bara leikvöllur auð-
valds þar sem græðgin er í fyrir-
rúmi? Eru íslensk stjórnvöld þjónar
þessa auðvalds?
Hanna Birna bauðst til að útvega
mér viðtal við einhvern í kerfinu
sem væri fróðari um þessi mál en
hún. Mér var sagt að ráðuneytið
myndi hafa samband við mig. Nú,
rúmum tveim mánuðum síðar,
hefur það loforð ekki verið efnt.
Ég sendi aðstoðarmanni ráðherra
tölvupóst, hún svaraði og sagði að
haft yrði samband en það hefur
ekki gerst.
Í byrjun fundarins spurði ég ráð-
herra og ritara hans hvort fundur-
inn væri tekinn upp eða fundargerð
rituð en svo var ekki. Ég vona að ég
hafi hér að ofan farið rétt með það
sem fram kom á fundinum.
Gálgahraun, Þrí-
hnúkagígur og rétt-
arríki geðþóttans
Fyrir fjórum árum stað-
festi matsfyrirtækið Fitch
Ratings neikvætt láns-
hæfismat hjá Orkuveitu
Reykjavíkur. Þetta þýddi í
raun að OR stóðu til boða
enn verri lánskjör. Rök FR
voru þau að greiðslugeta
fyrirtækisins væri ekki
góð (vægt til orða tekið)
og tekjugrunnur fyrirtæk-
isins ekki sterkur, þar sem
gjaldskrá fyrirtækisins
hefði ekki haldið í við verð-
lagsþróun allt frá 2005.
Efnahagshrunið fór illa
með fyrirtækið en skuldir þess voru
að miklu leyti í erlendum gjaldmiðl-
um. Þegar lánshæfismatið var birt
var mánuður til sveitarstjórnarkosn-
inga og þáverandi meirihluti Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
gerði lítið annað en að mótmæla
þessu mati en án aðgerða. Eftir
sveitarstjórnarkosningar tók við nýr
meirihluti Besta flokks og Samfylk-
ingar. Nýr meirihluti hafði forgöngu
um að setja í gang aðgerðaráætlun
til að bjarga fjárhag fyrirtækisins.
Gripið var til margþættra aðgerða
til að bæta fjárhag þess, meðal ann-
ars hækkunar gjaldskrár,
uppsagna starfsfólks, frest-
unar framkvæmda og sölu
eigna. Þetta voru erfiðar
aðgerðir en nauðsynlegar
og kjósendur í borginni
hafa virt það við núverandi
meirihluta að hafa gripið
til nauðsynlegra aðgerða
til að breyta fjárhag OR.
Allir liðir gengið eftir
Aðgerðaráætlunin að
betri fjárhag OR ber hið
frumlega nafn Planið og í
nýlegri úttekt greiningar-
deildar Arion banka kemur fram að
markmið Plansins hafi gengið betur
en áætlanir gerðu ráð fyrir. Planið
hefur skilað 30 milljarða ávinningi
en á þessum tímapunkti er gert ráð
fyrir því að það hafi skilað 28 millj-
örðum. Allir liðir Plansins hafa
gengið eftir en gert er ráð fyrir því
að aðgerðir Plansins standi til 2016.
Planið og aðrar aðgerðir hafa skilað
því að nettóskuldir OR hafa lækkað
úr 229 milljörðum árið 2011 í 186
milljarða eða um 43 milljarða.
Allir notendur, viðskiptavinir og
fyrrverandi starfsmenn OR hafa
fundið fyrir aðgerðum fyrirtæk-
isins. Þær voru nauðsynlegar til
að tryggja áframhaldandi rekstur
fyrirtækisins. Að grípa til aðgerða
eins og gert var samkvæmt Plan-
inu er ekki til vinsælda fallið en ég
virði það við núverandi meirihluta
að hafa farið út í þessar aðgerðir
því OR stendur fjárhagslega miklu
betur núna.
Því er það ósk mín að þeir flokk-
ar sem mynda núverandi meiri-
hluta í Reykjavík og hafa staðið að
þessum erfiðu aðgerðum fái áfram
traust í komandi kosningum til að
klára markmið Plansins og skila
OR sem fjárhagslega sterku fyrir-
tæki með getu til að lækka gjald-
skrá sína og greiða góðan arð til
eigenda sinna. Það skiptir alla borg-
arbúa miklu máli hverjir stjórna
og að þeir láti hagsmuni borgarbúa
ráða för. Dæmið um OR og hvaða
stefnu var fylgt fyrir og eftir síð-
ustu borgarstjórnarkosningar sýnir
að við erum betur sett eftir þessar
aðgerðir en fyrir.
OR á réttri leið!
Þegar fjöldi erlendra ferða-
manna jókst með þeim
hætti sem hann gerði á
árunum 2011 og 2012 þá
spurði ég mig þeirrar
spurningar hvort veiking
krónunnar í kjölfar hruns
fjármálakerfisins 2008
hefði gert það að verkum
að neysla á hvern erlendan
ferðamann hefði aukist að
einhverju marki.
Eftir hrun varð mun hag-
stæðara að sækja landið heim og
ferðamennirnir fá meira fyrir sinn
gjaldmiðil en fyrir hrun. Í rann-
sókn minni, sem er lokaverkefni í
viðskiptafræði við Háskólann á Bif-
röst, reyndist það ekki vera niður-
staðan, en í rannsókninni var neysl-
an á árunum 2000-2012 skoðuð út
frá verðlagi ársins 2012 og einnig
yfirfærð í Bandaríkjadali og evrur.
Minni neysla
Rannsóknin leiddi í ljós að neysla
á hvern erlendan ferðamann á
Íslandi hefur minnkað um 16% frá
árinu 2000 til ársins 2012 þegar
hún er skoðuð í íslenskum krónum
og minnkað enn meira þegar hún
er skoðuð í Bandaríkjadölum og
evrum, eða um 20% í dölum og 42%
í evrum. Þróunin til lækkunar hófst
löngu fyrir hrun fjármála-
kerfisins. Heildarneysla
erlendra ferðamanna á
þessu tímabili nær tvö-
faldaðist (96%) en fjöldi
erlendra ferðamanna sem
sóttu Ísland heim meira en
tvöfaldaðist (130%). Heild-
arneyslan jókst því ekki í
sama hlutfalli og fjölgun
ferðamanna til landsins.
Í rannsókn minni skoð-
aði ég einnig stöðu ferða-
þjónustunnar í Kanada og Nýja-Sjá-
landi og bar saman þróun neyslu
erlendra ferðamanna þar við þró-
unina hér á Íslandi á þessu tímabili.
Í samanburðinum kom í ljós að á
þessu tímabili hafði neysla á hvern
erlendan ferðamann í Kanada auk-
ist um 129% og á Nýja-Sjálandi um
40% þegar hún var skoðuð í Banda-
ríkjadölum. Þegar hún var skoðuð
í evrum hafði hún aukist um 67% í
Kanada og 2% á Nýja-Sjálandi.
Bæði kanadískur og nýsjálenskur
dalur hafa styrkst gagnvart dölum
og evrum en íslensk króna hefur
veikst mjög mikið gagnvart sömu
gjaldmiðlum. Á undanförnum 6-7
árum hefur hver ferðamaður eytt
hærri fjárhæðum í Bandaríkjadöl-
um á Nýja-Sjálandi en á Íslandi og
þeir dvelja einnig lengur í landinu.
Hvað veldur?
Til að útskýra hvað veldur því að
neysla fer minnkandi er frekari
rannsókna þörf en þó er hægt að
velta ýmsum hlutum upp. Skattsvik
gætu til dæmis mögulega verið ein
ástæðan fyrir lækkandi neyslutölum.
Að mínu mati er hins vegar mikil
þörf á ítarlegri lífsstílsgreiningu
erlendra ferðamanna líkt og gert
hefur verið með margra ára rann-
sóknum til að mynda í Kanada og
Nýja-Sjálandi og miða allt mark-
aðsstarf að því að ná til þeirra
hópa sem gefa mest af sér. Ísland
er lítið samfélag og er dýr áfanga-
staður heim að sækja. Það er að
mínu mati heillavænlegri þróun að
byggja framtíð ferðaþjónustunnar á
gæðum frekar en magni. Ég vona að
niðurstöður rannsóknarinnar komi
til með að nýtast ferðamálayfirvöld-
um í frekari rannsóknum á neyslu-
mynstri erlendra ferðamanna sem
sækja landið heim, því ein af ástæð-
um fyrir minni neyslu getur snúið
að verðmæti þeirra markhópa sem
sækja landið heim.
Hvað veldur minnkandi
neyslu erlendra ferðamanna?
HEILBRIGÐISMÁL
Ingimar Einarsson
félags- og
stjórnmálafræðingur
➜ Það verður að tryggja
betra jafnvægi milli heilsu-
gæslu, sérgreinalækninga og
sjúkrahúsþjónustu.
➜ Mega fulltrúar
auðvaldsins vaða á
skítugum skónum
um náttúru landsins
án þess að lögregla
og ákæruvald geri
neitt? Hvað stjórnar
aðgerðaleysi „kerfi s-
ins“ í olíumálinu?
Þessu gat ráðherrann
ekki svarað.
NÁTTÚRUVERND
Björn
Guðmundsson
framhaldsskóla-
kennari
FJÁRMÁL
Gunnar Alexander
Ólafsson
stjórnmálafræðingur
með meistaragráðu í
opinberri stjórnsýslu
og heilsuhagfræði
➜ Gripið var til margþættra
aðgerða til að bæta fjárhag
fyrirtækisins …
FERÐAÞJÓNUSTA
Anna Fríða
Garðarsdóttir
viðskiptafræðingur
➜ Að mínu mati er hins
vegar mikil þörf á ítarlegri
lífsstílsgreiningu erlendra
ferðamanna …