Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 38
FRÉTTABLAÐIÐ Tímaritið KRÓM. Þórhildur og bollarnir. Fataskápur Natalie. Þórunn Antonía. Skótíska. Samfélagsmiðlar.
8 • LÍFIÐ 30. MAÍ 2014
SÚKKULAÐIBITAR
* Um það bil 16 bitar
250 G VANILLUKÖKUR, MEÐ EÐA ÁN KREMS
4 MSK. KAKÓ
1 BOLLI „CONDENSED MILK“ (FÆST TIL DÆMIS Í
KOSTI)
200 G SMJÖR
2 TSK VANILLUDROPAR
¾ BOLLI KÓKOSMJÖL
½ BOLLI SAXAÐAR SALTHNETUR
SÚKKULAÐIKREM
½ BOLLI DÖKKT SÚKKULAÐI
¼ BOLLI RJÓMI
1 ½ BOLLI FLÓRSYKUR
Myljið kökurnar í matvinnsluvél – ekki of mikið svo
nokkrir meðalstórir bitar séu enn í mulningnum. Bland-
ið kökumylsnunni, kókosmjöli og salthnetum saman í
stórri skál. Bræðið smjörið í potti og hellið „conden-
sed milk“ og kakó saman við. Þegar allt er blandað vel
saman er potturinn tekinn af hellunni og vanilludropun-
um bætt saman við. Blandið smjörblöndunni við kök-
umylsnublönduna og hellið í form sem er búið að klæða
með bökunarpappír. Kælið þangað til blandan er orðin
stíf. Því næst er röðin komin að súkkulaðikreminu. Hitið
rjómann í örbylgjuofni í um það bil eina mínútu og hell-
ið dökka súkkulaðinu ofan í og leyfið því að bráðna.
Hrærið flórsykurinn saman við. Smyrjið kreminu yfir stíf-
an botninn. Kælið aftur og skerið í bita.
* Fengið af síðunni http://picnicnz.blogspot.co.nz/
BAKSTUR EFTIRRÉTTIR SEM ÞARF EKKI AÐ BAKA
Mörgum fi nnst ekkert sérstaklega gaman að baka en vilja samt bjóða upp á dýrindiseftirrétti sem eru sætir í munni.
Bakaraofninn er heldur ekki mikill vinur sumra. Lífi ð býður hér upp á þrjár girnilegar uppskriftir að eftirréttum
sem þarf ekkert að baka heldur aðeins hræra saman nokkrum hráefnum og skella í kæli. Einfaldara getur það varla verið.
TOBLERONE-OSTAKAKA
BOTN:
250 G MULIÐ SÚKKULAÐIKEX
100 G BRÁÐIÐ SMJÖR
FYLLING:
200 G TOBLERONE
100 G DÖKKT SÚKKULAÐI
250 G RJÓMAOSTUR
200 ML RJÓMI
250 G MASCARPONE
TOPPUR:
200 G TOBLERONE EÐA SÚKKULAÐIBITAR
Smyrjið 20 sentímetra, hringlaga kökuform. Myljið súkk-
ulaðikexið í matvinnsluvél og blandið mylsnunni saman
við smjörið. Setjið blönduna í botninn á kökuforminu og
kælið á meðan fyllingin er útbúin. Bræðið Toblerone og
dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði. Leyfið blöndunni að kólna
aðeins. Þeytið rjómaostinn þangað til hann er rjóma-
kenndur. Þeytið rjómann í annarri skál þangað til hann
er meðalstífur. Blandið rjómaosti, rjóma og mascarp one
vel saman. Hrærið súkkulaðiblönduna saman við og hell-
ið þessu yfir botninn. Kælið yfir nótt eða að minnsta kosti
í átta klukkustundir. Skreytið með Toblerone-bitum eða
súkkulaðibitum.
* Fengið af síðunni http://cake crumbsbeachsand.com/
SÍTRÓNUSTYKKI
BOTN:
200 G HAFRAKEX
1 BOLLI KÓKOSMJÖL
½ BOLLI „CONDENSED MILK“
100 G SMJÖR
BÖRKUR AF 1 SÍTRÓNU
SÍTRÓNUKREM:
2 BOLLAR FLÓRSYKUR
40 G MJÚKT SMJÖR
SAFI ÚR 1 SÍTRÓNU
Hrærið „condensed milk“ og smjör í potti í fimm mínút-
ur yfir vægum hita og hrærið stanslaust í blöndunni á
meðan. Myljið hafrakexið í matvinnsluvél. Blandið mylsn-
unni, kókosmjöli og tveimur teskeiðum af sítrónuberki
saman. Blandið þessu síðan vel saman við smjörblönd-
una. Þrýstið blöndunni í botninn á formi sem búið er að
klæða með bökunarpappír og kælið í tvo tíma eða þang-
að til botninn er orðinn stífur. Blandið flórsykri, smjöri og
sítrónusafa saman og breiðið kremið yfir botninn. Kælið í
hálftíma til viðbótar og skreytið með smá sítrónuberki.
* Fengið af síðunni http://angsarap.net/