Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2014, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 25.04.2014, Qupperneq 12
25. apríl 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 MUNKUR Á BÆN Í SUÐUR-KÓREU Við höfnina í Jindo í Suður-Kóreu, þangað sem ferð ferjunnar Sewol sem fórst í síðustu viku var heitið, sat þessi munkur í gær og bað guði sína um að þeir farþegar ferjunnar sem enn er saknað væru heilir á húfi eftir allt saman. BRÚARVIÐGERÐ Í VÍETNAM Verkamenn hafa undanfarið unnið að viðgerð á þessari gömlu járnbrautarbrú í Hanoí, höfuðborg Víetnams. Brúin var reist seint á 19. öld, þegar Frakkar réðu ríkjum í Víetnam. NORDICPHOTOS/AFP SORG Í BANGLADESS Efnt var til mótmæla í Bangladess í gær, þegar rétt ár var liðið frá því að 1.138 manns létu lífið þegar bygging hrundi til grunna í úthverfi höfuðborgarinnar Daka. Í byggingunni voru fataverksmiðjur, þar sem framleidd voru föt meðal annars fyrir þekktar vestrænar verslunarkeðjur. NORDICPHOTOS/AFP SPRENGJULEIT Í KENÍA Lögregluþjónar í Naíróbí, höfuðborg Kenía, stöðva för fólks á meðan leit stóð yfir að sprengiefnum í bifreið, daginn eftir að önnur bílasprengja sprakk með þeim afleiðingum að tveir lögreglumenn létu lífið. RAÐA RIFFLUM Í KÍNA Kínverskur heiðursvörður býr sig undir heimsókn Margrétar Danadrottningar, en Xi Jinping Kínaforseti tók á móti henni í Peking í gær. ÁSTAND HEIMSINS 1 1 4 4 5 5 2 2 3 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.