Fréttablaðið - 27.05.2014, Síða 1

Fréttablaðið - 27.05.2014, Síða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 GAMLIR FÓSTBRÆÐUR TAKA LAGIÐ Karlakórinn Gamlir Fóstbræður og Jónas Ingimundar- son koma saman í Salnum í Kópavogi á fimmtudag, uppstigningardag, kl. 16. Kórinn leggur áherslu á að flytja gömul og góð karlakórslög. Stjórnandi kórsins er Árni Harðarson en Jónas Ingimundarson var um árabil stjórnandi hans. F æðan sem við neytum hefur áhrif á heilsu okkar og það sama er að segja um snyrtivörur. Húðin er stærsta líffærið okkar og allt sem við setjum á hana getur farið út í blóðrás-ina og haft áhrif á líkamsstarfseminStaðrey di vörum sem við berum á húðina,“ segir Elísabet Guðmundsdóttir, viðskipta-stjóri snyrtivöru hjá Gengur vel. ENGIN EITUREFNI NÝTT FRÁ BENECOSGENGUR VEL KYNNIR benecos-förðunarvörurnar sem hafa slegið í gegn og nú eru komnir ferskir litir fyrir sumarið. Benecos eru lífrænt vottaðar snyrti- vörur á verði sem kemur þér skemmtilega á óvart! SÖLU- STAÐIR MEGA LAGERHREINSUN ÞRIÐJUDAG OG MIÐVIKUDAG Buxur, galla og kvart á 5.000 Pils á 5 000 2 0 1 4 00000 w w w . v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 36 vötn 6.900 kr MÓTORHJÓLÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2014 2 SÉRBLÖÐ Mótorhjól | Fólk Sími: 512 5000 27. maí 2014 123. tölublað 14. árgangur SKOÐUN Hjalti Hugason spyr hvort afturkalla eigi lóðir trúfélaga. 15 MENNING Stórfenglegur flutningur á þriðju sinfóníu Mahlers á Listahátíð. 22 LÍFIÐ Vefsíðan Femme.is er nýtt lífsstílsblogg sem sex stelpur hafa stofnað. 30 SPORT Kári Árnason upp um tvær deildir á tveimur árum með Rotherham. 26 rjóminn af sýrða rjómanum gottimatinn.is NÝTT Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka Bolungarvík 8° SV 6 Akureyri 12° SV 2 Egilsstaðir 14° SV 4 Kirkjubæjarkl. 12° S 3 Reykjavík 11° S 5 SKÚRIR VESTRA Í dag verða suðvestan víðast 3-8 m/s. Víða bjart með köflum en skýjað og skúrir vestra. Hiti 8-16 stig. 4 GARÐABÆR Fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæj- arstjóra í Garðabæ, er í tugmillj- óna króna viðskiptum við Garða- bæ á hverju ári án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf., sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum. Keppinautur fyrir tækisins segir Garðabæ hafa horft framhjá sér. Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Innkaupareglur Garðabæjar kveða á um að meginreglan sé sú að beita skuli útboði við innkaup. Skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu fer yfir 15 milljón- ir króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efna- hagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði. Það var ekki gert í þessu tilviki og hefur ekki verið gert hingað til. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda,“ segir Gunnar. Hann vildi ekki fara út í hvern- ig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjunum. Vinun ehf. hóf störf árið 2007, ári áður en Sinnum ehf. var stofnað, og sinnir svipuðum verkefnum. Fyrir- tækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. Gunn- hildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar, telur Garðabæ hafa geng- ið fram hjá henni. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldr- aða,“ segir hún. Ásdís Halla Bragadóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. sveinn@frettabladid.is Fyrirtæki fyrrverandi bæjar- stjóra fékk samning án útboðs Fyrirtækið Sinnum ehf. er í viðskiptum við Garðabæ vegna samninga um heimaþjónustu. Þjónustan var ekki boðin út eins og reglur kveða á um. Fyrrverandi bæjarstjóri er stjórnarformaður og stofnandi fyrirtækisins. Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könn- uðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar STJÓRNMÁL Nokkrir forystumanna Framsóknarflokksins gagnrýna harðlega ummæli Sveinbjarg- ar Birnu Sveinbjörnsdóttur, odd- vita flokksins í Reykjavík, þess efnis að taka eigi til baka lóð sem múslímar hafa fengið úthlutað fyrir mosku í Safamýri. Gunnar Bragi Sveinsson, utan- ríkisráðherra og þingmaður Fram- sóknar, segir á fésbókarsíðu sinni að hann taki undir með Sigrúnu Magnúsdóttur þingflokksfor- manni um að skoðanir Sveinbjarg- ar Birnu endurspegli ekki afstöðu flokksins. Gunnar Bragi er fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins sem tjáir sig um málið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, vildi ekki tjá sig um ummælin í gær. Í stóru málunum á Stöð 2 í gær- kvöld sagði Kristinn Þór Jakobs- son, oddviti Framsóknarflokks- ins í Reykjanesbæ, að ummælin stríddu gegn grundvallarstefnu Framsóknarflokksins og að hann væri þeim ósammála. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun MMR sem birt var í gær er Framsókn- arflokkurinn nálægt því að ná inn fulltrúa í borgarstjórn. Ólafur Þór Gylfason, fram- kvæmdastóri MMR, segir að færi svo yrði það á kostnað Sjálf- stæðisflokksins, sem fengi þá þrjá fulltrúa. Ólafur Þór segir að sé miðað út frá gildum atkvæðum greiddum í borgar- stjórnarkosningum 2010 sé mun- urinn eitt atkvæði. Samkvæmt könnun MMR er Samfylking með fimm borg- arfulltrúa, Björt framtíð og Sjálfstæðisflokkur með fjóra, Vinstri græn og Pírat- ar með einn borgarfulltrúa hvor. Könnunin var gerð dagana 20. til 23. maí eða áður en umdeild ummæli Sveinbjarg- ar Birnu féllu. -jme Framsókn nálægt því að ná manni í borgarstjórn samkvæmt nýrri könnun: Sverja orð oddvita af flokknum SVEINBJÖRG BIRNA SVEINBJÖRNSDÓTTIR VEGUR BREIKKAÐUR Grafa frá verktakafyrirtækinu Ístak vinnur við breikkun á veginum um Kambana. Breikkunin er mikið öryggisatriði, enda fara á bilinu sex til átta þúsund bílar um Hellisheiði daglega. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEGAGERÐ Unnið er að því þessa dagana að breikka veginn um Kambana fyrir ofan Hvera- gerði, þannig að hann verði tvær akreinar í báðar áttir. Verkið er hluti af breikkun hringvegarins á tæplega 15 kíló- metra kafla á Hellisheiði, frá Hamragilsvegamótum að hring- torgi við Hveragerði. Verktakafyrirtækið Ístak sér um verkið. Á heimasíðu Ístaks segir að að loknum framkvæmd- um verði vegurinn um heiðina 2+1 vegur en 2+2 vegur í Kömb- unum. Vegurinn verður með aðskildum akreinum alla leið, með miðjuvegriði. Breikkun vegarins er mikið öryggisatriði, enda fara á bilinu 6.000 til 8.000 bílar um Hellis- heiði daglega og skyggni er oft slæmt, jafnvel um hásumar má gera ráð fyrir þoku. - jme Framkvæmdir í Kömbunum: Akreinum mun fjölga um eina Hótelskip í Hafnarfirði Samningar vegna hótel- og veitinga- skips í Hafnarfjarðarhöfn eru sagðir á lokastigi. 2 Eiginmaður neitar sök Tvær andlega fatlaðar konur hafa lagt fram kæru gegn manni sem þær segja hafa brotið gegn sér kynferðislega. 4 Úthlutun helmingi minni Bóka- safnssjóður fékk í ár 22 milljónir króna frá ríkinu en 42,6 milljónir í fyrra. 6 Pólitískur jarðskjálfti Flokkar sem vilja takmarka völd ESB fengu nærri 30 prósent þingsæta í kosningum til Evrópuþingsins. 10

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.