Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2014, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.04.2014, Qupperneq 18
25. apríl 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 28. apríl klukkan 13.00. Guðrún Rósa Michelsen Ulf Löndahl Lilja Dóra Michelsen Sigurður Þorsteinsson Frank Úlfar Michelsen Inga Sigríður Magnúsdóttir Hlynur Jón Michelsen Anna Birna Michelsen barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR Hlíðarvegi 57, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 16. apríl verður jarðsungin frá Garðakirkju miðvikudaginn 30. apríl klukkan 13.00. Árni Björgvinsson Jenny Sigmundsdóttir Ragnhildur Björgvinsdóttir Steingrímur Björnsson Líney Björgvinsdóttir Guðný Björgvinsdóttir Anton Örn Guðmundsson Páll Björgvinsson Áslaug Þormóðsdóttir Lára Magnúsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐLAUGSDÓTTIR (HANNA) andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 16. apríl. Jarðarför hennar fór fram í kyrrþey. Steinunn M. Þórketilsdóttir Ingimar Örn Jónsson Kristín Friðriksdóttir Stephen David Cato Sally Freyja Squires Michael Squires Emma Thorbjörg Cato Óskasteinar er nýútkomin söngvabók sem inniheldur safn söngtexta, auk nokkurra laga, eftir Hildigunni Hall- dórsdóttur. Bókinni fylgir geisla diskur með úrvali sönglaga úr bókinni. Út- gáfan er samvinnuverkefni afkomenda Hildigunnar – en að verkefninu unnu saman þrír ættliðir. Verkefnin voru fjölbreytt. Má þar nefna nótnaskrift, útsetningar, bókstafshljómasetningu, myndskreytingar og tónlistarflutn- ing auk annarrar umsýslu sem fylgir útgáfu á bók og geisladisk. Einn þeirra afkomenda Hildigunnar sem tóku þátt í þeirri vinnu var Hildi- gunnur Rúnarsdóttir tónskáld, sem segir ömmu sína kannski ekki hafa haft bein áhrif á það að hún valdi sér tónlist sem lífsstarf, en samt. „Amma var ein af þessum menntakonum í Reykjavík, næstum alla síðustu öld,“ segir Hildi- gunnur. „Hún var fædd 1912 og dó 1992, gekk í Kvennaskólann og lærði á píanó og barðist fyrir réttindum kvenna. Hún samdi nokkur lög og ofboðslega mikið af textum eins og til dæmis Óskasteina, Hér búálfur á bænum er og Foli, foli fótalipri. Hún hafði samt ekkert með það að gera að ég valdi tónlistina nema með því að styðja mig og okkur öll mjög dyggilega, vera dugleg að hvetja okkur áfram og mæta á flesta þá tónleika þar sem eitthvert okkar var að syngja eða spila.“ Lengi hefur staðið til að gera höfundar verki Hildigunnar skil en fjár- magnsskortur hamlaði því að af því gæti orðið. Skriður komst þó á verkefnið árið 2001 þegar þýska þungarokkshljóm- sveitin In Extremo gaf út breiðskífuna Sünder ohne Zügel. Á plötunni flytur hljómsveitin lagið Óskasteina, ungverskt þjóðlag við íslenskan texta Hildi gunnar. Í kjölfarið tóku ríflegar höfundar- greiðslur að berast inn á bankareikning. „Þetta var alveg magnað,“ segir Hildi- gunnur. „Sérstaklega vegna þess að við höfðum enga hugmynd um þetta fram- tak fyrr en peningarnir fóru að hrúgast inn á reikninginn hjá mömmu.“ Af því tilefni var stofnaður Minn- ingar sjóðurinn Óskasteinar sem stendur að þessari útgáfu en fjölskyldu- meðlimir sjá um allan tónlistarflutning á geisladiskinum. Myndirnar í bókinni eru eftir Hjördísi Ingu Ólafsdóttur, dóttur Hildigunnar. Í bókinni eru einn- ig fjögur ný lög eftir afkomendur Hildi- gunnar, þau Halldór Bjarka Arnarson og Hildigunni Rúnarsdóttur sem viður- kennir hlæjandi að nánast hver einasti meðlimur fjölskyldunnar leggi stund á tónlist. „Við erum fjögur systkinin og öll í tónlist, mamma var kórstjóri um tíma og svo eru það frændsystkini okkar, börnin þeirra og börnin okkar. Eina fólkið sem kom að gerð disksins og bókarinnar og ekki er afkomendur ömmu eru þrír makar fjölskyldumeð- lima.“ fridrikab@frettabladid.is Þrír ættliðir unnu saman að bók og diski Söngtextar og lög eft ir Hildigunni Halldórsdóttur eru komin út á bók og geisladiski undir nafninu Óskasteinar. Meðal fl ytjenda er Hildigunnur Rúnarsdóttir tónskáld, sem er barna- barn höfundarins, en öll vinna við útgáfuna var unnin af fj ölskyldumeðlimum. Á blaðamannafundi þýska tímaritsins Stern 25. apríl árið 1983 lýsti Dacre lávarður, frægur breskur sagnfræðingur, efasemdum um uppruna dagbóka Hitlers. Hann hafði stuttu áður staðfest að þær væru ósviknar og sannarlega dagbækur Hitlers. Tímaritið Stern hafði nokkrum dögum fyrr tilkynnt að fundist hefðu sex- tíu dagbækur skrifaðar af Hitler sjálfum frá 1932 til dauða hans 1945. Blaðamaður Stern sem komst yfir bækurnar sagðist hafa fundið þær á heylofti í Austur-Þýskalandi. Hafði hann uppi þá kenningu að dagbækurnar hefðu legið á loftinu síðan þýsk flugvél hrapaði í stríðslok með ýmis leynigögn úr híbýlum Hitlers í Berlín. Vegna efasemda Dacre voru bækurnar sendar í frekari rannsóknir og þá kom í ljós að pappírinn sem var notaður í þær var ekki framleiddur fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina, auk þess sem límið og blekið voru einnig mun nýrri. Texti bókanna var einnig fullur af rangfærslum. Síðar kom í ljós að dag- bækurnar höfðu verið keyptar af Konrad Kujau, sem hafði falsað þær listilega vel. Kujau fékk níu milljónir þýskra marka fyrir bækurnar. Blaðamaður Stern og falsarinn Kujau voru árið 1985 dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir svik og fölsun. Kujau nýtti sér síðar frægð sína og seldi falsanir á þekktum málverkum til dauðadags árið 2000. ÞETTA GERÐIST 25. APRÍL 1983 Upp kemst um fölsun dagbóka Hitlers MERKISATBURÐIR 1719 Skáldsagan Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe kemur út. 1915 Stórbruni verður í Reykja- vík er Hótel Reykjavík og ellefu önnur hús við Austurstræti, Póst- hússtræti og Hafnarstræti brenna. Tveir menn farast. 1926 Reza Khan er krýndur Reza Shah Pahlawi keisari Írans. 1944 - Óperettan Í álögum, eftir Sigurð Þórðarson og Dagfinn Sveinbjörnsson, frumsýnd. Þetta er fyrsta íslenska óperettan. 1953 Grein um byggingu kjarn- sýrunnar DNA birtist í vísinda- tímaritinu Nature. Höfundarnir eru Watson og Crick, sem síðar fá Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar. 1974 Nellikubyltingin hefst í Portúgal þar sem einræðisstjórn landsins er steypt af stóli. 1981 Yfir 100 starfsmenn kjarn- orkuvers verða fyrir geislun á meðan viðgerð stendur yfir í Tsu- ruga í Japan. 1991 Bifreið er ekið upp á Hvannadalshnúk í fyrsta skipti. 2005 Búlgaría og Rúmenía skrifa undir samning um inngöngu í ESB. 2009 Alþingiskosningar eru haldnar á Íslandi. HILDIGUNNUR HALLDÓRSDÓTTIR „Hún var fædd 1912 og dó 1992, gekk í Kvennaskólann og lærði á píanó og barðist fyrir réttindum kvenna,“ segir barnabarnið Hildigunnur Rúnars- dóttir um ömmu sína. H IL D IG U N N U R R Ú N A R SD Ó T TI R Sönghópur Átthagafélags Vestmanna- eyinga á Reykjavíkursvæðinu, sem gengur undir nafninu ÁtVR, heldur vortónleika sína í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á morg- un klukkan 15. Tónleikarnir eru að stórum hluta tileinkaðir skáldinu og lagahöfundinum Ása í Bæ, í tilefni af því að þann 27. febrúar síðastliðinn voru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Einnig verða flutt lög annarra höf- unda. Ási samdi mörg ljóð við lög Oddgeirs Kristjánssonar á árunum 1950 til 1965 vegna Þjóðhátíðar Vestmannaeyja. Hann samdi einnig þó nokkuð af lögum sjálfur við eigin texta og þar á meðal nokkur þjóðhátíðarlög á tímabilinu frá 1970-1985. Á tónleikunum verða meðal annars flutt lög hans Herjólfsdalur og Sævar í Gröf í glænýjum kórútsetn- ingum. Með Sönghóp ÁtVR leikur fjög- urra manna hljómsveit. ÁtVR minnist Ása í Bæ með tónleikum Sönghópurinn ÁtVR heldur á morgun tónleika í Kirkju Óháða safnaðarins þar sem áhersla verður lögð á lög Ása í Bæ í tilefni 100 ára afmælis hans 27. febrúar síðastliðinn. ÁTVR Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu heldur tónleika á morgun. M YN D Í EI N KA EI G U

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.