Fréttablaðið - 26.05.2014, Side 58

Fréttablaðið - 26.05.2014, Side 58
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 26 Lífeyr iss jóður starfsmanna r ík is ins Engjateigi 11 105 Reykjavík Sími: 510 6100 lsr@lsr . iswww.lsr.is Ársfundur LSR og LH verður haldinn þriðjudaginn 27. maí kl. 15:00 í húsnæði LSR við Engjateig 11. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum. Dagskrá Skýrslur stjórna Tryggingafræðilegar úttektir Fjárfestingarstefna Ársreikningar 2013 Skuldbindingar launagreiðenda Önnur mál Ársfundur LSR og LH HANDBOLTI Landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir varð meistari annað árið í röð um helgina þegar hún tók þátt í því að tryggja Säve- hof-liðinu sænska meistaratitil- inn á sínu fyrsta ári sem atvinnu- maður. „Það er búið að vera svo ótrú- lega góð stemning i liðinu und- anfarið þannig að það kom mér ekki á óvart að við tækjum þetta. Úrslitadagurinn er þvílíkt stór dagur hér í Svíþjóð og þetta er mögulega eitt af því skemmti- legasta ég hef gert,“ sagði Birna Berg. „Þetta er ótrúlegt lið og ótrú- legir karakterar i þessu liði. Ég er hrikalega stolt af því að spila fyrir IK Sävehof,“ sagði Birna Berg en þetta var sjötta árið í röð sem Sävehof vinnur sænska titilinn. „Ég er búin að kynnast ótrúlegu sigurhugafari i þessum klúbb og ég sjálf hef breytt því hvernig ég hugsa,“ segir Birna Berg en hvernig gekk? „Fyrsti veturinn gekk upp og niður. Það er alveg satt sem maður heyrir að atvinnumennska sé ekki bara dans af rósum. Þegar ég hugsa til baka þá er ég ágætlega sátt með mína frammi- stöðu en þetta hefur verið lær- dómsríkur vetur. Ég hef þrosk- ast mikið síðan ég flutti út og hef tekið framförum, bæði í hand- bolta sem og í heimilisstörfun- um,“ segir Birna í léttum tón. Birna Berg varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra. „Þetta var allt öðruvísi því ég handabrotnaði í undanúrslitunum í fyrra og gat ekki verið með í úrslitaeinvíginu. Ég varð því að horfa á allt einvíg- ið uppi í stúku en núna fékk ég að vera með og það er allt önnur til- finning,“ segir Birna Berg. Hún segist hafa bætt sig á þessum fyrsta vetri í Svíþjóð. „Ég hef bætt mig á þessu tíma- bili og þá helst sem varnarmað- ur. Ég hef líka breytt hugarfari mínu gagnvart varnarleik,“ segir Birna og viðurkennir fúslega að hafa ekki haft allt of gaman af því að standa í vörninni þegar hún spilaði á Íslandi. Birna Berg segist líka vera sterkari andlega eftir veturinn. „Oft átti ég erfitt með að spila ef fyrsta skotið mitt klikkaði en núna hugsa ég ekki einu sinni um það ef ég klikka,“ segir Birna og næst á dagskrá er að hjálpa íslenska landsliðinu að komast á EM. „Ég ætla að gera allt mitt til að við komumst á EM,“ segir Birna. - óój Bætti sig bæði í handbolta og heimilisstörfunum Birna Berg Haraldsdóttir varð sænskur meistari í handbolta með Sävehof-liðinu um helgina. MEÐ BIKARINN Birna Berg Har- aldsdóttir fagnar hér til hægri titlinum með Sävehof. MYND/ÚR EINKASAFNI FÓTBOLTI Atli Viðar Björnsson hefur ekki fengið margar mínút- ur í sumar en honum hefur engu að síður tekist að bjarga stigum fyrir FH-liðið í tveimur leikjum í röð. Markakóngur Pepsi-deild- arinnar 2013 hefur ekkert kólnað niður þrátt fyrir harðan vetur og það er ekki síst honum að þakka að FH-liðið situr nú í efsta sæti Pepsi- deildarinnar að loknu fimm leikja hraðmóti maímánaðar. Heimir Guðjónsson hefur sent Atla Viðar inná á 64. mínútu í síð- ustu tveimur leikjum og Atli Viðar hefur launað honum með mikil- vægu marki í þeim báðum. Í fyrri leiknum í stöðunni 0-0 á móti ÍBV þar sem Atli Viðar skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Í seinni leiknum kom Atli Viðar inn á umræddri 64. mínútu þegar FH- liðið var bæði marki og manni undir á útivelli á móti Keflavík. Atli Viðar skoraði jöfnunarmark- ið á 83. mínútu. Keflvíkingar ættu reyndar að vera orðnir vanir því að sækja boltann í markið sitt eftir skot frá Atla Viðari sem hefur nú skorað í fimm leikjum í röð á móti Kefla- víkurliðinu eða öllum leikjum sínum gegn liði Bítlabæjarins frá því sumarið 2010. Atli Viðar fékk ekkert að koma við sögu í fyrstu þremur leikjum FH-liðsins en með því að skora í báðum sínum leikjum hefur hann nú náð að skora í sex síðustu leikj- Hefur skorað á hálft íma fresti Atli Viðar Björnsson er búinn að skora í sex leikjum í röð í Pepsi-deildinni. INN Á MEÐ HANN Atli Viðar Björnsson og Heimir Guðjónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ATLI VIÐAR MEÐ MARK Í SEX LEIKJUM Í RÖÐ um sínum í Pepsi-deildinni og það samtals 9 mörk. Það merkilega er að Atli Viðar hefur komið inn á sem varamaður í fjórum af þessum sex leikjum og skorað „úrslitamark“ í þeim öllum eða tvö sigurmörk og tvö jöfnun- armörk. Atli Viðar hefur aðeins spilað í 272 mínútur (af 540 mögu- legum, 50 prósent) í þessum sex leikjum sem þýðir að hann hefur skorað á hálftíma fresti í síðustu sex deildarleikjum sínum. Nú er Atli Viðar kominn með 92 mörk í efstu deild og nálgast óðum hundrað marka kúbbinn. Atla Viðar vantar tvö mörk til að jafna Matthías Hallgrímsson í 5. sætinu og þrjú mörk til að ná Hermanni Gunnarssyni í 4. sætinu. - óój mínútur hjá Atla 90 30 0 16 24 90 90 26 26 Sigurmark Jöfnunarmark Mark 2013 2014 Flestir Þýskalandsmeistaratitlar íslenskra handboltamanna ÍSLENSKIR ÞJÁLFARAR 6 sinnum - Alfreð Gíslason Magdeburg 2001 og Kiel 2009-10, 2012-2014 1 - Jóhann Ingi Gunnarsson Essen 1987 ALLIR ÞJÁLFARAR Í ÞÝSKU DEILDINNI 1. sæti Zvonimir Serdarusic 11 sinnum (með Kiel frá 1994 til 2008) 2. sæti Alfreð Gíslason 6 sinnum (með Magdeburg og Kiel) 3. sæti Klaus Zöll, Petre Ivanescu og Heiner Brand allir 3 sinnum ÍSLENSKIR LEIKMENN 4 sinnum - Aron Pálmarsson með Kiel 2010, 2012, 2013, 2014 2 - Alfreð Gíslason með Essen 1986, 1987 2 - Guðjón Valur Sigurðsson með Kiel 2013, 2014 1 - Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson með Dankersen 1977 1 - Kristján Arason með Gummersbach 1988 1 - Ólafur Stefánsson með Magdeburg 2001 HANDBOLTI Fögnuður leikmanna Kiel var rosalegur þegar þeir átt- uðu sig að þeir höfðu unnið upp sjö marka forskot Rhein-Neckar Löwen og tryggt sér þýska meist- aratitilinn þriðja árið í röð. Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, var að gera lið að þýskum meistur- um í sjötta sinn á ferlinum en sjón- varpsmyndirnar sýndu hann varla trúa þessu fyrr en allir leikmenn og starfsmenn Kiel voru farnir að hoppa um í stjórnlausri gleði allt í kringum hann. Alfreð Gíslason átti ekki síður stórleik en leikmennirnir hans í fjórtán marka sigri á Füchse Berl- in. Alfreð var á milljón á hliðar- línunni allan leikinn og það rann af honum svitinn í sjónvarpsvið- tali eftir leik. Hann var búinn að skrifa enn einn kaflann í titla- bók sína og það á tímabili þegar hver stórstjarnan á fætur annarri yfirgaf Kiel. Á sama tíma og leikmenn Kiel- liðsins voru búnir að brjóta niður alla mótstöðu hjá lærisveinum Dags Sigurðssonar fóru strákarn- ir hans Guðmundar Guðmunds- sonar algjörlega á taugum á loka- kafla síns leiks. Alexander Petersson kom Ljón- unum átta mörkum yfir, 32-24, þegar sautján mínútur voru eftir en í stað þess að hlaupa yfir Gumm ersbach-liðið á lokakafl- anum fór allt í baklás og Guð- mundur þurfti að horfa upp á sína menn skjóta markvörð Gummers- bach í stuð. Í lokin munaði aðeins fimm mörkum, 40-35, en átta marka munur hefði dugað. Enda- sprettur Kiel fær sinn sess í sögu- bókunum. „Þetta er sögulegt og einstakt,“ sagði Alfreð Gíslason í sjónvarps- viðtali eftir leik. „Ég hef aldrei upplifað svona og satt að segja þá bjóst ég aldrei við þessu. Ég hélt að síðasta markið þeirra hefði farið með þetta en ég er ótrúlega stoltur af liðinu sem gaf allt,“ sagði Alfreð við Sport 1. Alfreð náði nú að vinna þrjú ár í röð, fyrstur íslenskra þjálfara, og um leið hjálpaði hann Aroni Pálmarssyni að bæta sitt met því Aron er eini íslenski handbolta- maðurinn sem hefur orðið þýskur meistari þrjú ár í röð. Með í för eins og í fyrra var Guðjón Valur Sigurðsson, sem var einnig að vinna meistaratitil þriðja árið í röð, tveir þeir síðustu komu með Kiel en þann fyrsta vann hann í Danmörku með AG vorið 2012. Sigur Kiel er magnað afrek hjá Einstök þrenna hjá Alfreð og Aroni Kiel varð þýskur meistari í handbolta á ógleymanlegan hátt um helgina þegar liðið „stal“ titlinum af Ljónunum á síðustu stundu. Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson urðu þar með fyrsti þjálfarinn og leikmaðurinn frá Íslandi til að vinna þýsku deildina þrjú ár í röð. Alfreð á þessu „millibilsári“ eftir að liðið missti heimsklassaleik- mennina Thierry Omeyer, Daniel Narcisse, Momir Ilic og Marc us Ahlm. „Það er ótrúlegt að ná þessu þrátt fyrir þennan missi. Frá því að við töpuðum fyrir Löwen þá höfum við spilað stórkostlega vörn og verið í miklum ham,“ er haft eftir Guðjóni Val í staðarblaðinu í Kiel. Alfreð var strax farinn að hugsa um næsta verkefni um næstu helgi og setti sínum mönnum strang- ar reglur. Hann leyfði bara tvo bjóra á mann í stuttri sigurhátíð í miðbæ Kiel og skipulagði æfingu fyrir hádegi daginn eftir. Undir- búningurinn fyrir Meistaradeild- ina hófst því strax. „Ef menn hefðu farið að fagna núna þá ættum við enga möguleika á því að vinna um næstu helgi,“ sagði Alfreð. ooj@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.