Fréttablaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 25. apríl 2014 | SKOÐUN | 17
Opinn ársfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2014
Breytt stefna, bættir stjórn-
hættir, traustari fjárhagur
Orkuveita Reykjavíkur heldur opinn ársfund, á morgun, föstudaginn 25. apríl kl.
14:00-16:00 á Bæjarhálsi 1. Markmið fundarins er að auka gegnsæi í starfseminni
og stuðla að upplýstri umræðu um málefni fyrirtækisins.
Gildi Orkuveitu Reykjavíkur eru
framsýni, hagsýni og heiðarleiki.
Dagskrá
• Jón Gnarr borgarstjóri setur fund
• Eigendastefna og
sameignarsamningur
Dagur B. Eggertsson, formaður
eigendanefndar.
• Umbætur í stjórnháttum innan
Orkuveitu Reykjavíkur
Haraldur Flosi Tryggvason, formaður
stjórnar.
• Kvennakórinn Hrynjandi tekur
lagið
• Umhverfið og auðlindirnar
Hildigunnur H. Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri Þróunarsviðs.
• Stærsta hindrunin að baki
Bjarni Bjarnason forstjóri.
• Hvernig er eiginlega að vinna hjá
þessari Orkuveitu?
Hildur Ingvarsdóttir, forstöðumaður
viðhaldsþjónustu.
• Fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri verður Elín Smáradóttir
lögfræðingur.
Rekstur Orkuveitu
Reykjavíkur hefur
tekið stakkaskiptum á
síðustu árum. Ný lög
gilda um fyrirtækið og
eigendur hafa markað
því sameigin lega stefnu.
Stjórn fyrirtækisins hefur
skerpt á starfsreglum
sínum og stjórnháttum
en um áramót var
starfsemi Orkuveitu
Reykjavíkur skipt upp
í samkeppnisrekstur
og sérleyfisrekstur
að lagaboði. Á sama
tíma hefur verið glímt
við mikinn skulda- og
rekstrarvanda. Árangur
þeirrar baráttu hefur vakið
mikla athygli. Þetta verða
helstu umfjöllunarefni
opna ársfundarins 2014.
Fyrir rúmum 120 árum var
styttri vinnutími megin-
krafan í fyrstu kröfu-
göngunni sem farin var á
alþjóðlegum baráttudegi
verkafólks, 1. maí. Bar-
áttan fyrir mannsæmandi
vinnutíma hafði þegar
kostað blóðug átök – nú var
kominn vettvangur fyrir
launafólk að koma saman
og láta að sér kveða. Smám
saman varð 1. maí að þeim
alþjóðlega baráttudegi sem
við tökum stolt þátt í hér á landi.
Við minnumst þess að réttindin
sem við njótum í dag eru til komin
vegna fórna þeirra sem á undan
okkur gengu. Þess vegna er 1. maí
frídagur – þess vegna förum við í
kröfugöngu á þessum degi.
Blóðug átök og verkföll
Upphaf þess að 1. maí var gerður
að alþjóðlegum baráttudegi verka-
fólks má rekja til kröfu banda-
ríska verkalýðssambandsins um
átta tíma vinnudag seint á 19. öld.
Vinnudagurinn var bæði langur
og strangur, tíu tímar hið minnsta,
og þessari kröfu hafði lengið verið
haldið á lofti. Þann 1. maí árið 1886
lögðu hundruð þúsunda
manna niður störf víðs
vegar um Bandaríkin til að
leggja áherslu á kröfuna
um átta stunda vinnudag.
Æ fleiri bættust í hópinn á
næstu dögum og í Chicago
kom til blóðugra átaka
milli lögreglu og almenn-
ings á samstöðufundi á
Haymarket-torginu. Mann-
fall varð í röðum beggja og
fjöldi særðist.
Bandaríska verkalýðs-
sambandið hélt baráttunni áfram
og ákvað að 1. maí yrði helgaður
kröfunni um átta tíma vinnudag,
boðað var til verkfalla um ger-
vallt landið á þessum degi árið
1890. Fulltrúar á þingi Annars
alþjóðasambandsins, sem haldið
var í París 1889 á aldarafmæli
frönsku byltingarinnar, tóku upp
þessa kröfu og boðuðu til aðgerða
á þessum degi 1890. Skorað var á
verkalýðssamtök og verkafólk um
allan heim að taka þátt. Þann 1.
maí 1890 voru kröfugöngur farnar
víða bæði í Bandaríkjunum og í
Evrópu í fyrsta skipti á þessum
merka degi í sögu verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Er þörf á því að hafa opið?
1. maí hefur verið lögskipaður frí-
dagur á Íslandi frá árinu 1966 og
flestir sem eru við störf á þessum
degi vinna við að tryggja öryggi
og velferð okkar hinna eða sinna
þeim sem þurfa aðstoðar við. Ég
segi flestir því það hefur færst í
aukana að verslanir og þjónustu-
aðilar hafi opið. Rauðir dagar eru
frídagar og á það alveg eins við um
alþjóðlegan baráttudag verkafólks
og um annan dag páska, þegar
margar verslanir voru lokaðar í
höfuðborginni eins og eðlilegt er.
Er þörf á því að hafa svona margar
verslanir opnar á þessum degi
sem helgaður er baráttunni fyrir
réttindum launafólks? Höfum við
kannski gleymt því um hvað þessi
dagur snýst?
Sjáumst í göngunni!
Hér á landi var kröfuganga 1. maí
farin í fyrsta skipti árið 1923.
Þetta var á virkum degi og þurfti
fólk að taka sér frí úr vinnu til að
taka þátt. Kröfurnar voru margvís-
legar, sumar endurspegluðu stöðu
þjóðfélagsmála á þessum tíma en
aðrar voru gamalkunnar, eins og
segir í umfjöllun um þennan dag í
sögu ASÍ. Í áranna rás hafa komið
fram nýjar kröfur, en í grunninn
eru þær alltaf eins.
1. maí er og hefur ætíð verið bar-
áttudagur fyrir réttindum launa-
fólks – dagur aðgerða þegar fólk
kemur saman til að sýna mátt
sinn og megin. Þótt ýmislegt hafi
áunnist á síðustu áratugum er enn
margt sem við þurfum að huga að
og mikilvægt að halda baráttunni
áfram. Í ár er yfirskrift 1. maí
„Samfélag fyrir alla“. Nú beinum
við kröftum okkar að því að berjast
fyrir samfélagi jafnréttis og jafnra
tækifæra.
Ég skora á verslunareigendur
að hafa lokað þann 1. maí og taka
þátt í baráttunni. Við viljum öll það
sama – betri kjör og mannsæmandi
líf fyrir alla. Sjáumst í göngunni!
Af hverju 1. maí?
Evrópska heila-
r á ð i ð ( T h e
European Brain
Council), sem
hefur aðsetur í
Brussel og var
stofnað ár ið
2002, hefur til-
nefnt árið 2014
sem ár heilans.
Yfir 200 fag- og
sjúklingasam-
tök víðs vegar
í Evrópu styðja
ár heilans. Sam-
kvæmt heima-
síðu ráðsins eru
engin íslensk
samtök þar á meðal. Tauga-
vísindafélag Íslands kemur
þó að átakinu sem meðlimur í
evrópskum samtökum taugavís-
indafélaga (FENS).
Markmiðið með ári heilans er
meðal annars að vekja athygli á
mikilvægi heilahreysti og þeim
gríðarlega kostnaði sem hlýst af
ýmsum langvinnum og erfiðum
heilasjúkdómum.
Það sem af er 2014 er áætlað
að sá kostnaður í Evrópu einni
saman sé næstum 200 milljarðar
evra. Þessi kostnaður mun aukast
hratt enda hækkar sífellt hlutfall
eldri borgara. Lífslíkur aukast
svo enn þrátt fyrir að hafa þegar
þrefaldast í hinum vestræna
heimi á undanförnum þremur
öldum. Í byrjun 20. aldar þótti
fólk mjög fullorðið um sjötugt og
einungis 1% kvenna og enn færri
karlar lifðu í heila öld. Tölu verðar
líkur eru hins vegar á að þeir sem
fæðast um þessar mundir nái 100
ára aldri. Í Bretlandi hefur til
dæmis verið áætlað að líkur þess
að stúlkubörn sem fæddust árið
2011 verði 100 ára séu um 30%.
Heilahreysti
Mikilvægi heilsuræktar og
hollrar fæðu fyrir líkamlega
hreysti er öllum kunnugt þótt
okkur gangi misvel að haga lífi
okkar í samræmi við þá þekk-
ingu. Stundum er svo eins og það
gleymist að heilinn sé hluti lík-
ama okkar og að honum verði að
sinna. Það er líkt og enn ríki nokk-
urs konar tvíhyggja þegar kemur
að hugrænni heilsu. Áður var
aðskilnaður milli hugar og heila
en nú er aðskilnaður milli heila og
líkama! Hversu mörg ykkar hafið
heilahreysti í huga þegar þið ham-
ist á hlaupabrettinu í ræktinni?
Sennilega of fá og það er miður
því staðreyndin er auðvitað sú að
heilahreysti er grundvöllur hug-
rænnar heilsu. Og hugræn heilsa
skiptir höfuðmáli fyrir lífsgæði.
Gleymum því ekki að það sem er
gott fyrir líkamann er einnig gott
fyrir hugann, til dæmis regluleg
hreyfing, hollt fæði, góður svefn
og andlegt jafnvægi.
Ef við hugsum ekki vel um
heilann eru minni líkur á því að
okkar bíði góð efri ár. Ef fleiri
hefðu þessa staðreynd ávallt í
huga værum við ef til vill dug-
legri að huga vel að heilahreysti
strax í byrjun fullorðinsáranna
þegar mamma og pabbi sleppa
af okkur hendinni. Hér er gott að
hafa í huga orð spænska taugavís-
indamannsins Ramón y Cajal sem
fékk Nóbelsverðlaunin í læknis-
fræði árið 1906. Hann sagði:
Kjósi hann það getur sérhver
maður mótað sinn eigin heila.
Að lokum
Í ljósi hækkandi aldurs þjóðarinnar
og þess hversu þungbærir heila-
sjúkdómar eru fyrir sjúklinga og
aðstandendur þeirra þarf almenn
fræðsla um heilahreysti og hug-
ræna heilsu að vera töluvert fyr-
irferðarmeiri. Hún ætti að vera
forgangsverkefni í lýðheilsu og
heilsueflingu meðal almennings.
Gaman væri að sjá íslensk heil-
brigðisyfirvöld setja þetta í for-
gang nú á ári heilans.
Sjá tengt efni á vefnum heila-
hreysti.is.
2014: Ár
-heilans
í Evrópu VERKALÝÐS-BARÁTTA
Ólafía B.
Rafnsdóttir
formaður VR
➜ Er þörf á því að hafa
svona margar verslanir
opnar á þessum degi sem
helgaður er baráttunni
fyrir réttindum launafólks?
Höfum við kannski gleymt
því um hvað þessi dagur
snýst?
HEILBRIGÐIS-
MÁL
María K.
Jónsdóttir
Ph.D., sér fræðingur
í klínískri tauga-
sálfræði LSH–
Landakoti