Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 14
27. maí 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Þegar þingi lauk skriðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar út í birtuna með stór- ar yfirlýsingar um fyrirætlanir sínar. Heilbrigðisráðherra mætti í fréttir kort- eri eftir að stjórnarmeirihlutinn sam- þykkti að dreifa 80 milljörðum af opin- beru fé í skuldaleiðréttingar og tilkynnti að selja yrði ríkiseignir til að byggja nýjan Landspítala. Hann minntist ekki einu orði á að á sínum tíma hefði Síminn verið seldur úr almannaeign, meðal ann- ars til að byggja nýjan spítala. Almenn- ingur í landinu man hins vegar vel eftir því og spyr: Hversu oft á að selja nýjar og nýjar almannaeignir til að byggja sama spítalann? Næstur á svið var fjármálaráðherra sem viðraði áhuga sinn á því að selja hlut í Landsvirkjun; fyrirtæki sem í senn er gríðarmikilvægt fyrir þjóðarhag og mun líklega skila þjóðarbúinu talsverðum arði á næstu árum en heldur þar að auki utan um nýtingu sameiginlegra orku- auðlinda þjóðarinnar sem er mjög mikil- vægt að lúti lýðræðislegri stjórn enda um hápólitískar ákvarðanir að ræða. Sem betur fer er að minnsta kosti einn ráðherra ósammála fjármálaráðherr- anum enda virðist hugmyndin fyrst og fremst sprottin úr pólitísku málshátta- safni Sjálfstæðisflokksins. Þó að ráðherrarnir tali eins og þeim hafi dottið eitthvað firnasnjallt og óvænt í hug er einkavæðing á almannaeigum ekki ný af nálinni og almenningur fékk að kynnast afleiðingunum af síðasta einkavæðingarflippi í hruninu. Einka- væðingin hefur þó ekki verið bundin við ríkið því ýmis sveitarfélög hafa gengið mjög langt í að einkavæða almannaeigur, oftast undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, og mörgum er enn í fersku minni REI- ævintýrið sem snerist um einkavæðingu á hluta Orkuveitu Reykjavíkur og full- trúar allra annarra flokka en Vinstri- grænna virtust reiðubúnir að sam- þykkja. Ég treysti á það að íslenskur almenn- ingur mótmæli kröftuglega frekari einkavæðingu almannaeigna á viðkvæm- um tímum þar sem máli skiptir að verja sameignina og komast saman í gegnum eftirhreytur efnahagshrunsins. Einka- væðing dregur úr áhrifum almennings á grunnþjónustu, getur veikt stöðu ríkis- ins og eykur ójöfnuð. Því skiptir máli að hafa öfluga fulltrúa á þingi og í sveitar- stjórnum sem standa vörð um það sem við eigum sameiginlega. Því skiptir miklu að fulltrúar Vinstri-grænna fái sem víðast brautargengi í kosningunum á laugardaginn kemur. Fyrir almannahag FJÁRMÁL Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna F lokkar sem eru andsnúnir Evrópusamstarfinu náðu víða góðum árangri í kosningunum til Evrópuþingsins um síðustu helgi. Með í pakkanum fylgdu ýmis sjónarmið einstakra flokka sem eru líklega heldur ógeðfelld fyrir smekk íslenzkra kjósenda, til dæmis daður við nazisma og fasisma, andúð á útlendingum og samkynhneigðum og gamal- dags sýn á hlutverk kynjanna, að ekki sé talað um andstöðu við moskubyggingar. Það breytir ekki því að hefðbundnari og hóf- samari flokkar, sem víðast hvar eru við völd í Evrópusambands- ríkjunum, verða að taka mark á þeim skilaboðum sem kjósendur senda með því að greiða þessum flokkum atkvæði sitt. Að stórum hluta útskýrir efnahagskreppa undanfarinna ára árangur lýðskrumsflokka í ESB-ríkjum. Að einhverju leyti hefur sambandið verið haft fyrir rangri sök og því verið kennt um niðurskurð og aðhaldsaðgerðir sem voru óhjákvæmilegar vegna óstjórnar og eyðslu einstakra ríkisstjórna. Að einhverju leyti skýrast úrslitin af því að almenningur er þreyttur á hefðbundnu flokk- unum og gömlu stjórnmálaelítunni, sem nær illa til fólks. Það er vandi sem ekki er bundinn við ESB; við Íslendingar þekkjum hann til dæmis ágætlega. Og svo fer ekki á milli mála að Evrópusambandið er í huga margra flókið, fjarlægt, óskilvirkt og kemur hagsmunum hins almenna kjósanda lítið við. Þessi kosningaúrslit þýða að bæði hefðbundnir flokkar í aðildarríkjunum og stofnanir Evrópusambandsins þurfa að hugsa sinn gang. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, túlkar kosningaúrslitin þannig að þau styðji við hans eigin stefnu um að ekki eigi að ganga lengra á braut Evrópusamrunans, heldur þvert á móti snúa við og afhenda aðildarríkjunum aftur sumt af því valdi sem hefur verið fært til ESB. Þótt hefðbundnari og hófsamari flokkar verði áfram ráðandi á Evrópuþinginu er mjög líklegt að velgengni flokka sem efast um gildi Evrópusamrunans hafi einmitt þessi áhrif; að ekki verði tekin stór stökk fram á við í samrunaþróuninni á næstu árum. Gangi það eftir afsannar það kenningu margra efasemdamanna að Evrópuþingið skipti engu máli, hafi engin áhrif og þess vegna séu Evrópuþingskosningarnar líka húmbúkk. Raunar er dálítið skondið að sjá að sumir, sem hafa haldið slíkum sjónarmiðum fram, eru nú eftir helgina þeirrar skoðunar að þessar kosningar marki merk tímamót í sögu Evrópusambandsins. Þannig er það nú samt líklega; þessi kosningaúrslit munu breyta þróun sam- bandsins, að minnsta kosti um skeið. Og almenningur í ESB-ríkj- unum hefur þá með lýðræðislegum hætti haft áhrif sem talsmenn margra lýðskrumsflokkanna halda fram að hann hafi alls ekki! En hvað þýðir þetta fyrir umsóknarríkið Ísland? Væntanlega að hægt verður á þeirri samrunaþróun sem margir íslenzkir stjórn- málamenn óttast að leiði til þess að til verði evrópskt „sambands- ríki“ eða „ofurríki“. Það út af fyrir sig myndi gera Evrópusam- bandið aðgengilegri kost fyrir marga Íslendinga, þótt sjálfsagt fagni fáir því að öfgasjónarmið af ýmsu tagi eignist fleiri fulltrúa á Evrópuþinginu. Hvað þýða úrslit Evrópuþingskosninganna? Öfgaflokkar gegn Evrópusamruna Hvað viljið þið í raun og veru? Sjálfstæðismenn í borginni hafa byggt kosningabaráttu sína meðal annars á gagnrýni á húsnæðisstefnu núverandi meirihluta og segja hana fjáraustur. Þrátt fyrir þetta er það hreinlega yfirlýst markmið sitjandi ríkisstjórnar að ráðast í íbúðabygg- ingaátak að hætti Breiðholtsins. Það bendir því allt til þess að Sjálf- stæðisflokknum í ríkisstjórn þyki það snjallt að hið opinbera komi að byggingu íbúða á meðan sami flokkur í Reykjavík, með Halldór Halldórsson í broddi fylkingar, telur það ábyrgðarleysi og skrum. Svo er bara spurning hver hefur rétt fyrir sér. Konur til áhrifa fyrir 127 þúsund Frjáls verslun bauð áhrifamiklum íslenskum konum að kaupa viðtal við sig fyrir 127 þúsund krónur. Viðtölin eiga að birtast í árlegu kvennablaði Frjálsrar verslunar sem fer yfir það hverjar eru „Áhrifamestu konurnar 2014“. Á meðal þeirra sem fengu tilboðið var Ásthildur Sturludóttir, bæjarstýra Vesturbyggðar, en hún sagði frá því á Facebook-síðu sinni að sér dytti ekki í hug að kaupa umfjöllunina. Það eru nú líka flestir sammála um að það væri hámark hégómans að kaupa umfjöllun um sjálfan sig á glans- pappír. Ekki jafn góð og Besti Seinni-breiðskífu-bölv- unin er ekkert til að grínast með í tónlistarbransanum og margar hljóm- sveitir hafa fallið í gildruna eftir vel heppnaða frumraun. Björt framtíð frumsýndi í gær nýtt kosningamyndband þar sem frambjóðendur syngja íslenska út- gáfu lagsins We Built This City eftir bandarísku rokksveitina Starship. Það er vægt til orða tekið að segja að lagið nái ekki sama flugi og þegar Besti flokkurinn söng Við erum best við lag Tinu Turner fyrir fjórum árum síðan. Nú krossleggjum við fingur, fyrir Björn Blöndal og félaga, að allt kjörtímabilið verði ekki seinni-breiðskífu- bölvuninni að bráð. snaeros@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.