Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2014, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 25.04.2014, Qupperneq 14
BÝÐUR ÞITT FYRIRTÆ Aðgengi skiptir máli! Á Íslandi eru u.þ.b. 7.000 einstaklingar í hjólastól og meðaltal nærfjölskyldunnar eru 15 einstaklingar. þetta eru um 112.000 einstaklingar, eða ríflega 1/3 hluti þjóðarinnar. Slæmt aðgengi snertir því þriðjung þjóðarinnar! Við getum ráðlagt þér að kostnaðarlausu um einfaldar og auðveldar lausnir til að bæta hjólastólaaðgengi. Sjá Facebook: Aðgengi skiptir máli. Guðjón Sigurðsson Starfsmaður OR og formaður MND félagsins. Giftur, á 3 dætur, tvo tengdasyni, foreldra, tengdafor- eldra, bróður, 10 mága, mágkonur, og svilfólk, 3 móðursystkini og maka og 13 systkinabörn. Samtals 36 í nærfjölskyldunni. Lárus H. Jónsson Á 2 börn, 1 tengdason, foreldri, 5 systkini, 3 mága og mágkonur og 19 systkinabörn. Samtals 31 í nærfjölskyldunni. Ingunn Jónsdóttir MA í Mannauðsstjórnun og kennaramenntuð. Á eitt barn, foreldra, afa, bróður, mágkonu og 3 systkinabörn. Samtals 10 í nærfjölskyldunni. Jóhann Rúnar Kristjánsson Afreksmaður í íþróttum og þjónustufulltrúi hjá VSFK. Giftur, á 4 börn og eitt barnabarn, foreldra, tengdaforeldra, systur, 2 mága, 4 systkinabörn, 8 föður- og móðursystkini. Samtals 28 í nærfjölskyldunni. Samkvæmt byggingarreglugerð frá árinu 1979 ætti ekki að vera til almenningsstaður á Íslandi sem ekki er aðgengilegur öllum, hún hljóðar svona: 6.10.1.4. Aðkoma að opinberum byggingum, s.s. pósthúsum, verslunum, sjúkrahúsum, skólum, kirkjum, bókasöfnum, sundlaugum, leikhúsum, kvikmyndahúsum, bönkum, apótekum o.s.frv., skal vera þannig að unnt sé fyrir fólk í hjólastól að komast þar inn og út hjálparlaust.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.