Fréttablaðið - 26.05.2014, Page 22

Fréttablaðið - 26.05.2014, Page 22
KYNNING − AUGLÝSINGStóreldhús MÁNUDAGUR 26. MAÍ 20144 Kristján segir slæma ákvörðun að leggja niður námið því mikill áhugi sé hjá stórum hópi nemenda á þess- ari valgrein. Fjárskortur er sagður ástæð- an. Kristján kennir einnig nemendum í unglingadeild í Garðaskóla og segir áhug- ann ekki minni þar. „Í Garðaskóla kenn- um við undirstöðuatriði í matreiðslu en í Flensborg læra nemendur flóknari matar- gerð. Námið er val í níunda og tíunda bekk og um 80 prósent nemenda velja það. Það er mjög góð stemning í tímum og þessi áfangi er oft hvatning til að fara í frekara kokkanám,“ segir hann. „Það er dýrt að vera með verklegt nám en mjög mikilvægt að bjóða upp á það,“ segir Kristján og bætir við að foreldrar ættu að leyfa krökkunum að spreyta sig meira í eldhúsinu heima, enda sé það góður grunnur fyrir framtíð- ina. „Flensborgarskóli er heilsueflandi skóli og að mínu mati ætti að auka mat- reiðslukennslu og jafnvel tengja hana við íþróttir og heilbrigt líferni. Verknámi er því miður alltaf ýtt til hliðar þegar kreppir að.“ Tækninni fleygir fram Kristján kenndi um margra ára skeið í Hótel- og matvælaskólanum og tók þátt í að þróa námið. „Það er gaman að vinna í atvinnueldhúsi og starfið býður upp á að vinna um allt land og einnig erlend- is. Ég vann sjálfur í Svíþjóð í mörg ár,“ segir Kristján en mikil eftirspurn er eftir íslenskum kokkum á Norðurlöndunum, enda eru þeir hæfileikaríkir. Þegar hann er spurður hvort aðstaða matreiðslumanna hafi ekki lagast mikið á undanförnum árum, segir hann að vissu- lega fleygi tækninni fram í atvinnueldhús- um. Ofnar eru orðnir öflugri og bjóða upp á fjölbreytta möguleika. „Í stórum mötu- neytum er ofninn oft mest notaða tækið, til dæmis er hægt að gufusjóða eða lág- hitaelda. Einnig eru komnar á mark- að spanhellur sem hitna strax þótt flest- um þyki skemmtilegast að elda á gasi. Það hafa líka orðið miklar framfarir í tækja- búnaði fyrir bakara, þar eru komnar græj- ur sem frysta, hefa og baka deigið. Þetta gerir starfið mun þægilegra,“ segir Krist- ján. Pabbi bláa Pollans „Matargerðaráhugi hefur kviknað hjá ungu fólki á undanförnum árum, enda eru marg- víslegir matreiðsluþættir í sjónvarpi. Krist- ján furðar sig þó á að fagmenn sjáist lítið í slíkum þáttum. „Mér finnst athyglisvert að þeir sem sýna matargerð í sjónvarpi eru eiginlega eingöngu matarbloggarar. Það virðist minna vera leitað til fagmanna þegar matreiðsluþættir eru gerðir. Það er undarlegt en ég veit ekki hverju er um að kenna,“ segir hann. Kristján fór nýlega í fyrsta skiptið á Euro- vision-keppnina í Danmörku en þar fylgd- ist hann með syni sínum, Heiðari í Polla- pönki, brillera á sviðinu. „Ég á bláa Pollann og er stoltur af honum,“ segir Kristján. Býr til matarsnillinga framtíðarinnar Kristján Rafn Heiðarsson, matreiðslumeistari og kennari, hefur kennt matreiðslu í Flensborgarskóla. Nú á að leggja námið niður í sparnaðarskyni. Kristján kennir einnig unglingum í Garðaskóla að elda mat og þar er gríðarlega mikill áhugi á matargerð. Kristján Rafn Heiðarsson er matreiðslukennari í skóla- eldhúsinu í Flensborg. Á næsta skólaári verður það autt og yfirgefið. MYND/VILHELM Allur búnaður fyrir veitinga- og matvælamarkaðinn. Verið velkomin í nýjan og rúmgóðan sýningarsal okkar. 30. MAÍ OPNUM VIÐ AÐ HÖFÐABAKKA 9 w w w . b a k o i s b e r g . i s

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.