Fréttablaðið - 25.04.2014, Page 34

Fréttablaðið - 25.04.2014, Page 34
Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn. BLOGGARINN SÆNSK STEMNING Í MÁLI OG MYNDUM Hanna Stefansson Hanna.metromode.se Sænski bloggarinn Hanna Stefansson nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu og víðar. Hún er með skemmtilegan fata- stíl, ófeimin við að fara ótroðnar slóðir í fatavali en heldur þó í hinn klassíska skandinavíska stíl. Hún er nemi, búsett í Gautaborg og tekur fallegar myndir af umhverfinu og af mat. Kærasti hennar og sambýlismaður, John, er einnig fastur gestur á blogginu en klæðaburður hans getur veitt herramönnum innblástur þar sem hann er smekkmaður. Skemmtilegt blogg til að fylgjast með. Stockholm Streetstyle Facebook.com/stockholm- streetstyle Facebook-síða vefsíðunnar Stockholm Streetstyle er mjög virk en þar koma inn nýjustu götutískumyndirnar af síðunni sjálfri. Tískubloggarinn Caro- line Blomst og ljósmyndarinn Daniel Troyse halda síðunni úti. Þau flakka á milli tískuvikna og mynda vel klædda einstak- linga og flakka um helstu borg- ir Evrópu og fanga götutískuna. Góður innblástur á metnaðar- fullri síðu. Mini Rodini pinterest.com/minirodini Barnafatamerkið Mini Rodini heldur úti öflugri Pinterest-síðu þar sem hægt er að fylgjast með því nýjasta sem er að gerast hjá merk- inu hverju sinni. Merkið hefur notið mikilla vinsælda fyrir fallegan og öðruvísi barnafatnað og barna- húsbúnað, til dæmis skemmti legan rúmfatnað. Merkið er þekkt fyrir að taka flottar myndir fyrir fatalínur sínar sem má sjá á síðunni. Ostwald Helgason Instagram.com/ostwald- helgason Fylgstu með hálfíslenska hönnunar- dúóinu Ostwald Helgason á Insta- gram og fáðu ævintýri þeirra beint í æð. Þau Ingvar Helgason og Sus- anne Ostwald eru rísandi stjörnur í tískuheiminum og dugleg að upp- lýsa aðdáendur sína á Instagram. Fallegur fatnaður, baksviðs myndir frá vinnustofum, tískusýningum og annað skemmtilegt frá Ostwald Helgason.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.