Fréttablaðið - 25.04.2014, Síða 50

Fréttablaðið - 25.04.2014, Síða 50
25. apríl 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34 Ég hef látið mig hafa það að klæðast þessu þó þetta sé forljótt. Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík. ÚRSLIT OLÍS-DEILD KARLA VALUR - ÍBV 28-24 Valur - Mörk (skot): Finnur Ingi Stefánsson 6/4 (8/4), Geir Guðmundsson 6 (11), Atli Már Báruson 5 (5), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Alexander Örn Júlíusson 3 (4), Elvar Friðriksson 3 (9), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Guðmundur Hólmar Helgason 1 (3), Daníel Ingason (1), Vignir Stefánsson (2). Varin skot: Hlynur Morthens 19 (43/2, 44%). Hraðaupphlaup: 5 (Finnur, Geir 2, Orri, Ægir ) Fiskuð víti: 4 ( Orri Freyr 2, Elvar 2) Utan vallar: 8 mínútur. ÍBV - Mörk (skot): Theodór Sigurbjörnsson 5/2 (7/2), Sindri Haraldsson 4 (4), Grétar Þór Eyþórs- son 4 (6), Agnar Smári Jónsson 4 (7), Magnús Stefánsson 3 (7), Svavar Grétarsson 1 (1), Einar Gauti Ólafsson 1 (1), Guðni Ingvarsson 1 (3), Róbert Aron Hostert 1 (5), Hallgrímur Júlíusson (1), Dagur Arnarsson (5). Varin skot: Kolbeinn Aron Ingibjargarson 7 (23/2, 30%), Henrik Vikan Eidsvag 4 (16/2, 25%). Hraðaupphlaup: 8 (Theodór 2, Sindri, Grétar 3, Agnar, Einar ) Fiskuð víti: 2 ( Sindri, Agnar Smári ) Utan vallar: 10 mínútur. Staðan í einvíginu er 1-1. FH - HAUKAR 22-19 FH - Mörk (skot): Sigurður Ágústsson 5 (7), Einar Rafn Eiðsson 5 (8), Ásbjörn Friðriksson 5/1 (9/2), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ísak Rafnsson 2 (9), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (1), Magnús Óli Magnússon 1 (3). Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 17/2 (36/3, 47%). Hraðaupphlaup: 2 ( Ragnar, Benedikt ) Fiskuð víti: 2 (Sigurður Ágústsson 2) Utan vallar: 14 mínútur. Haukar - Mörk (skot): Sigurbergur Sveinsson 6/1 (9/3), Tjörvi Þorgeirsson 5 (10), Árni Steinn Steinþórsson 4 (8), Elías Már Halldórsson 2 (7), Jón Þorbjörn Jóhannsson 1 (1), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (6/1), Einar Pétur Pétursson (1), Þröstur Þráinsson (1), Adam Haukur Baumruk (1). Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 11/1 (22/2, 50%), Giedrius Morkunas 7 (18, 39%), Hraðaupphlaup: 0 Fiskuð víti: 4 (Sigurbergur, Árni, Elías, Þórður) Utan vallar: 12 mínútur. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir FH. OLÍS-DEILD KVENNA VALUR - ÍBV 21-17 Valur - Mörk (skot): Kristín Guðmundsdóttir 5/4 (9/5), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (7), Bryndís Elín Wöhler 3 (4), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (6), Morgan Þorkelsdóttir 2 (4), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (5), Sigurlaug Rúnarsdóttir 1 (1), Karólína Bærhenz Lárudóttir 1 (1). Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 16 (31/3, 52%), Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir (2/1, 0%). Hraðaupphlaup: 2 ( Rebekka, Karólína) Fiskuð víti: 5 (Kristín, Anna 2, Morgan 2) Utan vallar: 2 mínútur. ÍBV - Mörk (skot): Vera Lopes 8/4 (14/4), Ester Óskarsdóttir 3 (12), Telma Silva Amado 2 (2), Sandra Dís Sigurðardóttir 2 (4), Kristrún Ósk Hlynsdóttir 1 (1), Díana Dögg Magnúsdóttir 1 (3) Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 16/1 (36/4, 44%) Hraðaupphlaup: 1 ( Kristrún Ósk Hlynsdóttir ) Fiskuð víti: 4 (Vera 3, Díana) Utan vallar: 4 mínútur. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Val. MMA Gunnar Nelson mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan fjög- urra bardaga samning við UFC- bardagadeildina. Munnlegt sam- komulag hefur náðst um nýjan samning að sögn Haraldar Dean Nelson, föður og umboðsmanns Gunnars. „Viðræðum er nú lokið og munn- legt samkomulag er í höfn,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablað- ið í gær. Gunnar á þó einn bardaga eftir af núverandi samningi sínum en hann hefur unnið þrjá fyrstu bardaga sína í UFC. „Þeir komu til okkar og vildu framlengja samninginn strax, eins og algengt er þegar einn bardagi er eftir. Það sýnir hversu ánægðir þeir eru með Gunnar, enda hefur hann staðið sig vel,“ sagði Haraldur en Gunnar er enn taplaus í þrettán MMA-bardögum á ferlinum. „Allt ferlið gekk mjög vel og helst að togast var á um einhver smáatriði,“ segir Haraldur, sem á von á því að skrifað verði undir nýja samninginn í næstu viku. Samtímis verður einnig að vænta tíðinda af næsta bardaga Gunnars en líklegt er að hann fari fram í Dublin á Írlandi þann 19. júlí. „Við höfum margoft óskað eftir því að komast á þetta „card“ og hefur UFC veitt vilyrði sitt fyrir því. En það er enn verið að skoða þessi mál og er von á endanlegri niðurstöðu í næstu viku,“ segir Haraldur. Gunnar er með írskan þjálf- ara og hefur oft barist þar í landi. Hann hefur sjálfur greint frá því í viðtali við Fréttablaðið að margir þar í landi telji að Gunnar sé írskur. „Hann á mjög stóran hóp stuðn- ingsmanna á Írlandi sem hafa lagst í ýmiss konar herferðir til að fá UFC til að fá Gunnar til Dublin í sumar. Ég hef enga trú á öðru en að UFC hlusti á þær raddir enda á Dana White [forseti UFC] sjálfur ættir að rekja til Írlands.“ - esá Samkomulag í höfn um nýjan samning Gunnar Nelson hefur margoft óskað eft ir því að fá að berjast á UFC-kvöldi í Dublin á Írlandi þann 19. júlí. YFIRBURÐIR Gunnar vann síðast sigur á Rússanum Omari Akhmedov með heng- ingu strax í fyrstu lotu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Fram hafnar í 8. sæti Fram er stærsta spurningamerkið fyrir tímabilið enda kemur liðið gríðarlega mikið breytt til leiks, með nýjan þjálfara og nýja stefnu í sínum knattspyrnu- málum. Bjarni Guðjónsson var ráðinn þjálfari Framara en hann hefur ferilinn hjá einu stærsta félagi landsins, sem fagnaði loksins titli í fyrra þegar liðið varð bikarmeistari eftir 23 ára eyðimerkurgöngu. Bjarni hefur algjörlega breytt liðinu hjá Fram og fékk til sín mikið af ungum strákum og mikið af leikmönnum sem spilað hafa í neðri deildum. Verkefnið er virkilega spenn- andi í Safamýrinni en svo á eftir að sjá hvort það gangi upp þar sem hópurinn er nýr og þjálfarinn reynslulaus. Frammistaða Ögmunds Kristinssonar síðasta sumar var ein helsta ástæða þess að Fram hélt sæti sínu í deildinni en liðið fékk á sig langfæst mörkin af liðunum í kringum sig í fallbaráttunni ásamt Ólsurum. Ögmundur hefur sýnt undanfarin tvö sumur að hann er orðinn einn af albestu markvörðum deildarinnar enda ekki að ástæðulausu að erlend lið báru víurnar í hann. Það var einfaldlega óheppni hjá honum að meiðast þannig ekkert varð úr yfirvofandi félagaskiptum. Alexander Már Þorláksson (ÍA) Ásgeir Marteinsson (HK) Einar Bjarni Ómarsson (KV) Einar Már Þórisson (KV) Guðm. Magnússon (Víkingi Ó.) Guðm. St. Hafsteinsson (Vík Ó.) Hafsteinn Briem (Haukum) Hafþór Mar Aðalgeirsson (Völs.) Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA) Ósvald Jarl Traustason (Breiðabl.) Tryggvi S. Bjarnason (Stjörnunni) FYLGSTU MEÐ ÞESSUM: Arnþór Ari Atlason: Strákur fæddur 1993 sem hefur slegið í gegn í vetur. Fljótur og hæfileikaríkur og getur leyst margar stöður. Bjarni Guðjónsson er 35 ára gamall og á sínum fyrsta ári sem þjálfari. Hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR á síðasta tímabili. SPORT 1. sæti - ??? 2. sæti - ??? 3. sæti - ??? 4. sæti - ??? 5. sæti - ??? 6. sæti - ??? 7. sæti - ??? 8. SÆTI - FRAM 9. sæti - Keflavík 10. sæti - Víkingur 11. sæti - Fylkir 12. sæti - Fjölnir GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL > 2008 (3. sæti) - 2009 (4. sæti) - 2010 (5. sæti) - 2011 (9. sæti) - 2012 (10. sæti) - 2013 (10. sæti) Íslandsmeistarar: 18 sinnum (síðast 1990) / Bikarmeistarar: 7 sinnum (síðast 2013) ➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ LIÐSTYRKURINN ★★★★★ HEFÐIN ★★★★★ ➜ Lykilmaðurinn ➜ Þjálfarinn ➜ Nýju andlitin ➜ Tölurnar í fyrra Mörk skoruð 6. sæti (1,7 í leik) Mörk á sig 1. sæti (1,1 í leik) Stig heimavelli 7. sæti (17 af 33, 51%) Stig á útivelli 1. sæti (26 af 33, 79%) HEFST 4. MAÍ Spá Fréttablaðsins KÖRFUBOLTI Það er komið að ögurstundu fyrir leikmenn Grindavíkur í lokaúrslitarimmu Dominos-deildar karla um Íslands- meistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leik liðanna í rimm- unni og með sigri í kvöld geta Reykvíkingar tryggt sér titilinn með því að vinna á heimavelli á mánudagskvöldið. „Við lítum á þennan leik sem algjöran lykilleik fyrir okkur,“ sagði Jóhann Árni Ólafsson, leik- maður Grindavíkur, við Frétta- blaðið í gær. Hann segir að hans menn eigi ýmislegt inni eftir slaka frammistöðu í fyrsta leik. „Í raun kom okkur á óvart hvað við áttum góðan möguleika á sigri miðað við hvernig við spiluðum. Við vorum enn í bullandi séns þegar fjórar mínútur voru eftir og höfðum þá spilað vel undir getu,“ segir Jóhann Árni. Grindvíkingar hafa notað vikuna til að undirbúa leikinn í kvöld en þó fyrst og fremst til að hvílast og safna kröftum. „Það voru mörg lítil atriði sem fóru úrskeiðis í fyrsta leiknum og þau má alltaf laga með meiri dugnaði og krafti. Við höfum engan áhuga á að lenda 2-0 undir og munum því leggja allt í sölurnar til að jafna rimmuna.“ Sokkarnir hafa hjálpað til Það hefur sífellt borið meira á því að körfuboltamenn klæðist svörtum sokkum og undirbuxum í leikjum í úrslitakeppninni og hefur borið mikið á því í liði Grinda víkur. Jóhann Árni er einn þeirra sem hafa notað þennan fatnað og segir það gert af illri nauðsyn. „Þetta eru svokallaðir „com- pression“-sokkar sem eiga að hjálpa manni að jafna sig á milli leikja,“ útskýrir Jóhann Árni. „Maraþonhlauparar hafa notað þetta mikið og mér skilst að þess- ari tækni hafi fleygt fram á síð- ustu árum,“ segir hann og bætir við að hann hafi í fyrstu ekki haft mikla trú á þessu. „Ég hef ekki haft mikla trú á svona löguðu en ég finn mikinn mun á mér eftir að ég byrjaði að nota þetta. Ég hef því látið mig hafa það að klæðast þessu þótt þetta sé forljótt,“ segir hann og hlær. Meðal annarra leikmanna sem hafa klæðst sokkunum eru Ólafur Ólafsson, Earnest Clinch, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Daníel Guðni Guðmundsson en framan af tímabili létu þeir nægja að nota búnaðinn á æfingum. „Það er nokkuð hár meðalaldur í liðinu og því hefur þetta hjálp- að við að koma mönnum í gang eftir erfiða leiki. En það hefur svo reynst vel að klæðast þessu í úrslitakeppninni með auknu leikja- álagi.“ Fær margar spurningar Jóhann Árni segir að sokkarnir og buxurnar hafi vakið mikið umtal. „Það er mikið spurt um þetta,“ segir hann í léttum dúr. „En það truflar mig ekki. Svo lengi sem þetta hjálpar okkur að vinna leiki þá skiptir útlitið mig engu máli.“ Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Jóhann Árni segir að Grindvíkingar muni ekki breyta neinu í sínum leik í kvöld og not- ast áfram við þau vopn sem hafi reynst liðinu vel í vetur. „Við höfum náð góðum árangri með okkar spilamennsku í vetur og breytum henni ekki úr þessu,“ sagði hann. eirikur@frettabladid.is Útlitið skiptir mig engu máli Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Grindavík líta á leikinn gegn KR í kvöld sem lykilleik í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Nokkrir leikmenn liðsins nýta sér nýjustu tækni til að jafna sig fyrr á milli leikja. Í SOKKUNUM Jóhann Árni segir að svokallaðir „compression“-sokkar geri það að verkum að hann nái sér fyrr eftir erfiða leiki. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÝRMÆTT Carlos Tevez fagnar marki sínu í 2-1 tapi gegn Benfica í Evrópu- deildinni. Þetta var fyrri leikur liðanna og mark Tevez því dýrmætt. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.