Fréttablaðið - 27.05.2014, Side 18

Fréttablaðið - 27.05.2014, Side 18
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Steingerður varði doktorsritgerð sína í lýð-heilsunæringarfræði frá Gautaborgarháskóla í apríl. Þar kannaði hún sambandið milli skjánotkunar ungra barna, mataræðis og holda- fars þeirra, ásamt því að greina hvernig matur og drykkur kemur fyrir í barnaefni. Hún hlaut nýverið styrk úr Lýðheilsusjóði til að framkvæma svipaða greiningu á mat í barnaefni í íslensku sjónvarpi. „Ég er ekki byrjuð á íslensku rannsókninni en mun byggja hana svipað upp og í Svíþjóð,“ segir Steingerður sem skoðaði barnaefnið Bolibompa í sænsku ríkissjónvarpi þar sem engar auglýsing- ar eru sýndar. „Bolibompa er umgjörð utan um ýmsa barnaþætti, bæði leikna þætti og teikni- myndir sem framleidd eru í Svíþjóð og víðar,“ lýsir Steingerður. Í greiningu sinni skoðaði hún hversu oft matur og drykkur kom fyrir í þáttunum og í hvaða sam- hengi maturinn birtist. Það er hvort maturinn kom fram í tengslum við börn eða fullorðna og hvort maturinn birtist í bakgrunni eða forgrunni. „Ég skipti matnum í þrjá flokka; í fyrsta lagi orkuríkan og næringarsnauðan mat á borð við kökur, gos- drykki og sælgæti, í öðru lagi ávexti og grænmeti og í þriðja flokknum var allt annað.“ Þegar þessu var lokið gerði Steingerður könnun á því hver tengsl þessara flokka væru við hinar breyturnar. „Niðurstaðan var sú að ávextir og grænmeti birt- ust oft í barnaefninu en oftar í bakgrunni en annar matur. Fimmti hluti þess matar sem kom fyrir í barnaefninu var orkuríkur og næringarsnauður matur sem oft birtist í forgrunni og oftar með börn- um en fullorðnum í samanburði við annan mat,“ segir Steingerður. Hún segir niðurstöðurnar geta vakið athygli á möguleikanum á að nýta sjónarmið heilsueflingar í framleiðslu barnaefnis. Steingerður segir áhugavert að vita hvort svipaða niðurstöðu verði að fá í rannsókn sinni á barnaefni í íslensku sjónvarpi. ■solveig@365.is SKOÐAR MAT Í BARNAEFNI RANNSÓKN Steingerður Ólafsdóttir hefur hlotið styrk úr Lýðheilsusjóði til að skoða mat í barnaefni í íslensku sjónvarpi. Hún gerði svipaða rannsókn í Svíþjóð í tengslum við doktorsritgerð sína frá Gautaborgarháskóla. SJÓNVARPSGLÁP Þó að ávextir og grænmeti birtist oft í sænsku barnaþáttunum Boli- bompa er þeir iðulega í bakgrunni. Líklegra er að orkuríkur og næringar- snauður matur birtist í forgrunni þáttanna. DOKTOR Steingerður Ólafsdóttir mun kanna hvernig matur birtist í barnaefni í íslensku sjónvarpi. MYND/DANÍEL Fyrirlesarar á fræðslufundi Félags íslenskra fótaaðgerðarfræðinga á morgun eru húðsjúkdómalæknir- inn Baldur Tumi Baldursson og hjúkrunarfræðingurinn Auður Ás- geirsdóttir. Baldur mun fjalla um húðsjúkdóma á fótum og áhrif omega-fitusýra og lýsis. Auður mun fræða gesti um zink-vafninga og áhrif þeirra á fætur. Um hundrað félagsmenn eru í Félagi íslenskra fótaaðgerðar- fræðinga. Flestir fótaaðgerðar- fræðingar starfa á stofu en auk þess eru fótaaðgerðarfræðingar með aðstöðu inni á flestum öldr- unarheimilum. Sumir komast því miður ekki í kynni við fótaað- gerðarfræðinga fyrr en þar, en flestir þyrftu að heimsækja þá miklu fyrr. Dæmi eru um að fólk hafi gengið um með mikil fóta- óþægindi svo árum skiptir sem auðvelt hefði verið að laga. Fótaaðgerðarfræðingar sinna meðal annars fólki með inn- grónar eða þykkar neglur. Séu neglurnar þykkar eru þær þynnt- ar með þar til gerðum borum. Neglurnar eru ávallt klipptar en séu þær mjög kúptar eru settar á þær spangir svo þær haldist upp úr holdinu. Þá er unnið á líkþornum, siggi og sprungnum hælum. Auk þess sinna fótaað- gerðarfræðingar fræðslu og for- vörnum. Afar misjafnt er hversu oft fólk þarf að heimsækja fótaaðgerðar- fræðing. Sumir koma einu sinni á ári en aðrir á sex vikna fresti. Margir eru ragir við að fara í fyrstu heimsóknina og skamm- ast sín fyrir fætur sína. Er það algengara meðal karla en kvenna. Karlmenn þurfa þó ekki síður á fótaaðgerðum að halda en konur. Fótaaðgerðarfræðingar eru öllu vanir og sammála um að starfið sé afar gefandi. Oft tekst þeim að að fjarlægja óþægindi og flestir ganga léttari í spori út. LÉTTARI Í SPORI Í tilefni þess að maí er alþjóðlegur fótverndarmán- uður stendur Félag íslenskra fótaaðgerðarfræðinga fyrir opnum fræðslufundi í þingsal 8 á Hótel Reykja- vík Natura á morgun frá kl. 18 til 20. LÉTTIR Heilbrigðir fætur létta lund. Skipholti 29b • S. 551 0770 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM Flottar kökur í afmælið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.