Fréttablaðið - 27.05.2014, Page 6
27. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Í hvaða banka fannst myglusveppur?
2. Hver er meðalaldur starfsfólks við
kennslu í grunnskólum?
3. Hver er heimsmeistari unglinga í
bekkpressu?
SVÖR:
1. Landsbankanum. 2. 46 ár. 3. Fanney
Hauksdóttir.
VERKIN TALA
Opnar meistaravarnir og kynningar á
rannsóknarverkefnum við tækni- og
verkfræðideild
Hádegiserindi verða flutt kl. 12:15-12:45
Dagskrá:
Hvers vegna og hvernig eyðileggjast efnin
í mannslíkamanum?
- Magnús Kjartan Gíslason
Notkun kísils til einangrunar á litarefni úr
örþörungum Bláa lónsins
- Halldór G. Svavarsson
Nýtt meistaranám í raforkuverkfræði við
Háskólann í Reykjavík
- Ragnar Kristjánsson
Does the perceived risk attitude among
Icelandic decision makers correlate with the
reality of cost overruns?
- Þórður Víkingur Friðgeirsson
Notkun gagna við ákvarðanatöku
- Hlynur Stefánsson
Meistaraverkefni í verkfræði
- Opnar kynningar og varnir útskrifarnema
Þriðjudagur
27. maí
Stofa: V102
Miðvikudagur
28. maí
Stofa: V102
Mánudagur
2. júní
Stofa: V102
Þriðjudagur
3. júní
Stofa: V102
Miðvikudagur
4. júní
Stofa: V102
Fimmtudagur
5. júní
kl. 9-17
í Háskólanum í Reykjavík
27. maí - 5. júní
ALLIR VELKOMNIR!
Á BÓKASAFNI Barnabækur eru mest lánaðar auk bóka mikilsvirtra þýðenda.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNING Rithöfundar og aðrir sem
rétt eiga á úthlutun úr bókasafns-
sjóði vegna afnota verka þeirra
á bókasöfnum fá í ár 17,85 krón-
ur fyrir hvert útlán. Í fyrra var
úthlutun fyrir hvert útlán 36,90
krónur.
Í ár fékk sjóðurinn 22 milljónir
króna frá ríkinu til úthlutunar en
í fyrra var upphæðin 42,6 milljón-
ir. Alls fá 423 úthlutað úr sjóðnum
í ár. Hæstu greiðslur eru tæplega
700 þúsund krónur og fá tveir um
það bil þá upphæð. Um 380 manns
fá undir 100 þúsundum króna en
um 40 fá yfir 100 þúsund krónur,
þar af fá einungis ellefu höfundar
hærra en 200 þúsund krónur.
„ Þ et ta er u
náttúrulega
engir peningar
sem höfundar
eru að fá fyrir
lán á verkum
sínum. Þ eim
finnst sárgræti-
legt að kastað
sé í sjóðinn eftir
hendinni. Þetta
fer eftir ákvörðunum fjárveit-
ingavaldsins á hverju ári. Sænsk-
ir höfundar eru með samningsrétt
og hitta ríkisvaldið á hverju ári
til að semja um upphæðina. Flest-
ir sem fá einhverjar bókasafns-
greislur hafa einhverja samnings-
stöðu en það höfum við ekki,“ segir
Ragnheiður Tryggvadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rithöfundasam-
bands Íslands og ritari úthlutunar-
nefndar greiðslna fyrir afnot bóka
á bókasöfnum.
Hún segir að úthlutunin í fyrra
hafi verið gleðileg. „Þá spýttu
menn í með fjárfestingaáætlun en
svo var hún tekin af okkur og 1,1
milljón króna í viðbót. Þegar sjóð-
urinn var stofnaður árið 1998 voru
17,3 milljónir í honum. Þá sagði í
áliti nefndar um sjóðinn að stefna
bæri að því að hann yrði 90 millj-
ónir á nokkrum árum og var þá
miðað við nágrannalöndin.“
Sjóðurinn er svokallaður deili-
tölusjóður, að sögn Ragnheiðar. Um
800 manns eru skráðir í sjóðinn. Í
fyrra fengu 603 úthlutun eða tæp-
lega 200 fleiri en í ár. Samkvæmt
lögum er lágmarksgreiðsla þrjú
þúsund krónur og hækkar hún sam-
kvæmt framfærsluvísitölu. „Lág-
marksgreiðslan í ár er 4.437 kónur.
Það eru yfirleitt um 200 höfundar
sem aldrei ná lágmarki. Þeir eru
kannski bara með eina bók.“
Ragnheiður segir að það séu
bækur barnabókahöfunda og
bækur mikilsvirtra þýðenda sem
mest séu lánaðar á bókasöfnum.
„En það eru ekki þeir sem fá sam-
tals mestu starfslaunin. Barna-
bókahöfundar fá til dæmis mjög
sjaldan heilt ár úr launasjóði og
þeir fá helmingi minna en „full-
orðinshöfundar“ fyrir bókina sína
þar sem barnabækur eru seldar á
helmingi lægra verði. Ef það væru
alvörutölur í þessum sjóðum gætu
barnabókahöfundar verið að fá
þrenn mánaðarlaun út úr þessu.“
Framkvæmdastjórinn getur
þess að á fundi með menntamála-
ráðherra í vikunni hafi verið
ákveðið að skipa þriggja manna
nefnd til að skoða hvort hægt sé
að setja inn í lög hvernig ákvarða
eigi fjárhæð í bókasafnssjóðinn.
ibs@frettabladid.is
Úthlutun til höfunda
helmingi minni í ár
Bókasafnssjóður fékk í ár 22 milljónir króna frá ríkinu en 42,6 milljónir í fyrra.
Höfundar hafa enga samningsstöðu. Í ár fá 423 af um 800 á skrá úthlutað úr
sjóðnum en 603 í fyrra. Hæstu greiðslur nema tæplega 700 þúsund krónum.
RAGNHEIÐUR
TRYGGVADÓTTIR
Rithöfundar, þýðendur, mynd-
höfundar, tónskáld og eftirlifandi
makar rétthafa eða börn (undir
18 ára aldri) látinna rétthafa
geta sótt um hjá sjóðnum og
fengið greitt árlega miðað við
útlán verka. Undanþágur eru þó
nokkrar.
Hverjir fá úthlutað?
Krónur Fjöldi höfunda
Yfir 600 þúsund 2
Yfir 200 þúsund 11
Yfir 100 þúsund 29
Undir 100 þúsund 380
Úthlutun til
höfunda í ár
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Vísir hefur í mán-
uðinum staðið fyrir Oddvitaáskorun Vísis, þar
sem þeir 184 oddvitar, sem leiða lista sína í 74
sveitarfélögum, fá tækifæri á að kynna sig og
áherslur flokka sinna á léttum nótum. Oddvitar
víða um land hafa nýtt sér tækifærið og er hægt
að skoða afraksturinn á kosningavef Vísis.
Áskorunin gengur út á að svara nokkrum lau-
fléttum spurningum, taka „selfie“ og að taka
upp mínútulangt myndband þar sem farið er yfir
áherslur flokksins.
Allir fimm oddvitar Akraneskaupstaðar hafa
tekið þátt í Oddvitaáskoruninni og hefur mikið
verið lagt í öll myndböndin.
Allt fram að sveitarstjórnarkosningunum 31.
maí munu kynningar á oddvitum víðs vegar um
landið verða birtar á Vísi. Allir oddvitar geta
tekið þátt. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast
á netfanginu samuel@365.is.
- skó
Vísir birtir kynningar á oddvitum framboða á landsvísu fyrir kosningarnar:
Áherslur kynntar á léttum nótum
LÖGGÆSLA Þrjú mál komu upp
hér á landi í alþjóðlegri aðgerð,
sem er nýlokið, gegn fölsuðum og
ólöglegum lyfjum sem seld eru
á netinu. Embætti tollstjóra og
Lyfjastofnun tóku sameiginlega
þátt í aðgerðinni, sem stóð í viku.
Um er að ræða stærstu alþjóð-
legu aðgerð gegn sölu ólöglegra
lyfja sem framkvæmd hefur
verið. Meðal fölsuðu og ólöglegu
lyfjanna sem fundust voru megr-
unarlyf, krabbameinslyf, malar-
íulyf og stinningarlyf. - jme
Tóku þátt í stórri aðgerð:
Fundu fölsuð
og ólögleg lyf
ÚKRAÍNA Úkraínskir aðskilnaðar-
sinnar hertóku flugvöllinn í borg-
inni Donetsk í austurhluta Úkraínu
í gærmorgun.
Aðskilnaðarsinnar tóku flugvöll-
inn með hervaldi snemma morguns.
Síðar um daginn gerðu úkraínskir
hermenn loftárás á flugvöllinn til
þess að reka uppreisnarmennina á
brott og taka stjórnina á ný.
Undir kvöld hafði skothríðina
lægt, og svo virtist sem átökunum
hefði lokið, að sögn fréttastofu BBC.
Átökin áttu sér stað morgun-
inn eftir að Petro Porósjenkó, sæl-
gætisauðkýfingurinn sem verður
nýr forseti Úkraínu, talaði um að
binda enda á óeirðirnar í samráði
við Rússa.
Utanríkisráðherra Rússlands,
Sergei Lavrov, sagði rússnesku
ríkisstjórnina tilbúna að ræða við
Porósjenkó, en aðeins að því gefnu
að ofbeldi gegn aðskilnaðarsinn-
um linnti. Porósjenkó hyggst funda
með rússnesku leiðtogunum í byrjun
júní, eftir fund með og Bandaríkj-
unum og ESB Póllandi. - kóh
Aðskilnaðarsinnar tókust á við úkraínska herinn í austurhluta landsins í gær:
Hart barist á flugvelli í Donetsk
MÓTMÆLI Aðskilnaðarsinnar berjast
hart fyrir því að Luhansk-hérað í Úkraínu
geti lýst yfir sjálfstæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
VEISTU SVARIÐ?