Fréttablaðið - 25.04.2014, Síða 6
25. apríl 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.
Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
NÝ OG BE
TRI
HÖNNUN
!
TANNBURSTAR OG
TANNKREM FYRIR
VIÐKVÆM SVÆÐI
1. Hversu hátt hlutfall hótela í Reykja-
vík skilaði tapi 2012?
2. Hver hlaut Íslensku þýðingarverð-
launin í ár?
3. Hvaða lið varð fyrst til að vinna
Hauka í úrslitakeppni Olísdeildar-
innar?
SVÖR:
1. Sex af hverjum tíu. 2. Ingunn Ásdísar-
dóttir. 3. FH.
KJARADEILUR Í ályktun stjórnar
Skólastjórafélags Íslands kemur
fram áskorun til Sambands
íslenskra sveitarfélaga um að
ganga strax til samninga við
grunnskólakennara.
Félagið segir óumdeilanlegt að
laun kennara hafi dregist aftur úr
sambærilegum stéttum og séu nú
óásættanleg með öllu. Þrátt fyrir
þessa staðreynd neiti sveitarfélög að
koma á fót nauðsynlegum leiðrétt-
ingum á launakjörum stéttarinnar.
Kjaraviðræður hafa nú staðið
yfir í rúm tvö ár. Kennarar neyð-
ist nú til að undirbúa aðgerðir til
að sækja sjálfsagðar leiðréttingar
á launakjörum sínum. - kóh
Skólastjórar skora á stjórn:
Ganga á strax
til samninga
VIÐSKIPTI Landsbankinn opnar
í dag þjónustumiðstöð fyrir
minni og meðalstór fyrirtæki að
Borgar túni 33 í Reykjavík. Þang-
að hafa flust allir starfsmenn fyr-
irtækjaþjónustu útibúa bankans á
höfuðborgarsvæðinu.
Breytingunum fylgja ekki upp-
sagnir starfsfólks, að því er fram
kemur í tilkynningu. Nýtt fyrir-
komulag er sagt gefa bankanum
kost á að bjóða fyrirtækjum
umfangsmeiri ráðgjöf en áður,
aðgengi að sérfræðingum verði
betra og hægt að afgreiða erindi
hraðar. - óká
Þjónusta fer á einn stað:
Færa starfsfólk
í Borgartún 33
BORGARTÚN Tengiliðir, símanúmer og
netföng haldast óbreytt þótt fyrirtækja-
þjónusta Landsbankans færist í Borgartún.
FRÉTTABLAÐ
IÐ
/D
AN
ÍEL
ÚKRAÍNA Rússar hafa aukið við-
búnað sinn við landamæri Úkraínu
og boða til nýrra heræfinga þar.
Þetta gerðist í gær í beinu fram-
haldi af átökum úkraínska hersins
við aðskilnaðarsinna í austurhluta
Úkraínu. Tveir uppreisnarmenn,
hliðhollir Rússlandi, féllu í þessum
átökum.
Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seti hótar Úkraínu „afleiðingum“
ef Úkraínuher heldur áfram að-
gerðum gegn uppreisnarmönnum:
„Ef stjórnin í Kænugarði er að
nota herinn gegn sinni eigin þjóð,
þá er það greinilega háalvarlegur
glæpur,“ sagði Pútín.
Þá gera Rússar einnig kröfu á
Bandaríkin. Rússneska utanríkis-
ráðuneytið segir að Bandaríkin
verði að „neyða núverandi stjórn-
völd í Úkraínu til þess að hætta
hernaðaraðgerðum í suðaustan-
verðri Úkraínu“.
Oleksandr Túrtsjínov, sem
til bráðabirgða gegnir forseta-
embættinu í Úkraínu, sakar rúss-
nesk stjórnvöld hins vegar um að
standa að baki uppreisnar mönnum
í Úkraínu. Túrtsjínov kallar
aðskilnaðarsinnana hryðjuverka-
menn og krefst þess að Rússar
„láti af stöðugum hótunum sínum
og kúgunartilburðum“.
Þá segir Andrí Desjtsjitísa,
utanríkisráðherra Úkraínu, að inn-
rás Rússa í Úkraínu verði svarað í
sömu mynt: „Úkraínska þjóðin og
úkraínski herinn eru reiðubúin til
þessa verks. Úkraína mun standa
gegn Rússlandi. Við munum verja
landið okkar.“
Tugir þúsunda rússneskra her-
manna eru þessa dagana við landa-
mæri Úkraínu. Á Svartahafi eru
síðan bandarískir hermenn, sem
hafa verið með heræfingar þar í
samvinnu við her Rúmeníu.
Á hinn bóginn komu leiðtogar
fyrrverandi Sovétlýðvelda, nefni-
lega Armeníu, Aserbaídsjans,
Georgíu, Moldóvu og Úkraínu,
saman til fundar með ráðamönn-
um aðildarríkja Evrópusambands-
ins í Prag í gær til að styrkja sam-
skiptin. Leiðtogi Hvíta-Rússlands
mætti þó ekki. Mikil óvissa ríkir
þó um framtíð þessa samstarfs
eftir atburði vetrarins.
Ólgan í Úkraína hófst í vetur
eftir að Viktor Janúkóvitsj, þáver-
andi Úkraínuforseti, neitaði að stað-
festa samstarfssamning við Evrópu-
sambandið en sneri sér í staðinn að
Rússlandi.
gudsteinn@frettabladid.is
Pútín með hótanir
gagnvart Úkraínu
Úkraínskir hermenn urðu að minnsta kosti tveimur uppreisnarmönnum, hlið-
hollum Rússum, að bana í gær. Rússar hafa í kjölfarið aukið viðbúnað við landa-
mærin. Utanríkisráðherra Úkraínu segir að innrás Rússa verði svarað í sömu mynt.
ÁTÖK Í SLAVJANSK Úkraínskir hermenn taka sér stöðu við yfirgefinn vegatálma í
borginni Slavjansk, þar sem aðskilnaðarsinnar höfðu náð stjórnarbyggingum á sitt
vald. NORDICPHOTOS/AFP
Úkraínska þjóðin og
úkraínski herinn eru
reiðubúin til þessa verks.
[Að svara í sömu mynt
innrás Rússa.] Úkraína mun
standa gegn Rússlandi. Við
munum verja landið okkar.
Andrí Desjtsjitísa,
utanríkisráðherra Úkraínu.
MENNING Hátíð Jóns Sigurðs-
sonar var haldin í Jónshúsi í Kaup-
mannahöfn í gær á sumar daginn
fyrsta. Einar K. Guðfinnsson,
forseti Alþingis, setti hátíðina og
afhenti Verðlaun
Jóns Sigurðs-
sonar.
Verðlaunin
hlaut að þessu
sinni Bertel
Haarder, fyrr-
verandi mennta-
málaráðherra
Danmerkur.
Haarder var
verðlaunaður fyrir framlag sitt til
menningarsamstarfs Danmerkur
og Íslands, sem og fyrir stuðning
hans við varðveislu þjóðararfsins.
Áður hefur Vigdís Finnboga-
dóttir meðal annarra hlotið verð-
launin.
- kóh
Forseti Alþingis setti hátíð:
Bertel Haarder
verðlaunaður
SVEITAFÉLÖG Reykjanesbær vill
taka yfir rekstur heilsugæslunnar
þar í bæ af ríkinu. Þessu lýsti Árni
Sigfússon bæjarstjóri á íbúafundi í
Njarðvíkurskóla
í gær.
Hann sagði
einnig að hann
teldi það mikil-
vægt að bær-
inn kæmi að
stjórnun Heil-
brigðisstofnun-
ar Suðurnesja.
Á fundinum kom fram að hann
hefði átt fyrstu viðræður við heil-
brigðisráðherra, sem vilji gjarn-
an ræða hlutverk sveitarfélaga í
stjórn heilsugæslunnar og aðkomu
þeirra að stjórnun sjúkrastofnana
á landsbyggðinni.
- skó
Hefur rætt við ráðherra:
Vilja taka yfir
heilsugæsluna
DANMÖRK Stóru bókaforlögin í Danmörku og bóka-
söfnin eru í þann veginn að ná samkomulagi um
útlán rafbóka. Samkvæmt frétt á vef Politiken snú-
ast samningaviðræðurnar nú um að neytendur
geti á einum stað fundið allar rafbækur sem hægt
er að fá lánaðar.
Útgefendur hafa verið óánægðir með fyrir-
komulag bókasafnanna, eReolen, sem snýst meðal
annars um að forlag og höfundur fái greitt í hvert
skipti sem bók er lánuð út en hundruð manna geta
í raun fengið lánaða vinsæla bók samtímis. Útgef-
endur drógu sig út úr þessu samstarfi í fyrra-
sumar. Þeir voru þeirrar skoðunar að útlán á vin-
sælustu titlunum drægju úr möguleikanum á að
skapa markað fyrir rafbækur í Danmörku.
Útgefendur vildu að bókasöfn keyptu rétt
til útláns á bók fjórum sinnum og svo aftur
fjórum sinnum. Það hefði getað þýtt biðröð
eftir vinsælum bókum eins og nú er raunin
með prentaðar bækur, að því er segir í
frétt Politiken.
Bókaforlögin tóku í fyrrasumar um
2.500 titla úr eReolen og mynduðu í stað-
inn þjónustuna eBib sem þýddi að bóka-
söfn urðu að kaupa útlánsrétt. Bóka-
söfnin í Kaupmannahöfn og Árósum
hafa ekki verið með í útlánsþjónustu
bókaforlaganna. - ibs
Bókaforlög og bókasöfn í Danmörku hafa verið ósammála um hvernig ganga skuli um rafbækur:
Reyna til þrautar að semja um útlán rafbóka
SÍÐA ÚR RAF-
BÓK Deilu útgef-
enda og bóka-
safna í Danmörku
um rafbækur er
að ljúka.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BERTEL
HAARDER
ÁRNI SIGFÚSSON
VEISTU SVARIÐ?