Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 12
26. maí 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Ráðast á í mikla uppbyggingu og verndar- aðgerðir á ferðamannastöðum strax í sumar, en ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku að veita ríflega 350 milljóna króna framlag til brýnna verkefna til verndunar á náttúru landsins og öryggissjónarmiða. Um er að ræða um 90 mismunandi fram- kvæmdir á gönguleiðum/göngustígum til að vernda okkar helstu náttúruperlur sem eru undir álagi vegna aukins ferðamanna- straums. Þessar nauðsynlegu aðgerðir munu skapa fjöldamörg störf um allt land, en meðal annars er um að ræða svæði sem eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Aðgerðirnar ná til friðlýstra svæða, þjóð- garða og svæða á náttúruminjaskrá, auk annarra svæða sem eru vinsæl og undir álagi af ferðamennsku. Fjármunirnir skiptast á milli Þingvalla- þjóðgarðs, Vatnajökulsþjóðgarðs, Um- hverfis stofnunar, Landgræðslu ríkisins, Skógræktar ríkisins og sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Fjölmargir einkaað- ilar og samtök munu koma að þessum fram- kvæmdum sem dreifast víða um landið. Meðal annars er um að ræða endurnýjun á útsýnispalli við Gullfoss, göngu- og útsýnis- pall við Dettifoss, viðhald á gönguleiðum í Þórsmörk, endurbætur á gönguleiðum í Skaftafelli, við Látrabjarg, Goðafoss, Glym og Hengifoss og svo má lengi telja. Bæta þarf öryggi gesta eins og kostur er með góðum stígum og öryggisgirðingum um leið og verndargildi svæðanna eru uppfyllt. Aðstæður hafa gjörbreyst hér á landi á skömmum tíma og hefur ekki síst orðið mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartím- ann sem nauðsynlegt er að bregðast við áður en í óefni er komið. Greinin hefur vaxið hratt og skapar miklar gjaldeyris- tekjur, væntanlega mest allra atvinnu- greina á síðasta ári. Stuðlað hefur verið að vexti og framgangi ferðaþjónustunnar sem hefur skilað sér í auknum tekjum til þeirra sem selja ferðamönnum vörur og þjónustu. Það felst mikil áskorun í því að taka á móti auknum fjölda ferðamanna og er nátt- úra landsins helsta aðdráttaraflið. Fyrr í vetur kynnti ég í ríkisstjórn útfærslu á upp- byggingu innviða og vernd náttúru á ferða- mannastöðum. Í umhverfis- og auðlinda- ráðuneytinu er nú unnið að heildstæðri áætlun sem nær yfir allt landið, en hingað til hefur skort skýra stefnumörkun og yfirlit yfir vandann á ferðamannastöðum. Slík áætlun er mikilvæg forsenda þess að hægt sé að ráðast í verndaraðgerðir og tak- ast á við uppbyggingu innviða með skipu- lögðum hætti. Útfærslan verður grundvöll- ur fyrir úthlutun fjármagns sem yrði til við gjaldtöku, en ráðherra ferðamála útfærir leiðir til tekjuöflunar. Uppbygging og verndun UMHVERFIS- MÁL Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfi sráðherra Enn eitt framsóknardramað Framsóknarmenn í Reykjavík buðu upp á enn eitt dramað um helgina þegar oddviti listans sagði blákalt að hún vildi að lóð sem múslimar hafa fengið úthlutað í Sogamýri yrði aftur- kölluð. Enginn af frammámönnum Framsóknar tók undir með odd- vitanum í Reykjavík opinberlega. Ráðherrar flokksins brugðu á það ráð að láta ekki ná í sig eða að neita að tjá sig um málið. Fyrrverandi borgar- fulltrúi flokksins hafði hins vegar kjark og þor til að segja að að þetta gengi þvert á stefnu Framsóknarflokksins að ætla að fara að mismuna trú- félögum. Styður ekki sjálfan sig Fimmti maður á lista Framsóknar í Reykjavík, Hreiðar Eiríksson, lýsti því yfir í kjölfar yfirlýsinga Sveinbjargar að hann gæti ekki lengur stutt listann vegna ummæla hennar. Hann hefði sjálfsagt feginn viljað segja sig af listanum hefði þess verið einhver kostur. Það er ekki hægt að segja sig af lista eftir að framboðsfrestur er runninn út. Hreiðar hefur óskað eftir að myndir af honum verði fjarlægðar af kosningaskrifstofum fram- boðsins. Það verður gaman að fylgjast með því hvort farið verði að óskum fram- bjóðandans. Í veikri von Vandræðagangurinn í kringum borgarstjórnarframboð Fram- sóknarflokksins hefur verið með eindæmum í allan vetur. Enginn flokkanna sem bjóða fram í borginni hefur fengið viðlíka fjölmiðlaathygli og Framsóknarflokkurinn en þrátt fyrir það er flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum langt frá því að koma manni í borgarstjórn. Útspilið með moskuna hefur kannski verið hugsað til að ná atkvæðum þeirra sem eru á móti útlendingum og þeirra sem eru annarrar trúar, í þeirri veiku von að ná inn manni í borgar- stjórn. johanna@frettabladid.is S taðan í kosningabaráttunni í Reykjavík er að mörgu leyti athyglisverð. Fyrir það fyrsta er það að gerast sem fáir hefðu haft trú á fyrir fjórum árum, að arftaki framboðs Bezta flokksins og Samfylkingin virðast munu halda meirihluta í borginni. Að vísu stefnir í að valdahlutföllin verði öfug núna; Samfylkingin verði stærri flokkurinn og hefð- bundinn pólitíkus setjist í stól borgarstjóra. Samfylkingin hefur þannig grætt á samstarfinu og Björt framtíð baðar sig líka í síðustu geislum sólar Jóns Gnarr. Brotthvarf hans af sviði borgar- málanna þýðir samt að engin, lítil eða lítt útfærð stefna Bjartrar framtíðar í mörgum stórum málum er ekki alveg eins hresst og skemmtilegt fyrirbæri og fyrir fjórum árum. Í öðru lagi stefnir í myndun einhvers konar blokkar í anda R-listans, bara án Framsóknarflokksins. Vinstri græn vilja ólm hengja sig utan á núverandi meirihluta, ef marka má viðtal við oddvitann Sóleyju Tómas- dóttur í Reykjavík vikublaði. Í þriðja lagi er merkilegt að Píratar virðast ætla að ná að ná manni inn í borgarstjórn. Pírat- arnir höfða aðallega til ungs fólks og í ljósi þess hvað stefna þeirra er óljós í mörgum málum er velgengnin aðallega til marks um að hefðbundnu flokkarnir ná ekki til yngri kjósenda og þurfa að hugsa sinn gang. Í fjórða lagi hefur augljóslega mistekizt að gera flugvallarmálið að stóra kosningamálinu í Reykjavík. Framboðið sem setti það mál á oddinn, Framsókn og flugvallarvinir, er með innan við fjög- urra prósenta fylgi samkvæmt könnunum. Og það var meira að segja áður en oddviti listans bullaði sig endanlega út úr kosninga- baráttunni. Önnur mál eiga augljóslega hug Reykvíkinga. Miðað við fylgi núverandi meirihlutaflokka liggur til dæmis í augum uppi að stefnan um þéttingu byggðar, fjölbreyttari samgöngukosti og aðalskipulag sem ýtir undir þetta tvennt á miklu fylgi að fagna. Í fimmta lagi mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki. Að hluta til er þar vafalaust um að kenna framgöngu flokksforystunnar á landsvísu, sem hefur gert hver mistökin á fætur öðrum. Sjálfstæðismenn í borginni hafa nefnilega sett fram sannferðugan valkost við vinstri stefnuna sem margt bendir til að ríki áfram í borgarstjórn. Það væri óneitanlega spennandi ef þeir næðu til dæmis þeim styrk að geta myndað meirihluta með Bjartri framtíð. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn virðast hins vegar hafa gert sömu mistök og flokkurinn á landsvísu; að sýna ekki nægilega breidd og vanrækja miðjufylgið. Þeir virðast vera hræddir við að segja að þeir styðji þéttari byggð og fjölbreytni í samgöngum, þótt þeir fari ekki fram af sama ákafa og meiri- hlutinn og hafi fyrirvara á núverandi stefnu. Þeir hafa heldur ekki flaggað þeim frambjóðendum sem hafa talað fyrir slíkum áherzlum og höfða fyrir vikið til miðjufylgisins. Miðað við kann- anir gætu þeir frambjóðendur hreinlega dottið út úr borgarstjórn. Það er nefnilega fullt af fólki á miðjunni eða hægra megin við hana sem er hlynnt breyttu borgarskipulagi en vill líka lækka skatta og gjöld, auka valfrelsi um þjónustu Reykjavíkur og opna upplýsingar um stöðu skólanna í borginni, svo dæmi séu nefnd. Einhver nýtilkominn misskilningur um að hreintrúaður flokkur sé betri en stór flokkur hefur valdið því að sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa hingað til ekki náð til þessa fólks. Það er undar- legt, af því að breiddin er bæði á framboðslistanum og í stefnunni. Síðasta vikan fyrir borgarstjórnarkosningar: Staðan í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.