Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 26.05.2014, Blaðsíða 62
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30 MORGUNMATURINN … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA „Kaffi, linsoðið egg og lárpera.“ Harpa Björnsdóttir, myndlistarmaður „Þetta er allt handgert og unnið í sameiningu,“ segir fatahönnuð- urinn Guðmundur Jörundsson en hann vinnur nú að fatnaði ásamt myndlistarmanninum Haraldi Jónssyni. „Þetta er svona mynd- listartískublanda,“ segir Guð- mundur en tvíeykið silkiprentar grafík sem Haraldur gerir á buxur sem Guðmundur hannar. „Það er spennandi að tefla saman þess- um tveimur heimum myndlistar og tísku og sjá hvað gerist. Það er fallegur árekstur“ segir Har- aldur um samstarfið. „Hugmynd- in fæddist eiginlega á vinnustof- unni minni,“ segir listamaðurinn sem hefur verið að vinna mikið með samspil líkamans við heim- inn og umhverfið. „Það var eigin- lega uppsprettan að verkinu, sam- skiptamunstur okkar og hvernig við erum í hverju einasta skrefi að taka ákvörðun um hvað við ætlum að gera næst.“ Samstarfsmennirnir hafa unnið að verkefninu í tvo mánuði og ætl- uðu að sýna afraksturinn í sumar en ákváðu að halda sýninguna frekar á sama tíma og Listahátíð Reykjavíkur er í fullum gangi og bjóða því til veislu í verslun Guð- mundar, JÖR, næsta fimmtudag klukkan sex. „Það verður innsetn- ing í búðinni, og smá partí,“ segir Guðmundur en tískuáhugafólk getur glaðst yfir því að gallabux- urnar umtöluðu verða til sölu. „Fólk getur keypt buxurnar í mjög takmörkuðu upplagi, það verða bæði dömu- og herragalla- buxur,“ segir fatahönnuðurinn og bætir því við að þetta sé kjör- ið tækifæri til þess að kaupa sér list sem hægt er að ganga í. „Svo er líka hægt að ramma þær inn og hafa þær upp á vegg, svona eins og á Hard Rock.“ baldvin@365.is Myndlistartískublanda Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hannar fatnað sem Haraldur Jónsson silkiprentar list sína á en fötin verða til sýnis á fi mmtudaginn klukkan sex. TVEIR HEIMAR Haraldur Jónsson hefur unnið mikið með samspil líkamans við heiminn og umhverfið. MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON Það er spennandi að tefla saman þessum tveimur heimum mynd- listar og tísku og sjá hvað gerist. Það er fallegur árekstur. „Prógrömm eins og þessi gefa ungu kvikmynda- gerðarfólki meiri möguleika,“ segir leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson. Hann fór á kvik- myndahátíðina í Cannes að kynna handrit stutt- myndar sinnar, Hjartasteins, á vegum Cannes Res- idence. Guðmundur fékk Cannes Residence í kjölfar verðlauna sem hann hlaut fyrir stuttmynd sína Hvalfjörð í fyrra, ásamt framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni. Cannes Residence býður upp á sex mánaða dvöl í París til að vinna að handritsþróun, hitta leikstjóra og taka þátt í ákveðnum díalóg. „Þau einfalda ferlið og opna dyr. Það að hafa tæki- færi til að taka góðan tíma í þróun eins og í gegn- um Cannes Residence með aðgangi að fagaðilum er ómetanlegt,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Anton áætla að hefja tökur á Hjartasteini í byrjun næsta árs. Myndin segir frá sterku vinasambandi tveggja stráka. Á meðan hinn þrettán ára Þór er að yfirstíga óttann gagnvart stelp- um með aðstoð besta vinar síns, Kristjáns, er Krist- ján að horfast í augu við leyndarmál sem hann vill ekki samþykkja. - igg Aðgangur að fagaðilum ómetanlegur Leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson þróar nýja stuttmynd í Cannes. Hvalfjörður hefur hlotið fjölmörg verðlaun og var meðal annars valin besta stuttmynd á Hamptons-kvik- myndahátíðinni í Bandaríkjunum. NÝ STUTTMYND Guðmundur fer í tökur á Hjartasteini á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er ekki á hverjum degi sem verða til lúðrasveitir á Íslandi en gamlir skólafélagar úr Grafar- vogi ákváðu að rifja upp gamla takta og stofnuðu Brassband Reykjavíkur á dögunum. „Við tókum saman í fyrra eftir mikla endurfundi,“ segir Guðmundur Hreiðarsson, einn meðlima brass- bandsins. „Stofnmeðlimir skóla- hljómsveitarinnar komu saman og spiluðu í tilefni 20 ára afmæl- is hennar,“ segir Guðmundur en flestir hljóðfæraleikararnir höfðu ekki spilað í um áratug þegar tón- leikarnir fóru fram. „Síðan gátum við einfaldlega ekki hætt að spila eftir tónleikana og úr varð Brass- band Reykjavíkur,“ segir Guð- mundur. Brassbandið sker sig úr hefð- bundnum lúðrasveitum þar sem það eru einungis málmblásturs- hljóðfæri í bandinu. „Brassið varð til í Englandi þegar námumenn- irnir voru sendir í brassbönd svo þeir væru ekki að drekka sig fulla á kvöldin,“ segir hljóðfæraleikar- inn og hlær. „Síðan voru þeir látn- ir spila á lúðra því það voru ódýr- ustu hljóðfærin.“ Hljómsveitin fer ekki hægt af stað en hún kemur fram á tón- leikum næsta miðvikudag klukk- an átta í Fella- og Hólakirkju. „Þetta er ferlega skemmtilegt fyrir okkur sem erum að spila og ég vona að það sé það líka fyrir þá sem hlusta,“ segir Guðmundur og hlær. Dusta rykið af hljóðfærunum Stofnmeðlimir Skólahljómsveitar Grafarvogs stofnuðu Brassband Reykjavíkur. RIFJA UPP GAMLA TAKTA Guðmundur Hreiðarsson er einn meðlima brass- bandsins. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.