Fréttablaðið - 27.05.2014, Page 12

Fréttablaðið - 27.05.2014, Page 12
27. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Lokað í dag frá kl. 13:00 vegna útfarar Gísla Jóns Helgasonar Fyllt súkkulaðiskál að hætti Jóa Fel – 40 bitar, þ.e. kransakonfekt, Sörur og jarðarber Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut BANDARÍKIN Verðsamráðsrann- sókn bandaríska réttarmálaráðu- neytisins hefur leitt til einnar umfangsmestu könnunar á auð- hringamyndun í sögu stofnunar- innar. Fleiri tugir einstaklinga og fyrirtækja innan atvinnugreinar, sem framleiðir nauðsynlega bíla- íhluti, hafa verið sakaðir um verð- samráð. Þegar hafa 34 einstaklingar og 27 fyrirtæki játað sekt sína. Áætlað er að gerendurnir muni greiða rúmlega 2,7 milljarða Bandaríkjadala, eða um 306 millj- arða íslenskra króna, í skaðabæt- ur. - kóh Rúmlega 60 játað sekt sína: Umfangsmikið verðsamráð VÍSINDI Grísir sem fengu fituríkt fóður urðu félagslyndari og minna árásargjarnir en hópar sem fengu fitusnauðara fóður. Grísirnir urðu jafnframt óhræddari en viðmiðunar- hópar. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar vísindamanna við Háskólann í Kaupmannahöfn sem segja að þetta ætti að hafa í huga þegar þjóðinni eru gefnar leiðbeiningar um næringu. Líf- eðlisfræði manna og svína sé nefni- lega áþekk. - ibs Vísindamenn við danskan háskóla rannsökuðu grísi: Verða vingjarnlegir af fituríku fæði FÉLAGSLYNDARI Grísirnir í rann- sókninni fengu 42 prósent orkunnar úr fitu. NORDICPHOTOS/GETTY Kosningabaráttan er að ná hámarki Frambjóðendur reyna nú sitt besta til að ná eyrum kjósenda síðustu vikuna fyrir kosningar. Oddvitar framboðanna átta sem bjóða fram í höfuðborginni hafa í nógu að snúast þessa dagana og þeytast á milli staða til að spjalla við kjósendur. FRAMSÓKN Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti fram- sóknarmanna, var glöð í bragði í Hinu húsinu þar sem hún ræddi málefni unga fólksins. RÆTT VIÐ UNGA FÓLKIÐ Þorvaldur Þorvaldsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar, ræddi málefni unga fólksins á fundi Reykjavíkurráðs ungmenna í Hinu húsinu í gærkvöldi. STEFNUMÁL Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar, kynnti stefnumálin fyrir starfsmönnum Landspítalans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á FLUG Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, fór yfir stóru málin í spjalli við kjósendur í Kolaportinu um helgina. EFTIRSÓTTUR Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar- innar í Reykjavík, er sá oddviti sem flestir vilja sjá í borgar- stjórastólnum. Hann ræddi við kjósendur í Kolaportinu um helgina. Á NÆSTU GRÖSUM Píratar hafa notið góðs gengis í borginni. Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata, heilsaði upp á kjós- endur í Grasagarðinum í Laugardal á sunnudag. RÆDDI MÁLIN Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks- ins í borginni, ræddi við kjósendur við stórmarkað. FRÉTTABLAÐI/DANÍEL www.tskoli.is Hársnyrtiskólinn Kynntu þér námið á tskoli.is/harsnyrtiskolinn Opið fyrir umsóknir á haustönn á menntagatt.is til 31. maí. Hársnyrting er lifandi og litríkt fag fyrir skapandi einstaklinga. Átt þú samleið með okkur? Í HÁSKÓLANUM Sigurður Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar var í Hátíðarsal Háskóla Íslands í gær þar sem hann spjallaði við viðstadda.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.