Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 12
30. maí 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Á morgun veljum við Reykvíkingar um hvernig samfélagi við viljum búa í. Stefna Vinstri grænna er að gera gott samfélag enn betra, með réttlæti, jöfnuð og sjálfbærni að leiðarljósi. Það þarf að útrýma fátækt og tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar óháð efnahag foreldra þeirra. Það vilj- um við gera með því að afnema gjald- heimtu fyrir leikskóla, skólamáltíða og frístundaheimila og tryggja barnafjöl- skyldum með því auknar ráðstöfunar- tekjur. Við verðum að standa vörð um almannaþjónustuna og eigur almenn- ings. Þannig er hægt að tryggja að borgin bjóði upp á fjölbreytta og góða þjónustu í samræmi við þarfir og vilja borgarbúa en ekki einkaaðila og gróða- sjónarmiða. Það er mikilvægt að standa með starfsfólki í almannaþjónustu, bæta kjör þess og aðstæður til starfsþróunar. Margir borgarbúar eiga í vandræðum með að finna sér öruggt og varanlegt húsnæði á viðráðanlegu verði og það er langt síðan húsnæðismál hafa verið jafn mikilvægt viðfangsefni í stjórn- málum. Borgarstjórn verður að leggja sitt af mörkum til að jafna aðstöðumun leigjenda og eigenda húsnæðis. Það vilj- um við gera með því að stuðla að upp- byggingu leigu- og búseturéttaríbúða á félagslegum grunni með aðkomu borg- arinnar. Auk þess þarf að mæta biðlist- um eftir félagslegu húsnæði og hækka húsaleigubætur. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta ógnin við það samfélag manna sem við þekkjum og við lítum á það sem skyldu borgarinnar að bregðast við. Í allri stefnumótun okkar og ákvarð- anatöku á vettvangi borgarstjórnar munum við hafa ábyrgari lifnaðarhætti, minni neyslu og sóun, breytta sam- gönguhætti og ábyrgari auðlindanýtingu að leiðarljósi. Það verður að virða mannréttindi og frelsi allra borgarbúa. Það er óásætt- anlegt að hugmyndafræði sem gengur gegn mannréttindum og elur á fordóm- um fái að hreiðra um sig í borgarstjórn. Allir borgarbúar eiga að njóta sömu réttinda, frelsis og tækifæra án undan- tekninga. Atkvæði greitt Vinstri grænum er í þágu réttlætis í Reykjavík. Vinstri græn eru reiðubúin til að stíga róttæk og nauðsynleg skref til til að gera gott sam- félag enn betra. Ef viljinn er fyrir hendi er betra samfélag raunhæft markmið. Réttlátari Reykjavík STJÓRNMÁL Sóley Tómasdóttir í 1. sæti Vinstri grænna í Reykjavík Hugsað á fjöllum Það tók Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formann Fram- sóknarflokksins, rúmlega fimm daga að bregðast við ummælum oddvita Framsóknar og flugvallarvina um lóðir undir mosku og byggingar annarra trúfélaga. Sigmundur rauf loks þögnina í gær, eftir að þrjár skoðanakannanir höfðu mælt ótvíræða fylgisaukningu framboðsins í borginni í kjölfar ummælanna umdeildu. Ef einhver reiknaði með kjarnyrtri yfirlýsingu eftir allan þennan umþóttunartíma varð sá hinn sami líklega fyrir vonbrigðum, því yfirlýsingin var hvorki fugl né fiskur. Kjarninn var sá að vont fólk væri að gera framsóknarmönnum upp skoðanir og tókst Sigmundi Davíð með frumlegum hætti að tengja málið Icesave. Krúttlegt pönk Ungliðahreyfingar flokkanna eru oft óhræddar við að pönkast á forystunni fyrir að ganga gegn stefnu flokkanna. Það var því hressandi að sjá yfirlýsingu frá stjórn Ungra framsóknarmanna þar sem lýst var fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu B. Sveinbjarnardóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. Þar sagði að framganga hennar í moskumálinu gengi í berhögg við grunnstefnu Fram- sóknarflokksins um að fólki skuli ekki mismunað eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu og stjórnmálaskoðunum. Yfir- lýsingin var birt á Facebook. Fyrir neðan skrifaði Guðfinna J. Guð- mundsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Framsóknar í borginni, aðeins eitt orð: „Krúttlegt“. Pönkið andvana fætt Það reyndist hins vegar lítið pönk í ungliðunum þrátt fyrir þessa yfirlýs- ingu, því hún var fjarlægð stuttu eftir að hún birtist. Internetið gleymir hins vegar engu, og skjáskot af yfirlýsing- unni gengu því á netinu. Ungliðarnir voru í felum í gær og gekk netmiðlum ekkert að ná í þá til að fá skýringar á þessum viðsnúningi. Landsmenn verða því að giska á hvers vegna ungliðunum snerist hugur. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, var stundum sagður orðhvass í bloggpistlum sem hann skrifaði seint að nóttu. Má velta fyrir sér hvort framsóknarmennirnir ungu, sem birtu yfirlýsinguna seint á miðvikudagskvöld, hafi fallið í sömu gildru. brjann@frettabladid.is S koðun oddvita Framsóknarflokksins í borgar- stjórnarkosningunum á morgun á lóðaúthlutunum til trúarsafnaða er umtalaðasta mál kosningabarátt- unnar. Á því leikur ekki vafi. Umfjallanir um það nánast einoka allan fréttaflutning af baráttumálum flokkanna og hvort sem fólk er hneykslað, reitt, hrætt eða ánægt vegna þessara ummæla er ljóst að með þeim hefur Framsókn tekist það sem flestir töldu ómögulegt fyrir mánuði; að vera nærri því að koma fulltrúa í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Flesta rak í rogastans þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, Kópavogsbúinn sem skipar efsta sæti lista Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, sagði í viðtali við Vísi að hún vildi afturkalla úthlutun lóðar undir mosku í Reykjavík. Íslenskir pólitíkusar hafa ekki hingað til haft sig í frammi þegar rætt er um rétt fólks til að stunda sína trú, enda trúfrelsi á Íslandi. Í fyrstu var almenn skoðun að þetta væri einkaskoðun Sveinbjargar sem hún hefði gloprað út úr sér án þess að einhver hugmyndavinna lægi þar að baki. En smátt og smátt hefur komið í ljós að þessi afstaða er síðasta hálmstrá flokks með örfylgi til að koma sér í sviðsljósið og höfða til þeirra sem aðhyllast aðskilnaðarstefnu og mis- munun fólks eftir trúarskoðunum og litarhætti. Þótt ýmsir framsóknarmenn hafi lýst því yfir að þessi skoð- un samræmist engan veginn stefnu flokksins hefur formaður hans, sjálfur forsætisráðherrann, þagað þunnu hljóði þangað til í gær þegar hann sendi frá sér pistil á Facebook þar sem hann ásakar andstæðinga flokksins um að gera framsóknarmönnum rangt til með ásökunum um rasisma og fer mikinn í hneykslan sinni á þeim öflum sem geri flokknum upp skoðanir að ósekju. Spurningunni um það hvort hann sé sammála þeirri skoðun oddvitans í Reykjavík að afturkalla eigi lóð undir mosku svarar hann ekki einu orði, þannig að hinn almenni kjósandi er engu nær um það hvort þetta hitamál sé í samræmi við skoðanir þeirra sem Framsóknarflokknum stjórna eða ekki. Pistillinn er því ekki á nokkurn hátt innlegg í þá umræðu og vandséð hvaða tilgangi hann þjónar. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipaði annað sætið á upphaflegum lista Framsóknarflokksins, fullyrðir í grein í Kvennablaðinu að það hafi alltaf verið stefnan að berjast gegn byggingu mosku í borginni. Þeirri fullyrðingu hefur auðvitað verið svarað neitandi úr herbúðum flokksins, en það er erfitt að leggja trúnað á þá neitun í ljósi þess sem fram hefur komið undanfarnar vikur. Og hverju hefur svo þetta upphlaup og einokun Framsóknar á umræðunni á síðustu vikum kosningabaráttunnar skilað? Samkvæmt nýjustu könnunum er einn maður inni í borgar- stjórn og flokkurinn hefur aukið fylgi sitt úr fimm prósentum upp í rúm níu. Ágætis árangur, myndi einhver segja, en níu prósenta fylgi flokks forsætisráðherra getur ómögulega kallast góður árangur ári eftir stórsigur í alþingiskosningum. Og engan veginn árangur sem réttlætir það að gera þennan gamla miðjuflokk að vígi þeirra fordómafyllstu í landinu. Mikið lagt á sig fyrir athyglina: Að stela sviðsljósinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.