Fréttablaðið - 26.05.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 26.05.2014, Síða 8
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Lítur alltaf vel út. Líka í myrkri. Audi Q3 lýsir upp veginn í orðsins fyllstu merkingu með glæsilegum framljósum sem bregðast sjálfkrafa við breytingum á birtuskilyrðum. Þetta er enn eitt dæmið um þá stefnu Audi að láta útlit og innihald alltaf haldast í hendur. Audi Q3 kostar frá kr. 7.590.000. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, segir að vindorka sé endurnýjanleg og valdi litlu sem engu varanlegu tjóni á náttúrunni. „Á hinn bóginn virðist sem uppbygging vindorku hér á landi sé háð útflutningi raforku um sæstreng. Vindorkugarður upp á 200 MW dugar hvergi nærri til að fullnægja þeirri eftir- spurn á breska markaðinum sem sæstrengur á að anna og því spurning hvaðan afgangurinn af orkunni eigi að koma. Um það höfum við litlar upplýsingar í dag en ég bendi á að umhverfisráðherra túlkar lögin svo að virkjunarkostir í verndar- flokki verði sjálfkrafa metnir að nýju í næsta áfanga rammaáætlunar. Allt virðist því undir og þá er vindorkan bara agn, eins konar grænþvottur,“ segir Árni. Vindorkan háð útflutningi um sæstreng UMHVERFISMÁL Forsvarsmenn náttúruverndarsamtaka taka heilt yfir jákvætt í hugmyndir Lands- virkjunar um að reisa vindorku- garða á Íslandi. Landvernd telur, ef hugmyndir verða að veruleika að uppfylltum vissum skilyrðum, að kominn sé valkostur við stærri virkjanaframkvæmdir á hálendinu. Fréttablaðið greindi frá því í síð- ustu viku að Landsvirkjun undir- byggi nú mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs á Hafinu við Búrfell, þar sem þegar eru tvær vindmyllur sem reknar eru í rannsóknaskyni. Komið hefur í ljós að aðstæður á Íslandi eru óvenju hagstæðar fyrir raforkuvinnslu úr vindorku og telur fyrirtækið að allt að 200 megavött (MW) séu virkjanleg á svæðinu með vindorku. Til slíkrar raforku- vinnslu þyrfti 60 til 70 vindmyllur sem framleiða 3 til 3,5 MW hver, en slík uppbygging yrði alltaf í nokkr- um áföngum. Vindmyllurnar tvær á Hafinu eru samtals 1,8 MW, svo allt að 200 MW vindorkugarður er allstórt skref. Könnun Capacent Gallup í fyrra sýndi að ríflega 80 prósent aðspurðra voru fylgjandi því að reisa vindmyllur hér á landi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir í skriflegu svari til Frétta- blaðsins að Landvernd skilji þau tækifæri fyrir orkuöflun sem fel- ast í því að setja vindorkugarða í nágrenni vatnsaflsvirkjana. Mann- virki sem þessi hafi þó veruleg sjón- ræn áhrif á umhverfið. Hugmyndir Landsvirkjunar valda því að áhrif á svæðinu yrðu mikil. Á móti kemur að svæðið er þegar afar manngert, en almennt séð sé hálendið mjög viðkvæmt fyrir jafn umfangsmikl- um mannvirkjum sökum þess hve víða landslag er þar opið og víðsýnt. „Ef rammaáætlun og mat á umhverfisáhrifum leiða í ljós að hugmyndir Landsvirkjunar séu umhverfislega ásættanlegar og sýnt verður fram á þörf fyrir fram- leiðslu þessa rafmagns, sem ekki hefur enn verið gert, þá er vissu- lega kominn valkostur við jarð- varma- og vatnsaflsvirkjanir á svæðum inni á hálendinu. Lands- virkjun gæti þá auðveldlega horfið frá þeim áætlunum sínum, eins og Landvernd hefur ítrekað gert kröfu um,“ segir Guðmundur. svavar@frettabladid.is Valkostur við stærri virkjanir Landvernd telur að vindorkugarður geti verið valkostur við jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir á hálendinu. Standist vindorkugarður öll próf geti Landsvirkjun horfið frá áætlunum um stórtækari framkvæmdir. VINDORKUGARÐUR Erlendis standa vindmyllur oft úti í sjó eða við strönd, og eru umdeildar vegna sjónmengunar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ef rammaáætlun og mat á umhverfis- áhrifum leiða í ljós að hug- myndir Landsvirkjunar séu um- hverfislega ásættanlegar [...] þá er vissulega kominn valkostur við jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar MENNING Norrænu mannfræði- og kvikmyndasamtökin NAFA hyggjast halda kvikmyndahátíð á Ísafirði þann fjórða til sjötta júní næstkomandi. Kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega frá 1979 víðs vegar um heiminn en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin á Ísafirði. Sýndar verða 23 kvikmyndir frá öllum heimshornum á hátíðinni. Þæer eru valdar af sérstakri val- nefnd en um 300 umsóknir bárust um þátttöku. Hátíðin er opin öllum og aðgangur er gjaldfrjáls. - ssb 34. kvikmyndahátíð NAFA: Slá upp hátíð á Ísafirði í júní SAMFÉLAG Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) veitti Pawel Bartoszek og Rannsóknar- setri um Nýsköpun og Hagvöxt (RNH) Frelsis- verðlaun Kjart- ans Gunnars- sonar fyrir árið 2014. Verðlaunin voru afhent á föstudag. Í tilkynningu segir að verð- launin hljóti ein- staklingur eða lögaðili sem að mati stjórnar SUS hafi aukið veg frelsishugsjónarinn- ar á Íslandi. „Pistlaskrif Pawels hafa vakið verðskuldaða athygli og honum tekist að hafa mikil og góð áhrif á opinbera umræðu,“ segir í tilkynningu SUS. - fbj SUS veitir Frelsisverðlaun: Pawel og RNH verðlaunuð PAWEL BARTOSZEK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.