Fréttablaðið - 27.05.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 27.05.2014, Síða 4
27. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 4.776 krónur var meðal-verð á herraklipp- ingu í febrúar síðastliðnum. Klippingin kostaði 3.832 krónur í febrúar 2010 og hefur því hækkað um nærri 25 prósent í verði. KJARAMÁL Í gær var skrifað undir kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair eftir 26 tíma lang- an samningafund hjá ríkis- sáttasemjara. Samið var til ágústloka 2015. Því verður ekki af verk- falli sem átti að hefjast klukk- an sex í morgun. Hins vegar hefur verið boðað til verk- falls 12. júní samþykki flugfreyjur ekki samninginn. Sigríður Ása Harð- ardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir launahækkan- ir vera í takt við hækkanir flugmanna Icelandair. Guð- jón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir allar flugferðir félagsins nú vera á áætlun. Guðjón segir óvíst hvaða áhrif kjaradeilur Ice- landair og starfsmanna hafi á afkomu félagsins. Enn er ósamið milli flug- virkja og Icelandair. Þeim samninga- viðræðum hefur verið skotið til ríkis- sáttasemjara. - ih Flug er á áætlun eftir að samningar náðust í kjaradeilu flugfreyja og Icelandair eftir 26 tíma fund: Flugfreyjur gerðu samning út ágúst 2015 SAMNINGUR Í HÖFN Samn- ingurinn var handsalaður hjá ríkissátta- semjara í gær. FRÉTTBALAÐIÐ/VALLI GUÐJÓN ARNGRÍMSSON ÍSRAEL Frans páfi lauk ferð sinni um Mið-Austurlönd í gær þegar hann heimsótti ýmsa helgidóma í Jerúsalem. Í Al-Asque-moskunni hvatti páfi fólk af öllum trúarbrögðum til að vinna saman að réttlæti og friði. Því næst baðst hann fyrir við Grátmúrinn þar sem hann skildi eftir bréfmiða. Forsetar Ísraels og Palestínu hafa fagnað páfanum, og hafa þeir báðir þegið fundarboð hans til Vatíkansins. Frans hélt einnig ræðu þar sem hann minntist helfararinnar. „Megi enginn misnota nafn guðs í þágu ofbeldis framar. - kóh Hvatti til friðar og réttlætis: Páfi lýkur ferð í Jerúsalem SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Seyð- isfjarðar tekur undir bókun bæj- arstjórnar Fljótsdalshéraðs um sameiningu sveitarfélaga á Aust- urlandi. „Í því samhengi telur bæjarráð að einn af vænleg- ustu kostunum geti verið sam- eining Seyðisfjarðarkaupstað- ar og Fljótsdalshéraðs,“ segir bæjarráðið sem kveður fulltrúa Seyðisfjarðar hafa unnið af heil- indum að verkefni á vegum Sam- bands sveitarfélaga á Austur- landi um að kanna kosti og galla sameiningar allra sveitarfélaga í fjórðungnum. Það sé miður að verkefnið hafi lagst af. - gar Seyðisfjörður vill sameinast: Horfa yfir heiði til Héraðsbúa SEYÐISFJÖRÐUR Tækifæri í samein- ingu upp á Egilsstaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GRÁTMÚRINN Páfi snerti múrinn, baðst fyrir og skildi eftir bréfmiða í glufu milli steinanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP NORÐUR-KÓREA Yfirvöld í Norð- ur-Kóreu hafa líflátið fjóra byggingarverkfræðinga eftir að 23 hæða bygging hrundi í Pjong- jang, höfuðborg ríkisins. Auk verkfræðinganna var embættismaður hersins sem hafði yfirumsjón með byggingu hússins sendur í fangabúðir. Þótt nákvæm orsök hrunsins sé óþekkt, er líklegt að hunda- vaðsháttur hafi verið í vinnu- brögðum iðnaðarmanna sem unnu að byggingu hússins. Algengt er að ýmsum bygg- ingarhráefnum sé stolið til sölu á svörtum markaði. - kóh Fjórir verkfræðingar líflátnir: Háhýsi hrundi í Norður-Kóreu SAMFÉLAGSMÁL Samtök græn- metisæta kusu um veitingu hvatningarviðurkenninga fyrir framúrskarandi þjónustu og vöruframboð fyrir grænmetis- ætur. Í ár hljóta fyrirtækin Bulsur, Ísbúðin Valdís og Gló hvatningar- verðlaunin, og fá því afhent við- urkenningarskjöl samtakanna. Bulsur hlutu verðlaunin fyrir vöruþróun og markaðssetningu á grænmetispylsum, Valdís fyrir framboð af vegan ísréttum og Gló fyrir sífellda vöruþróun og gott framboð grænmetisrétta. - kóh Þrjú fyrirtæki verðlaunuð: Hvatning til grænmetisæta LÖGREGLUMÁL Eiginmaður for- stöðukonu sumardvalarheimilis fyrir fatlaða, rétt utan við Sel- foss, neitar að hafa brotið gegn tveimur fötluðum konum sem hafa kært hann fyrir kynferðis- brot gegn sér. Um tvö aðskilin mál er að ræða en rannsókn annars þeirra er lokið og er það nú til meðferðar hjá ríkissaksóknara. Búist er við að rannsókn síðara málsins klár- ist í næsta mánuði. Manninum er gefið að sök að hafa brotið gegn konunum tveim- ur, sem eru þroskahamlaðar, síð- astliðið sumar. Forstöðukona heimilisins greindi Fréttablaðinu frá því að önnur konan hefði lýst bílferð sem hún fór í ein með manninum en sjálf vill forstöðu- konan meina að slíkt hafi aldrei átt sér stað. Jafnframt greindi hún frá því að sér sé ætlað að hafa komið að manni sínum við eitt brotanna en konan harðneitar að það hafi nokkru sinni átt sér stað. Hún segist ekki leggja neina trú á sögu kvennanna og segir þær hafa eyðilagt starfsemi sína. Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir brotið neitar sömuleið- is sök. „Það á bara eftir að koma í ljós hvernig þetta horfir við mér,“ segir maðurinn. „Þetta mál hefur bara sinn gang og það verða vænt- anlega dómstólar að skera úr um það hvað er rétt og hvað er rangt í þessu.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er álitamál um grófleika brotanna. Rannsókn málsins muni leiða í ljós hvort um brot gegn 194. grein almennra hegningarlaga sé að ræða en samkvæmt því ákvæði telst það nauðgun að notfæra sér andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök. Einnig komi til álita að brotin falli undir 199. grein lag- anna en hún snýr að banni við kyn- ferðislegri áreitni sem meðal ann- ars felst í káfi á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan. Sumardvalarheimilið hefur verið starfrækt um áratugaskeið. Starfsemi þess var hætt þegar ásakanirnar komu upp og segir forstöðukona heimilisins að starfið verði ekki tekið upp að nýju þegar málinu lýkur. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var félagsmálayfirvöld- um í nærliggjandi sveitarfélögum greint frá því að rannsókn málsins stæði yfir. Ekki hafa komið fram fleiri ásakanir á hendur mannin- um. snaeros@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ *ATH. takmarkað magn á einstökum vörum. sala@nyherji.is // 569 7700 Bleksprautuprentarar, fjölnotaprentarar, laserprentarar, ljósritunarvélar og teikningaprentarar. Prentaradagar Allt að 40% afsláttur* Eiginmaður forstöðu- konu neitar allri sök Tvær andlega fatlaðar konur hafa lagt fram kæru gegn manni sem þær segja hafa brotið gegn sér kynferðislega. Maðurinn er búsettur á sumardvalarstað fyrir fatlaða sem konurnar hafa heimsótt. Maðurinn neitar að brotin hafi átt sér stað. ÁRALÖNG STARFSEMI Heimilið hefur tekið á móti fötluðu fólki í sumardvöl um áratugaskeið. Samkvæmt heimildum hafa ekki komið fram ásakanir fyrr um kyn- ferðisbrot. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá MILT NÆSTU DAGA Ljómandi fínt veður næstu daga, einkum á morgun og á uppstigningardag. Áfram suðlægar áttir ríkjandi og milt í veðri. Lítils háttar úrkoma vestan til í dag en úrkomulítið og léttir til á morgun. 8° 6 m/s 10° 7 m/s 11° 5 m/s 11° 7 m/s 3-8 m/s. Víðast mjög hægur vindur. Gildistími korta er um hádegi 28° 32° 18° 18° 18° 11° 16° 18° 18° 23° 17° 22° 22° 29° 21° 23° 17° 18° 12° 3 m/s 10° 5 m/s 14° 4 m/s 12° 3 m/s 12° 2 m/s 13° 4 m/s 5° 5 m/s 14° 12° 11° 10° 12° 11° 17° 15° 16° 13° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN Þetta mál hefur bara sinn gang og það verða væntanlega dómstólar að skera úr um það hvað er rétt og hvað er rangt í þessu. Maðurinn sem var kærður fyrir kynferðisbrotið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.