Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2014, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 25.04.2014, Qupperneq 30
FRÉTTABLAÐIÐ Heilsa og Tíska. Dagur í lífi Hildar Hilmarsdóttur. Samfélagsmiðlarnir. 8 • LÍFIÐ 25. APRÍL 2014 Vorlína Karbon eftir Bóas Krist- jánsson var sýnd í París í kring- um tískuvikuna og var seld í 12 verslanir víðs vegar um heim- inn. Nafnið á línunni, Karbon, er vísun í aðalbyggingarefni alls lífs og notast Bóas við spennandi vist- væn hráefni í nýju línunni sem dýpri tengingu við náttúruna. Hrá- efnið sem notað er í boli og klúta er unnið úr lífrænni mjólk. „Þetta er unnið úr ákveðnum próteinum sem eru í raun það sama og notað er í mjólkurhristing. Ég er einnig með skyrtur úr vist vænum efnum. Svo er íslenskt kálfaleður í jökkum og lambaleður, laxa roð og kálfaleður í vestunum,“ segir Bóas Kristjánsson aðspurður um nýju línuna. Viljir þú vita nánar um vörulínuna er hægt er að hafa samband í gegnum póst; boas- kristjanson.com eða Facebook/ boaskristjanson. TAKTU EFTIR KARBON! Bóas notast við vist- væn efni í línu sinni Karbon og nær þannig dýpri teng- ingu við náttúruna. Vorlínan fékk góðar viðtökur er hún var sýnd í París í kringum tískuvikuna í byrjun árs og seld til tólf verslana víðs vegar um heiminn. HEILSA FJÖLBREYTTIR OG HEILSUSAMLEGIR SUMARDRYKKIR Heilsutorg.is inniheldur ýmsar sniðugar uppskriftir og fróðleik um heilsu. Lífi ð fékk leyfi til að birta girnilegar uppskriftir að heilsudrykkjum fyrir sumarið. Bláberjaþeytingur Frábær leið til að hefja daginn og styrkja sig áður en farið er í vinn- una. ½ bolli frosin eða fersk bláber ½ bolli vanillu- eða bláberjaskyr 2 matskeiðar vanilluís 1 matskeið grófar kókosflögur Smávegis léttmjólk, D-vítamínbætt að sjálfsögðu 3-4 ísmolar Öllu skellt í blandarann og voila! Græna basabomban 250 ml kókosvatn 1 hnefi spínat ¼ stk. agúrka, skorin í litla bita 1 hnefi alfalfaspírur Ferskur kóríander 2 stönglar fersk minta 2 stönglar fersk basilíka ¼ límóna, afhýdd 1 tsk. grænt duft 1 avókadó, afhýtt og skorið í bita Setjið allt í blandarann og blandið vel saman. Ef þið viljið hafa þeyt- inginn kaldan, setjið þá nokkra klaka í hann. Jarðarberja- og hamppróteindrykkur 18,1 g prótein, 39 g kolvetni, 9,8 g fita (323 kcal.) 2 dl frosin jarðarber 1 banani, vel þroskaður og ekki verra ef hann er frosinn 30 g hampprótein 2 dl möndlumjólk Vatn og ísmolar ef þarf Öllu blandað vel saman. Spínat- og grænkáls- þeytingur 4,67 g prótein, 47,9 g kolvetni, 3,25 g fita (238 kcal.) Þessi drykkur er mjög frískandi og bragðgóður og gott að byrja dag- inn á einum slíkum. Ekki láta inni- haldið hræða ykkur, drykkurinn mun án efa koma ykkur á óvart en bananinn og peran gefa mjúkt og sætt bragð auk þess sem kórían- derinn gefur ferskt og örlítið krydd- að sítrusbragð. Drykkurinn er stút- fullur af vítamínum og andoxunar- efnum og ætti að gefa ykkur gott start inn í daginn. 1 vel þroskaður banani, ekki verra ef hann er frosinn 1 þroskuð pera Góða lúka af spínati, u.þ.b. 30 g 3-4 stilkar af grænkáli, u.þ.b. 30 g 2 dl möndlumjólk (200 ml) Kóríander eftir smekk, ég set alveg slatta enda gott og frískandi sítrus- bragð af kryddjurtinni. Allt sett í blandarann og blandað þar til silkimjúkt og fallegt. World Class BerjaBomba (Berjabomba Unnar) 100% hreinn trönuberjasafi (eða kókossafi) ½ bolli af ferskum bláberjum ½ bolli af ferskum jarðarberjum ½ banani 1 bolli ísmolar Hrærið vel saman og njótið! HÁGÆÐA HÚÐVÖRUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Á FRÁBÆRU VERÐI. ENGIN ILM- EÐA LITAREFNI. FÁST NÚ Í APÓTEKUM BREYTT ÚTLIT Á A+ VÖRUNUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.