Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 16
30. maí 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 16 Sighvatur Björgvinsson er einn af þeim pistlahöf- undum sem ég les, svo sem ekki alltaf sammála honum en það skiptir engu. Sjónarmið hans eru rökstudd með þeim hætti að það er vel þessi virði að skoða þau öll. Í Frétta- blaðinu 28.05.14 fjallar hann um áunninn líf- eyrissparnað heimilanna. Ég er sammála nánast öllu sem Sighvatur segir í þessum pistli, en loka- málsgreinin er einfaldlega ekki rétt. Sá sparnaður sem íslensk heimili eiga inni í lífeyrissjóð- unum hefur á undanförnum árum orðið í mörgum tilfellum stærsta eign heimilanna, eða um 25 millj. kr. að meðaltali. Það sérstaka við þessa eign er að hún er ekki aðfararhæf. Eftir ófarir í efnahagsmálum, eins og t.d. Hrunið, þá hefur hún oft verið eina eignin sem eftir stendur. Þessi mikla inneign heim- ilanna hefur verið mörgum stjórnmálamönnum mikil freist- ing. Mýmargar tillögur hafa komið frá þeim um að þeir fái heimild til þess að taka út hluta af sparifé heimilanna og ráð- stafa því í margs konar gælu- verkefni. Auk þess hafa sjálf- kjörnir álitsgjafar verið með tillögur um að þar sem svo mikið fjármagn sé inni á þess- um sparireikningum skipti það engu þó eitthvað sé tekið af því og nýtt til þess að reisa og reka hjúkrunarheimili. Ríkisstjórninni kom það til hugar árið 2010 að taka 256 milljarða út af lífeyris- reikningum þeirra heim- ila sem áttu þar inneign- ir og nýta þær til þess að greiða niður skuldir allra heimila landsins. Líka þeirra sem ekkert áttu inn á lífeyrisreikn- ingum og ekki síður til þeirra sem áttu eignir í ríkistryggðum lífeyris- sjóðum. Þannig að tak- markaður fjöldi heimila átti að standa undir upp- greiðslum skulda allra. Þessu var kröftuglega mótmælt af mörgum, þ. á m. verkalýðs- hreyfingunni, þetta væri brot á stjórnarskrárvarinni eign. Því var snúið upp í af stjórn- málamönnum, og reyndar fleir- um, að verkalýðshreyfingin væri á móti því að komið væri til móts við skuldavanda heimila þessa lands. Verkalýðshreyfingin hafði þá þegar lagt fram tillögur um hvernig taka mætti á þessum vanda og hvernig mætti fjár- magna þá aðgerð. Óþolandi órétti Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að heimila úttekt af séreignar- reikningum heimilanna. Verka- lýðshreyfingin sendi þá út ásamt lífeyrissjóðunum margs konar aðvaranir um að þarna væri verið að gera mörgum heimilum óleik. Þingmenn væru með þessu að opna bönkunum greiða leið til þess að krefjast þess að heimili sem væru í erfiðleikum tækju út sinn séreignarsparnað til þess að setja upp í skuldir, að því loknu var viðkomandi heimili síðan keyrt í þrot. Þ.e.a.s séreignar- úttektin skipti í raun engu, hún rann milliliðalaust í vasa bank- anna. Það hafði alltaf legið fyrir að viðkomandi yrði keyrður í þrot. Ef séreignarsparnaðurinn hefði verið varinn þá væri hann enn í dag verðmæt eign heimilis- ins til framtíðar. Nú er komin upp sú hugmynd að nýta megi séreignarsparnað- inn til þess að borga inn á hús- næðisskuldir og/eða væntanleg húsnæðiskaup. Skyldusparnaður er og hefur alltaf verið mjög góð leið til þess að skapa ákveðinn grundvöll í hagkerfinu og verka- lýðshreyfingin hefur alltaf verið opin fyrir því að skoða þann möguleika. Margir hafa bent á að ef skyldusparnaður heimil- anna hefði ekki verið til staðar þegar hrunið skall á hefði hag- kerfi Íslands laskast enn meir. Lífeyrissjóðirnir töpuðu einung- is fjórðungi eigna sinna á meðan allar aðrar fjármálastofnanir hrundu til grunna. Verkalýðsforystan hefur ásamt lífeyrissjóðunum bent á að í þessari tillögu felist mikið órétti í því að innheimtu- og umsýslukostnaður virðist eiga allur að lenda á þeim sem taka ekki út sinn séreignarsparnað. Með öðrum orðum þeir sem ekki nýta þennan mörguleika, eða geta það ekki, verða fyrir skerð- ingu á réttindum sínum. Þetta er óþolandi órétti. Verðmætasta eignin Á hverju ári velur Umhverfisnefnd Garða- bæjar fallegasta garðinn við einkaheimili, falleg- ustu götuna og snyrtileg- asta athafnasvæði fyr- irtækja. Bærinn hrósar því sem íbúar gera vel og verðlaunar með fallegu skjali til minningar um gott framlag til fegrunar bæjarins. Bærinn sjálfur á marga fallega „garða“ og leik- svæði í nánast öllum hverfum bæjarins. En Garðabær hefur því miður ekki viðhaldið öllum sínum görðum af sömu natni og umhyggju og íbúarnir. Gaman væri ef íbúar væru virkjaðir árlega til að velja sinn uppáhalds- garð eða leiksvæði. Þá væri komið samtal milli íbúa og yfirvalda. Í endurnýjun lífdaga Garðabær leigir íbúum smá skika undir matjurtagarða í gömlu skólagörðunum. Garðarnir eru vel nýttir og njóta mikilla vinsælda meðal íbúa bæj- arins. Bragalundur í Silf- urtúni bíður óþreyjufullur eftir endurnýjun lífdaga. Tækifærin Gaman væri að eiga fal- lega andatjörn við Arnar- nesvoginn og bæjargarð með útisviði, grasbölum og gróðri við hraunjaðarinn fyrir neðan Ásgarðssvæð- ið. Grasa- og fræðslugarð á græna svæðinu fyrir ofan Silfurtúnið. Fjölskyldu- og hús- dýragarð í Heiðmörk, vetrargarð í Vífilsstaðahlíð með sleðabrekku og skautasvelli í Grunnuvatnadal. Hafnargarð fyrir skútur, kajaka og kanóa í Arnanesvoginum. Alls konar skemmtilega stoppustaði alls staðar. Deiliskipulag Heið- merkur og strandlengjunnar frá Balatjörn að Kópavogsleirum á að vinna í samvinnu við íbúa bæj- arins, „það samtal er mjög mikil- vægt“. Íbúalýðræðið Garðabær þarf aðkomu fagfólks við framtíðarhönnun á skipan og ásjón bæjarins í samvinnu við íbúana. Það er ekki nóg að hafa falleg hring- torg og umferðareyjar með blómum og trjám fyrir augað þegar keyrt er framhjá. Við viljum fallega og fjöl- breytta garða og útivistarsvæði. Garðabær á að taka verkefnið Betri hverfi í Reykjavík sér til fyr- irmyndar varðandi úthlutun árlegs fjármagns til umhverfismála. Að hverfin sjálf og íbúar hverfanna forgangsraði verkefnum á hverjum stað í nærumhverfi sínu. Svoleiðis samtal er virkt íbúalýðræði. Björt framtíð með fjölbreyttum og skemmtilegum útivistasvæðum fyrir alla. Bjartir og skemmtilegir garðar og útivistarsvæði í Garðabæ Jú, risaeðlur eru útdauðar og það stefnir óðum í að eins fari fyrir leikskóla- kennurum. Þeim fækkar hratt vegna aukins álags og launa sem ekki eru í neinu samræmi við erf- iðið. Ég útskrifaðist árið 1992 ásamt um 75 öðrum leikskólakennurum og hef starfað á leikskóla síðan. Leikskólakennarastarfið hefur eflst og þróast mikið í millitíðinni. Á þessum árum hef ég vaxið í mínu starfi og verið dug- leg að safna í viskupokann sem ég hef svo komið áleiðis. Leikskólar landsins hafa enda eflst og fagleg kennsla okkar dafnað. Leikskóla- kennaranámið hefur einnig vaxið á þessum tíma og er komið í mast- ersnám. En það er ekki bara fagvitund- in sem hefur aukist með árunum heldur hafa barnahóparnir einnig stækkað. Fleiri börn eru á hvern starfsmann og á minna rými. Með þessari þróun hefur álagið á kenn- arann aukist gríðarlega. Hins vegar hafa launin ekki dafnað jafn vel miðað við fyrrnefnt álag. Nú er ég komin yfir fertugt, er búin að fá nóg og ætla að feta aðra braut. Fjöl- margir leikskólakennar- ar fara í önnur störf eftir fertugt; stjórnunarstörf innan sama geira eða taka að sér sérkennslu, minnka við sig starfshlutfall eða leita á önnur mið. Kennurum sem starfa á gólfinu með börnunum fer fækkandi og ekki freista launin og hvað þá álagið. Nú í vor útskrifuð- ust fimm leikskólakennarar frá HÍ. En það er auðvitað með sökn- uði sem ég kveð leikskólastarfið í Reykjavíkurborg en ég hóf störf þegar ég var um 17 ára. Ég mun ekki fá eins mikið af hvatningu og hrósi líkt og ég geri frá nemunum mínum og ekki mun ég fá hópknús er ég mæti í byrjun dags til starfa. Kæru sveitarstjórnir, breytinga er þörf! Hvað er líkt með risaeðlu og leikskólakennara? Sjávarútvegur er aðal- atvinnuvegurinn á Vest- fjörðum en fiskeldinu vex ásmegin, sérstak- lega á suðurfjörðum Vest- fjarða. Þar eru byggð- arlögin Patreksfjörður, Tálknafjörður, Bíldudal- ur og nokkurt dreifbýli. Á meðan vel árar í sjávarút- vegi má gera ráð fyrir að atvinnulíf í þessum lands- hluta verði áfram sterkt og aukið fiskeldi styrkir landshlutann enn frekar. Íbúafjöldi er nú 1.246 í Vesturbyggð og Tálknafirði. Í ár má reikna með að slátrað verði 3.500 tonnum af laxi á suður- fjarðasvæðinu. Sé verðmæti slátr- aðs fisks sett í samhengi við íbúa- fjölda á svæðinu eru þau um tvær milljónir króna á hvert manns- barn. Í Færeyjum búa rúmlega 48 þúsund íbúar. 40% af útflutnings- verðmætum Færeyinga koma frá laxeldi. Sambærileg tala í Fær- eyjum, en Færeyingar slátruðu rúmlega 76 þúsundum tonnum af laxi á síðasta ári, var rúmlega 1,1 milljón króna á hvern íbúa. Framleiðsla á laxfiskum mun fljótlega tvöfaldast á suðurfjörð- unum. Gera má ráð fyrir að fljót- lega verði verðmæti frá fiskeldi um þrjár milljónir króna á hvern íbúa á suðurfjörðum Vestfjarða. Útflutningur laxfiskaaf- urða frá suðurfjörðun- um mun því auka útflutn- ingstekjur þjóðarbúsins umtalsvert. Framlag suð- urfjarðanna í formi auk- inna gjaldeyristekna og útflutn- ingsverðmæta er því mikilvægt fyrir þjóðarbúið. Ekki þarf að fjölyrða um mik- ilvægi þess að bæta samgöng- ur á suðurfjörðunum eins fljótt og auðið er. Því það má gera ráð fyrir að flutningar til og frá svæð- inu aukist verulega og verði fljót- lega um 15.000 tonn á ári í kring- um eldið. Útflutningsverðmæti 7.500 tonna framleiðslu á núver- andi verðlagi eru rúmir 5 millj- arðar króna. Ekki er ósennilegt að flutningsmagn á vegakerfi suð- urfjarða muni þrefaldast frá því sem það var og voru vegirnir ekki góðir fyrir. Vegabætur á sunnan- verðum Vestfjörðum er því einnig uppbygging á innviðum svæðisins til að auka útflutningsverðmæti þjóðarinnar. Tvær milljónir á mann! ➜ Sé verðmæti slátr- aðs fi sks sett í sam- hengi við íbúafjölda á svæðinu eru þau um tvær milljónir króna á hvert mannsbarn. KJARAMÁL Unnur Brynja Guðmundsdóttir leikskólakennari FISKELDI Guðbergur Rúnarsson frkvstj. Landssam- bands fi skeldis- stöðva SKIPULAG Auður Hallgrímsdóttir í 3. sæti Bjartr ar framtíðar í Garðabæ FJÁRMÁL Guðmundur Gunnarsson fv. formaður Rafi ðnaðarsam- bandsins ➜ Eftir ófarir í efnahags- málum, eins og t.d. Hrunið, þá hefur hún oft verið eina eignin sem eftir stendur. ➜ En Garðabær hefur því miður ekki viðhaldið öllum sínum görðum af sömu natni og umhyggju og íbú- arnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.