Fréttablaðið - 27.05.2014, Qupperneq 2
27. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
MENNTAMÁL Sjötíu stúdentar sem
vilja verða læknar hafa sótt um
að þreyta inntökupróf í Jessenius
School of Medicine í borginni Mar-
tin í Slóvakíu.
Skólinn er deild við Comenius-
háskólann í höfuðborginni Brati-
slava. Inntökuprófin verða haldin í
dag í Reykjavík og á fimmtudag á
Akureyri. Prófin þreyta 47 manns.
Í júlí verður svo boðið upp á annað
inntökupróf í skólann og nú þegar
eru 25 búnir að skrá sig.
Nemendur þreyta próf í efna-
fræði og líffræði og þurfa að ná lág-
markseinkunn í báðum greinum til
komast inn í skólann.
Af þeim sem þreyta inntökupróf-
ið í þessari viku má búast við að 50
haldi utan til náms í haust.
Tvö ár eru síðan fyrstu lækna-
nemarnir hófu nám við læknaskól-
ann í Martin, þá fóru átta nemend-
ur út. Í fyrra hófu 44 læknanám
við skólann. Á sama tíma hófu 48
stúdentar nám í læknisfræði við
Háskóla Íslands.
Að sögn Runólfs Oddssonar,
ræðis manns Slóvakíu á Íslandi,
hefur brottfall verið mjög lítið í
hópi þeirra sem hafa farið í lækn-
isnám.
„Ætli það séu ekki þrír til fjórir
sem hafa hætt námi af einhverjum
orsökum,“ segir Runólfur. Hann
segir að læknanemunum hafi líkað
mjög vel og samheldni innan hóps-
ins sé mikil. Skólinn sé mjög vel
tækjum búinn og nemendur stundi
námið í litlum hópum. Mörgum þyki
það þægilegt.
„Umhverfið er mjög fallegt og
stutt í margar náttúruperlur,“ segir
Runólfur og bætir við að það kunni
margir að meta. - jme
Líklegt má telja að á annað hundrað íslenskra nemenda verði í læknanámi í Slóvakíu á næsta skólaári:
Sjötíu stúdentar fara í inntökupróf á næstunni
HEILBRIGÐISMÁL Greinst hefur
MÓSA-smit á smitsjúkdómadeild,
A7, á Landspítala í Fossvogi. Smit-
ið nær til sjúklinga, starfsmanna
og umhverfis deildarinnar. Grip-
ið hefur verið til viðeigandi ráð-
stafana til að takmarka frekari
útbreiðslu.
Það felur í sér að loka þarf deild-
inni fyrir innlögnum sjúklinga og
heimsóknum til sjúklinga.
Ljóst er að tafir verða á eðli-
legri starfsemi lyflækningasviðs
þar sem legurými spítalans er tak-
markað en lokun A7 fyrir innlagn-
ir hefur leitt til tafa við innlagnir
nýrra sjúklinga. - jme
Deild lokað á Landspítala:
MÓSA-smit
ógnar fólki
UTANRÍKISMÁL Fundur forsætis-
ráðherra Norðurlandanna var
haldinn á Hótel Reynihlíð við
Mývatn í gær.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra var ánægð-
ur með hvernig til tókst. Sagði
hann að fundurinn hefði verið
mjög góður og að ráðherrar hefðu
almennt verið sammála um að
tekist hefði einstaklega vel til.
„Ráðherrar voru sammála um
að við ættum að efla norrænt
samstarf frekar en að draga úr
því. Það á við bæði um samstarf
ríkjanna í hinu eiginlega nor-
ræna samstarfi en líka aðkomu
þeirra að málum annars stað-
ar í Evrópu til dæmis varðandi
þróunina í Úkraínu, Sýrlandi og
Afganistan.“
Evrópukosningarnar voru
fyrirferðarmiklar á fundinum
og að mati Sigmundar eru efna-
hagsvandræði Evrópusambands-
ríkjanna rót vandans sem álfan
stendur frammi fyrir.
„ESB-kosningarnar voru vissu-
lega ræddar. Niðurstaðan gefur
ástæðu til að velta stöðunni fyrir
sér, þegnarnir þyrftu að fá meira
á tilfinninguna að þeir hafi eitt-
hvað um gang mála að segja.“
Jafnframt væri rót vandans þeir
miklu efnahagserfiðleikar sem
Evrópusambandslöndin hafa
verið að ganga í gegnum. - sa
Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna við Mývatn í gær gekk vel:
ESB-kosningar fyrirferðarmiklar
Á MÝVATNI
Sigmundur
Davíð sagði
að fundurinn
með hinum
forsætis-
ráðherrum
Norðurlanda
hefði gengið
mjög vel.
MYND/HARRY BJARKI
GUNNARSSON
NÍGERÍA Nígeríski herinn telur sig hafa uppgötvað hvar stúlkunum er
haldið sem rænt var af hryðjuverkasamtökunum Boko Haram í apríl.
Yfirmaður varnarmála í Nígeríu, Alex Badeh, sagði að þetta væru
góðar fréttir.
Þó játaði hann að herinn vildi ekki grípa til aðgerða sem krefðust
einhvers konar valdbeitingar.
„Við getum ekki sótt þær með valdi. Við viljum ekki að stúlkurnar
okkar deyi meðan við reynum að bjarga þeim,“ sagði Badeh. - kóh
Herinn vill bjarga gíslunum 200 án þess að valda þeim skaða:
Segjast hafa fundið stúlkurnar
HERSHÖFÐINGJAR Alex S. Badeh, formaður nígerískra varnarmála og aðrir hátt-
settir herforingjar ganga að ræðupúlti. Mikill fjöldi mótmælenda er óánægður með
aðgerðaleysi stjórnvalda við fjöldamannráni hryðjuverkasamtakanna Boko Haram.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Þrátt fyrir töluverða
aukningu á komum ferðamanna
til landsins hefur það ekki skilað
sér nægjanlega til þjóðarbúsins.
Tekjur af hverjum ferðamanni
hafa dregist saman ár frá ári, um
1.000-1.500 evrur á hvern ferða-
mann frá árinu 2004.
Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Rannsóknarstofnunar
atvinnulífsins á Bifröst. Í skýrsl-
unni er leitað leiða til að taka á
þessu vandamáli. Til að mynda
mætti hækka frítekjumörk náms-
manna eða finna leiðir til að auð-
velda bótaþegum að taka sér sum-
arstörf. - sks
Þjóðarbúið græðir ekki:
Skattsvik
í ferðaþjónustu
SPURNING DAGSINS
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
1
4-
10
50
Guðmundur, eru Brassar í
bandinu?
„Nei, en bæði Brazzi og Brasilía eru
í miklu uppáhaldi.“
Guðmundur Hreiðarsson er einn stofnmeð-
lima Skólahljómsveitar Grafarvogs sem nú
hafa tekið upp lúðrana eftir tuttugu ára hlé
og sameinast í Brassbandi Reykjavíkur.
FERÐAÞJÓNUSTA „Númer eitt er þetta
atvinnuskapandi í Hafnarfirði og
kemur bænum á kortið,“ segir
Magnús Garðarsson í Veitingalist
sem sótt hefur um leyfi fyrir hótel-
og veitingaskipi í Hafnarfjarðar-
höfn.
Að sögn Magnúsar verður um að
ræða 79 metra langt hótelskip með
62 herbergjum sem öll hafa eigið
bað og bjarta glugga. Þar er 130
manna veitingastaður og bar og
fundarherbergi. Fleyið er í „retro-
stíl“.
„Skipið var
smíðað í Búda-
pest í Ungverja-
landi árið 1962
þegar nóg var
til af peningum
og ekkert var til
sparað. Það var
allt tekið í gegn
2011 og við erum
að láta breyta
því enn meira
og gera það að
þriggja stjörnu
hóteli áður en það
kemur til lands-
ins,“ segir Magn-
ús.
Einn forsvars-
manna verkefn-
isins er Hafn-
firðingurinn Úlfar Eysteinsson á
veitingastaðnum Þremur frökkum.
Úlfar mun sjá um rekstur veitinga-
staðarins um borð en Magnús segir
enn eftir að ganga frá samningum
um rekstur hótelhlutans. Ýmsir
þættir séu enn ófrágengnir. „En
skipið er væntanlegt hingað í júlí
og á að verða tilbúið 1. september,“
segir hann.
Nokkrir staðir hafa verið ræddir
fyrir skipið. Efst á listanum núna er
að það verði bundið við flotbryggju
út af svokölluðu Kirkjutorgi.
„Við höfum verið að skoða með
jákvæðum huga hvort það er mögu-
leiki að útbúa aðstöðu fyrir þetta,“
segir Már Sveinbjörnsson, hafnar-
stjóri Hafnarfjarðarhafnar. Hót-
elskipið geti ekki verið við hefð-
bundna bryggju vegna mikils
munar á flóði og fjöru. Lausnin gæti
því verið flotbryggja. Tveir staðir
komi nú helst til greina og þá helst
framan við Kirkjutorg þar sem auð-
velt sé að tengja aðkomuna gatna-
kerfinu og staðurinn gæti tengst
nauðsynlegri stækkun aðstöðunnar
fyrir smábáta í Flensborgarhöfn.
„Þetta er hugmynd sem hugsan-
lega gæti gengið en þarf að skoða
miklu betur. Ef af þessu yrði gæti
það aldrei orðið fyrr en á næsta ári,“
segir hafnarstjórinn og minnir á að
öllu skipulags- og hönnunarferli sé
ólokið auk þess afla þurfi leyfa frá
eftirlitsaðilum. „Það á eftir að skoða
talsvert mikið ennþá áður en það
verða teknar ákvarðanir.“
gar@frettabladid.is
Fljótandi hóteli stefnt
að Hafnarfjarðarhöfn
Samningar vegna hótel- og veitingaskips í Hafnarfjarðarhöfn eru sagðir á lokastigi.
Skipið var smíðað í Ungverjalandi fyrir hálfri öld og er með 62 herbergjum og
veitingastað. Hafnarstjórn er jákvæð gagnvart skipinu sem á þó enn langt í land.
ÚLFAR
EYSTEINSSON
MÁR SVEIN-
BJÖRNSSON
KIRKJUTORG Dýpkunarframkvæmdir og hafnargerð þarf til áður en hægt verður að
hefja rekstur hótel- og veitingaskips í Hafnarfjarðarhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skipið
var smíðað í
Búdapest í
Ungverjalandi
árið 1962
þegar það var
nóg til af
peningum.
Magnús Garðarsson
í Veitingalist.
Ætli það
séu ekki þrír til
fjórir sem hafa
hætt námi af
einhverjum
orsökum.
Runólfur Oddsson,
ræðismaður Slóvakíu á Íslandi