Fréttablaðið - 26.05.2014, Side 10

Fréttablaðið - 26.05.2014, Side 10
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Getur þitt fyrirtæki orðið Fyrirtæki ársins? VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Leiðin að markmiðinu, Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR Hvað er Fyrirtæki ársins? Tómas Bjarnason, sviðsstjóri starfsmann a- rannsókna hjá Capacent Nova, Liv Bergþórsdóttir forstjóri Johan Rönning, Haraldur Líndal Pétursson forstjóri Skref að betri mannauðsstjórnun, Jakobína H. Árnadóttir, ráðgjafi hjá Capacent Samantekt og spurningar Morgunverðarfundur VR og Capacent um hvernig nýta má niðurstöður í könnun á Fyrirtæki ársins og mikilvægi mann- auðsstjórnunar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 28. maí kl. 8:30 til 10:15. Skráning og morgunverður hefst kl. 8:00 Fundarstjóri er Ketill Berg Magnússon, framkvæmda stjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Fundurinn er opinn öllum. Verð: 2.900 kr. Skráðu þig á vr.is Mun fleiri hafa þurft á fjárhagsað- stoð frá Reykjavíkurborg að halda á þessu kjörtímabili en áður hefur þekkst. Ástæðan er einkum að þeir sem eru atvinnulausir lengur en þrjú ár missa rétt til atvinnuleysisbóta, en eiga þá möguleika á að sækja um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi. Fjárhagsaðstoð Reykjavíkur- borgar er í dag allt að 164 þúsund krónur á mánuði til einstaklings, og 245 þúsund til hjóna eða fólks í sambúð. Fullar atvinnuleysis- bætur eru nokkuð hærri, um 178 þúsund krónur á mánuði til ein- staklings. Upphæðirnar eru tals- vert lægri en dæmigert neysluvið- mið fyrir útgjöld einstaklings, eins og það birtist á vef velferðarráðu- neytisins. Það er um 235 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur samhljómur er í stefnu Samfylkingarinnar, Sjálfstæð- isflokks og Bjartrar framtíðar. Flokkarnir vilja allir að lögum verði breytt svo hægt sé að setja einhver skilyrði fyrir fjárhags- aðstoð, til dæmis að sá sem hana þiggur verði að taka vinnu við hæfi bjóðist hún, eða sitja nám- skeið. Vinstri græn eru alfarið á móti slíkri skilyrðingu, og leggja áherslu á að hækka fjárhagsað- stoðina. Píratar hafa einnig áhuga á að hækka fjárhagsaðstoðina, sem nær í dag ekki opinberum fram- færsluviðmiðum. Þarf að virkja sem flesta Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er ekki með það á stefnuskránni að lækka fjárhagsaðstoðina. Hall- dór Halldórsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segir að gera þurfi meira til að virkja fólk til þátttöku og koma því úr þeirri stöðu að þurfa á þessari neyðaraðstoð frá sveitarfélaginu að halda. „Það þarf að virkja sem flesta til þátttöku á atvinnumarkaði. Við viljum gera meiri kröfur til þess- ara einstaklinga,“ segir Halldór. Hann hefur talað fyrir því að reglum verði breytt svo skilyrða megi aðstoðina að einhverju leyti. Til dæmis þannig að einstaklingur sem þiggur fjárhagsaðstoð verði að taka vinnu við hæfi bjóðist hún, hann þurfi að sækja námskeið og annað í þeim dúr. Þá megi hugsa sér að komið verði til móts við fólk sem er að reyna að koma sér út á vinnumark- aðinn aftur, til dæmis með afslætti af leikskólagjöldum og aðstoð við samgöngur. Skýr vilji til að hækka Fjárhagsaðstoðin í Reykjavík er ekki nægilega há, enda nær hún ekki opinberum framfærsluvið- miðum, segir Halldór Auðar Svans- son, oddviti Pírata í Reykjavík. „Það er ekki stefna Pírata, en það er skýr vilji til að hækka þessa aðstoð eins og hægt er,“ segir Halldór. Hann segir kjarnann í stefnu Pírata að efla fólk til virkni í sam- félaginu. Gæta verði að því að ekki séu settir merkimiðar á fólk, og að það festist hvorki í fordóma- né fátæktargildrum. Þótt aukinn fjöldi hafi þurft á fjárhagsaðstoð borgarinnar hefur tekist að koma í veg fyrir verstu sviðsmyndirnar, segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar- innar í Reykjavík. Það var gert með því að setja mikinn kraft í samstarf við Vinnumálastofnun og með því að Sífellt fleiri þurfa fjárhagsaðstoð Fjölgun í hópi þeirra sem fá bætur hjá Reykjavíkurborg á rætur sínar í því að fólk missir rétt til atvinnuleysisbóta eftir þrjú ár. Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíða vilja að lögum verði breytt til þess að hægt verði að segja skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð borgarinnar. REYKJAVÍK VELFERÐARMÁL 2 3 41 Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is FJÖLDI SEM FÆR FJÁRHAGSAÐSTOÐ 1.818 einstaklingar í janúar 2014 FJÁRHAGSAÐSTOÐ SAMTALS 231 milljón króna í janúar 2014 FJÁRHAGSAÐSTOÐ REYKJAVÍKURBORGAR 164 þúsund krónur fyrir einstakling 245 þúsund fyrir hjón eða sambýlisfólk ATVINNULEYSISBÆTUR 178 þúsund krónur NEYSLUVIÐMIÐ STJÓRNVALDA 235 þúsund krónur fyrir einstakling Framsóknar- fl okkurinn vill samræma atvinnu- mál fatlaðra og ófatlaðra. „Það er mikil- vægt að endur- skoða reglur borgarinnar um velferðarmál.“ Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir. FramsóknB Vinstri græn telja mikilvægt að hækka fj árhagsað- stoð þannig að það sé hægt að lifa af aðstoðinni. „Við erum algerlega andvíg því að skilyrða fjár- hagsaðstoðina.“ Sóley Tómasdóttir. V Vinstri grænir Píratar leggja mikið upp úr því að efl a fólk til virkni í samfélaginu. „ Það er skýr vilji til að hækka þessa aðstoð eins og hægt er.“ Halldór Auðar Svansson. PíratarÞ Sjálfstæðis- fl okkurinn vill virkja sem fl esta til þátttöku á vinnu- markaði og fækka fólki sem þarf fj árhagsaðstoð frá borginni. „Við viljum gera meiri kröfur til þessara einstak- linga.“ Halldór Halldórsson. SjálfstæðisflokkurinnD Björt framtíð vill að heimilað verði að setja ákveðin skilyrði fyrir veitingu fj árhags- aðstoðar. „Við viljum að öllum sem geta unnið en eru á fjárhagsað- stoð verði boðin vinna, eða virkniúrræði.“ Sigurður Björn Blöndal. Björt framtíðÆ Samfylkingin vill að lögum verði breytt þannig að heimilað verði að setja skilyrði fyrir veitingu fj ár hags- aðstoðar. „Okkur finnst ekki eðlilegt að námsmaður geti rölt inn á hverfamiðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu.“ Dagur B. Eggertsson. SamfylkinginS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.