Fréttablaðið - 25.04.2014, Page 54
25. apríl 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38
FOUNDING
SPONSOR
20 22
N Í J Ú
42 0 1
M NIGHT SUN MUSIC FESTI LID VA
L ÍKAUGARDALUR REYKJAV
[UK]
[US]
[FR] [US]
...OG FJÖLDI ANNARA! MIÐASALA:
[IS] [US]
[UK]
[US]
[UK]
[IS] [UK]
THE [UK] [UK]
[IS]
[UK]
„Þetta er lengsti og umfangs-
mesti túr sem við höfum farið í
og við hlökkum mikið til,“ segir
Snæbjörn Ragnarsson, betur
þekktur sem Bibbi, bassaleikari
Skálmaldar. Sveitin heldur af stað
í tónleikaferðalag um Evrópu,
þar sem hún hitar upp fyrir eina
þekktustu þjóðlagaþungarokks-
hljómsveit í heimi, Eluveitie frá
Sviss. Um er að ræða 37 tónleika
í fjórtán löndum.
„Við fengum boð frá bókunar-
skrifstofunni okkar, Dragon Pro-
ductions, um að fara í þennan túr
og vorum heldur betur til í það,
þetta er risaband,“ segir Bibbi
spurður út í ferlið. Hann segist
hafa þekkt Eluveitie mjög vel
fyrir. „Ég hef vitað af bandinu
í svona tíu ár. Ég veit að hljóm-
sveitir bíða í röðum eftir því að
fá að fara á túr með þeim,“ bætir
Snæbjörn við.
Skálmaldarmenn eru um
þessar mundir lokaðir inni í
æfingarhúsnæði sínu við laga-
smíðar. „Við erum að semja á
fullu og ætlum að vera komnir
með plötu þegar við förum í
þennan túr.“ Skálmöld stefnir á
að gefa út nýja plötu í september-
eða októbermánuði. - glp
Lengsta tónleikaferðalagið til þessa
Hljómsveitin Skálmöld heldur af stað í langt og strangt tónleikaferðalag í haust.
Þar mun Skálmöld hita upp fyrir eina vinsælustu þjóðlagaþungarokksveit í heimi.
KLÁRIR Í SLAGINN Hljómsveitin Skálmöld spilar á 37 tónleikum í 14 löndum í
haust. MYND/LALLI SIG
„Tökurnar gengu alveg glimrandi
vel og við höfum verið í tökum
víðs vegar um heiminn,“ segir
leikarinn Ingvar E. Sigurðsson
en hann er nýkominn heim eftir
þriggja mánaða dvöl erlendis við
tökur á kvikmyndinni Everest.
Tökurnar á myndinni hafa farið
fram víða en á meðal tökustaða
eru Himalajafjöllin, ítölsku Alp-
arnir, Cinecittà-stúdíóið í Róm
og Pinewood-stúdíóið í London,
ásamt fleiri merkum stöðum.
„Ég var í þokkalegu formi
fyrir tökurnar en fór þó í nokkr-
ar fjallgöngur fyrir myndina og
var þjálfaður á Ítalíu og Íslandi
í því hvernig maður eigi að bera
sig að með allan búnaðinn. Þetta
voru oft erfiðar aðstæður og tók
mikið á,“ segir Ingvar spurður
út í erfiðið í tökunum. Eins og
gengur eru aðstæður oft ákaflega
erfiðar í slíkri háfjallagöngu og
er ekkert til sparað í tökunum.
„Það er þó gaman að takast á við
náttúru öflin þótt þau séu ekki
alltaf ekta.“
Eins og sönnum fjallagarpi
sæmir var Ingvar dúðaður í dún-
galla og gat því orðið ansi heitt
í kolunum. „Það var bæði heitt
og kalt, það gat verið kalt þegar
maður var í fjöllunum en mjög
heitt þegar maður var í stúdíó-
unum,“ bætir Ingvar við en hann
leikur rússneskan fjallgöngugarp
sem þekkir hlíðar Everest vel.
- glp
Erfi tt að glíma við náttúruöfl in
Ingvar E. Sigurðsson leikari er nýkominn til landsins eft ir tæplega þriggja
mánaða dvöl ytra þar sem hann var við tökur á stórmyndinni Everest.
INGVAR E. Nýkominn til landsins.
„Við erum að sprengja húsið utan af
okkur,“ segir Þorleifur Örn Arnars-
son leikstjóri en hann er um þessar
mundir að setja upp óperu Richards
Wagner, Lohengrin, í leikhúsinu í
Augsburg í Þýskalandi. Frumsýn-
ing verður þann þriðja maí.
„Þetta er gríðarlega stór sýning
sem við höfum verið að undirbúa
í marga, marga mánuði. Þeir hafa
aldrei framleitt svona stóra sýn-
ingu hérna,“ segir Þorleifur. Yfir
350 manns starfa að sýningunni,
sem er tæpar fimm klukkustundir
að lengd.
„Við erum með 100 manna sin-
fóníuhljómsveit, og það eru tæplega
120 manns á sviðinu þegar mest er.
Auk þess eru um 100 manns sem
vinna í húsinu, í tæknideild, bún-
ingadeild, ljósadeild, sminki, hári
og þar fram eftir götunum,“ bætir
Þorleifur við.
Þorleifur er þó ekki eini Íslend-
ingurinn sem kemur að sýningunni,
en um búninga sér Filippía Elís-
dóttir, Jósef Halldórsson sér um
leikmynd og Helena Stefánsdóttir
og Arnar Steinn Friðbjarnarson sáu
um að framleiða myndbönd sem
eru hluti af óperunni.
„Filippía hefur nú eiginlega ekki
sést í þær fimm vikur sem við
höfum verið hérna – hún hvarf inn
í búningadeildina. Það hefur verið
ótrúlegt að fylgjast með því, og það
sama á við um Jósef með leikmynd-
ina,“ segir hann, léttur í bragði.
„Þetta er pínulítið eins og að
stýra olíutankskipi yfir Atlants-
hafið – stundum áttar maður sig
á því að maður tók ákvörðun fyrir
þremur vikum sem maður getur
ekki auðveldlega dregið til baka
– því þegar sýning er svona stór í
sniðum er kannski búið að fram-
kvæma kraftaverk í millitíðinni.
Venjulega þegar ég leikstýri er ég
oft að breyta öllu fram á síðustu
stundu,“ útskýrir Þorleifur.
„Svo er Richard Wagner nátt-
úrulega eitt aðalóperutónskáld
Þjóðverja, þannig að maður er að
höndla með þeirra allra helgasta.“
Þorleifur sá fyrsta heildar rennslið
fyrr í vikunni og segist nokkuð
ánægður með útkomuna. „Þetta
er skemmtilegt. Við erum með 350
búninga held ég – það er ekki hægt
að láta fólk standa í sömu fötunum
í marga tíma á sviði, þannig að það
er nóg að gerast. Við erum með
þrjár heilar leikmyndir, tugi lítra
af blóði, vídjólistamenn og um það
bil 270 hárkollur!“ segir Þorleifur
að lokum og hlær. olof@frettabladid.is
Tugir lítra af blóði og
270 hárkollur á sviði
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri setur upp Lohengrin eft ir Wagner í Þýskalandi.
Að sýningunni, sem er tæplega fi mm klukkutímar, vinna um 350 manns.
HÖNDLAR MEÐ ÞAÐ ALLRA HEILAGASTA Þorleifur Örn frumsýnir Lohengrin eftir
Richard Wagner þann þriðja maí í Aubsburg í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
„Ég fæ mér að jafnaði bara gott
kaffi í morgunmat. Það jafnast ekk-
ert á við kaffi á fastandi maga.“
Hrafnkell Örn Guðjónsson, trommuleikari
Agent Fresco og Highlands.
MORGUNMATURINN
Þetta er pínulítið
eins og að stýra olíutank-
skipi yfir Atlantshafið–
stundum áttar sig á því
að maður tók ákvörðun
fyrir þremur vikum sem
maður getur ekki auð-
veldlega dregið til baka
– því þegar sýning er
svona stór í sniðum er
kannski búið að fram-
kvæma kraftaverk í
millitíðinni.