Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 4
30. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Slagorð sjálfstæðis- manna, „höld- um áfram“, hljómar ekki vel í okkar eyrum því við teljum veruleg tækifæri til úrbóta í rekstri bæjarins. María Grétarsdóttir, oddviti M-lista Fólksins. GARÐABÆR Garðabær gerði samn- inga við Nýherja um tölvukaup, tölvulán og kaup á þjónustu frá fyr- irtækinu, upp á samtals 120 millj- ónir íslenskra króna á síðasta kjör- tímabili, á árabilinu 2006 til 2010. Samningarnir voru allir byggð- ir á tilboðum Nýherja og voru þar af leiðandi ekki gerðir eftir útboð Garðabæjar. Á því kjörtímabili var Gunnar Einarsson bæjarstjóri og hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins stýrði Garðabæ, eins og þeir hafa gert síðustu sex áratugina. Oddviti Sjálfstæðisflokksins var Erling Ásgeirsson. Erling var aftur oddviti sjálfstæðismanna á því kjör- tímabili sem nú er að ljúka og situr í heiðurssæti listans til sveitarstjórn- arkosninganna nú. Þegar samning- arnir voru gerðir var hann fram- kvæmdastjóri hjá Nýherja. Starfinu sinnti hann frá 1992 til 2008 þegar hann varð framkvæmdastjóri Sense ehf., dótturfyrirtækis Nýherja. Árið 2007 voru sett lög um opin- ber innkaup. Tilgangur laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup og stuðla að hag- kvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni. Samkvæmt þeim bar sveitarfélögum meðal annars að setja sér sjálf innkaupareglur. Garðabær setti sér ekki innkaupa- reglur fyrr en árið 2010. Í innkaupareglum Garðabæjar segir að stuðla eigi að samkeppni á markaði varðandi sölu á þjónustu og vörum og beita eigi markvissum aðgerðum við innkaup. M-listi Fólksins í bænum hefur meðal annars gagnrýnt það hvern- ig kaupum á vörum og þjónustu er háttað í Garðabæ. María Grétars- dóttir, oddviti listans, hefur gagn- rýnt innkaup bæjarins nokkuð á kjörtímabilinu. „Við höfum ítrek- að bent á og bókað um það í bæjar- stjórn að bæjar yfirvöld fylgja ekki settum innkaupareglum við kaup á vöru og þjónustu. Um grafalvar- legt mál er að ræða sem mikilvægt er að ráða bót á þannig að gegnsæi ríki um hvernig gengið er til samn- inga og tryggt að öll fyrirtæki og einstaklingar sitji við sama borð,“ segir María. „Slagorð sjálfstæðismanna, „höld- um áfram“, hljómar ekki vel í okkar eyrum því við teljum veruleg tæki- færi til úrbóta í rekstri bæjarins,“ segir hún. Erling Ásgeirsson, oddviti sjálf- stæðismanna á kjörtímabilinu, vildi ekki tjá sig um umrædda samninga við Nýherja þegar blaðamaður náði tali af honum. sveinn@frettabladid.is Garðabær samdi við Nýherja án útboðs Garðabær gerði fjölda samninga við Nýherja á síðasta kjörtímabili fyrir á annað hundrað milljóna króna. Samningarnir voru gerðir án útboðs. Þáverandi oddviti var framkvæmdastjóri hjá Nýherja. Innkaupareglur settar þremur árum of seint. GARÐABÆR Samið var við Nýherja fyrir á annað hundrað milljóna króna án útboðs á kjörtímabilinu 2006 til 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN VIÐSKIPTI Tæknirisinn Apple hefur staðfest kaup á raftækja- og tónstreymifyrirtækinu Beats Electronics. Beats var stofnað af rapparanum fræga Dr. Dre og frumkvöðlinum Jimmy Iovine, en sá síðarnefndi er þekktastur fyrir að stofna tónlistarútgáfuna Interscope Records. Kaupverðið er þrír milljarðar bandaríkjadala, eða rétt rúmlega 340 milljarðar króna. Kaupin eru hæglega þau stærstu í 38 ára langri sögu Apple. - kóh Kostaði litla 340 milljarða: Apple kaupir Beats by Dre ÓGNVEKJANDI Þorpsbúar hópuðust um mangótréð og heimtuðu að rétt- lætinu yrði fullnægt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP INDLAND Tvær indverskar tán- ingsstúlkur fundust hengdar í tré eftir að hafa verið hópnauðg- að. Stúlkurnar, sem voru 14 og 15 ára, voru frænkur. Þær voru úti á túni í grennd við heimili sitt þegar þær hurfu. Stúlkurnar fundust síðar hang- andi úr greinum mangótrés í litlu rjóðri snemma morguns. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á málinu. Lögregla sagði stúlkunum hafa verið nauðgað af mörgum í einu og svo hafi þær verið kyrktar. Nauðgunarglæpir eru út- breiddir á Indlandi, jafnvel þó að líflátsrefsing geti legið við nauðgun. - kóh Indverskar stúlkur myrtar: Nauðgað og hengdar í tré BRETLAND Verslun með ólögleg eiturlyf og vændi bæta rúmum tíu milljörðum punda við efna- hagsleg umsvif Bretlandseyja árlega, eða rétt undir einu pró- senti vergrar þjóðarframleiðslu. Þjóðhagsstofa Bretlands tók saman þessar upplýsingar og birti í gær, ásamt útskýringum á rannsóknaraðferðum sínum. Erfitt er að mæla slíkar tölur, sérstaklega hvað vændi varðar, en vændi er löglegt á Bretlands- eyjum. Skipulögð kynlífssölu- starfsemi eins og vændishús er þó bönnuð, sem gerði rannsak- endum erfitt fyrir við mælingar. - kóh Þjóðarframleiðsla eykst: Vændi og dóp reiknað með TÆKNI Brátt verður hægt að skilja hvaða tungumál sem er í gegn- um Skype. Þetta fullyrti Satya Nadella, forstjóri Microsoft, tæknirisans sem á samskiptafor- ritið vinsæla Skype. Nýja þýðingarforritið er unnið í samvinnu rannsóknarmanna Microsoft og forritara Skype. Forritið þýðir töluð orð sam- stundis, og þýðingin birtist sem texti hjá hinum þátttakanda spjallsins. Forritið var prufukeyrt á blaðamannafundi þar sem vara- forseti Skype, Gurdeep Pall, ræddi á ensku við annan starfs- mann fyrirtækisins sem svaraði honum á þýsku. - kóh Nýtt forrit skilur tungumál: Skype þýðir tal jafnóðum ÖRFRÉTT Bölsýnir líklegri til vitglapa Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í læknisfræðitímaritinu Neurology er bölsýnt fólk líklegra til að missa vitið með aldrinum. Rúmlega 1.500 manns tóku þátt í rannsókninni. Meðal annars var mælt hve vel fólk treysti öðrum. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Rekstrarvörur - vinna með þér 63 þúsund Reykjavíkurbúar greiddu atkvæði í sveitarstjórnarkosningunum 2010. 85.779 manns voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var því 73,5%. KÖNNUN Mikill meirihluti borgar- búa, 61 prósent, vill að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking- arinnar í Reykjavík, verði næsti borgarstjóri Reykjavíkur sam- kvæmt niðurstöðum skoðanakönn- unar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 16,8 prósent borgarbúa vilja að Halldór Halldórsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins, verði næsti borgarstjóri. Aðrir njóta mun minni hylli. Athygli vekur að aðeins 68 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins vilja Hall- dór í borgarstjórastólinn. Þá vill aðeins fjórðungur stuðningsmanna Bjartrar framtíðar að oddviti framboðsins verði borgarstjóri. Hringt var í 2.118 manns þar til náðist í 1.504 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki 27. og 28. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátt- takendur voru valdir með slembi- úrtaki úr Þjóðskrá. Spurt var: Hver vilt þú að verði borgarstjóri eftir kosningarnar? Alls tóku 51,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. - bj Skoðanakönnun sýnir yfirgnæfandi stuðning: Um 61% vill fá Dag 70%60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% HVER VILT ÞÚ AÐ VERÐI NÆSTI BORGARSTJÓRI? 52,6 56,5 61 19,6 16 16,8 7,6 8,8 5,9 3,1 4,6 3,5 2,2 3,2 3 1,2 0,7 0,5 0,1 Dagur B. Eggertsson Halldór Halldórsson Björn Blöndal Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir Sóley Tómasdóttir Halldór Auðar Svansson Þorleifur Gunnarsson Könnun 12.3.2014 Könnun 29.4.2014 Könnun 27.-28.5.2014 Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HLÝTT OG BJART á N- og A-landi í dag og verður áfram að finna besta veðrið þar um helgina. Á meðan verður rigning á S- og V-hluta landsins en áfram frekar milt í veðri og S-áttin yfirleitt fremur hæg. 12° 6 m/s 11° 7 m/s 12° 9 m/s 10° 13 m/s SA- eða A-átt 4-10m/s, heldur stífari SV-lands í fyrstu Suðlæg 3-10m/s Gildistími korta er um hádegi 22° 29° 23° 21° 16° 11° 18° 18° 18° 23° 17° 23° 24° 25° 25° 19° 22° 19° 9° 4 m/s 10° 3 m/s 15° 2 m/s 12° 3 m/s 14° 2 m/s 14° 3 m/s 6° 6 m/s 10° 10° 9° 10° 8° 9° 11° 12° 14° 11° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.