Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 8
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Lítur alltaf vel út. Líka í myrkri. Audi Q3 lýsir upp veginn í orðsins fyllstu merkingu með glæsilegum framljósum sem bregðast sjálfkrafa við breytingum á birtuskilyrðum. Þetta er enn eitt dæmið um þá stefnu Audi að láta útlit og innihald alltaf haldast í hendur. Audi Q3 kostar frá kr. 7.590.000. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Ís- lands, segir að vindorka sé endurnýjanleg og valdi litlu sem engu varanlegu tjóni á náttúrunni. „Á hinn bóginn virðist sem uppbygging vindorku hér á landi sé háð útflutningi raforku um sæstreng. Vindorkugarður upp á 200 MW dugar hvergi nærri til að fullnægja þeirri eftir- spurn á breska markaðinum sem sæstrengur á að anna og því spurning hvaðan afgangurinn af orkunni eigi að koma. Um það höfum við litlar upplýsingar í dag en ég bendi á að umhverfisráðherra túlkar lögin svo að virkjunarkostir í verndar- flokki verði sjálfkrafa metnir að nýju í næsta áfanga rammaáætlunar. Allt virðist því undir og þá er vindorkan bara agn, eins konar grænþvottur,“ segir Árni. Vindorkan háð útflutningi um sæstreng UMHVERFISMÁL Forsvarsmenn náttúruverndarsamtaka taka heilt yfir jákvætt í hugmyndir Lands- virkjunar um að reisa vindorku- garða á Íslandi. Landvernd telur, ef hugmyndir verða að veruleika að uppfylltum vissum skilyrðum, að kominn sé valkostur við stærri virkjanaframkvæmdir á hálendinu. Fréttablaðið greindi frá því í síð- ustu viku að Landsvirkjun undir- byggi nú mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs á Hafinu við Búrfell, þar sem þegar eru tvær vindmyllur sem reknar eru í rannsóknaskyni. Komið hefur í ljós að aðstæður á Íslandi eru óvenju hagstæðar fyrir raforkuvinnslu úr vindorku og telur fyrirtækið að allt að 200 megavött (MW) séu virkjanleg á svæðinu með vindorku. Til slíkrar raforku- vinnslu þyrfti 60 til 70 vindmyllur sem framleiða 3 til 3,5 MW hver, en slík uppbygging yrði alltaf í nokkr- um áföngum. Vindmyllurnar tvær á Hafinu eru samtals 1,8 MW, svo allt að 200 MW vindorkugarður er allstórt skref. Könnun Capacent Gallup í fyrra sýndi að ríflega 80 prósent aðspurðra voru fylgjandi því að reisa vindmyllur hér á landi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir í skriflegu svari til Frétta- blaðsins að Landvernd skilji þau tækifæri fyrir orkuöflun sem fel- ast í því að setja vindorkugarða í nágrenni vatnsaflsvirkjana. Mann- virki sem þessi hafi þó veruleg sjón- ræn áhrif á umhverfið. Hugmyndir Landsvirkjunar valda því að áhrif á svæðinu yrðu mikil. Á móti kemur að svæðið er þegar afar manngert, en almennt séð sé hálendið mjög viðkvæmt fyrir jafn umfangsmikl- um mannvirkjum sökum þess hve víða landslag er þar opið og víðsýnt. „Ef rammaáætlun og mat á umhverfisáhrifum leiða í ljós að hugmyndir Landsvirkjunar séu umhverfislega ásættanlegar og sýnt verður fram á þörf fyrir fram- leiðslu þessa rafmagns, sem ekki hefur enn verið gert, þá er vissu- lega kominn valkostur við jarð- varma- og vatnsaflsvirkjanir á svæðum inni á hálendinu. Lands- virkjun gæti þá auðveldlega horfið frá þeim áætlunum sínum, eins og Landvernd hefur ítrekað gert kröfu um,“ segir Guðmundur. svavar@frettabladid.is Valkostur við stærri virkjanir Landvernd telur að vindorkugarður geti verið valkostur við jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir á hálendinu. Standist vindorkugarður öll próf geti Landsvirkjun horfið frá áætlunum um stórtækari framkvæmdir. VINDORKUGARÐUR Erlendis standa vindmyllur oft úti í sjó eða við strönd, og eru umdeildar vegna sjónmengunar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ef rammaáætlun og mat á umhverfis- áhrifum leiða í ljós að hug- myndir Landsvirkjunar séu um- hverfislega ásættanlegar [...] þá er vissulega kominn valkostur við jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar MENNING Norrænu mannfræði- og kvikmyndasamtökin NAFA hyggjast halda kvikmyndahátíð á Ísafirði þann fjórða til sjötta júní næstkomandi. Kvikmyndahátíðin hefur verið haldin árlega frá 1979 víðs vegar um heiminn en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin á Ísafirði. Sýndar verða 23 kvikmyndir frá öllum heimshornum á hátíðinni. Þæer eru valdar af sérstakri val- nefnd en um 300 umsóknir bárust um þátttöku. Hátíðin er opin öllum og aðgangur er gjaldfrjáls. - ssb 34. kvikmyndahátíð NAFA: Slá upp hátíð á Ísafirði í júní SAMFÉLAG Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) veitti Pawel Bartoszek og Rannsóknar- setri um Nýsköpun og Hagvöxt (RNH) Frelsis- verðlaun Kjart- ans Gunnars- sonar fyrir árið 2014. Verðlaunin voru afhent á föstudag. Í tilkynningu segir að verð- launin hljóti ein- staklingur eða lögaðili sem að mati stjórnar SUS hafi aukið veg frelsishugsjónarinn- ar á Íslandi. „Pistlaskrif Pawels hafa vakið verðskuldaða athygli og honum tekist að hafa mikil og góð áhrif á opinbera umræðu,“ segir í tilkynningu SUS. - fbj SUS veitir Frelsisverðlaun: Pawel og RNH verðlaunuð PAWEL BARTOSZEK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.