Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 30. maí 2014 | MENNING | 29FÖ STU D AG U R HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Leiklist 19.30 Hilmir Snær Guðnason og hljómsveitirnar Hundur í óskilum og Brother Grass leiða saman hesta sína og fara á kostum í þessu tónræna sagnaleikhúsi. Hér er íslenski hesturinn skoð- aður frá öllum hliðum og rifjuð upp þúsund ára sambúð hans við ótamin náttúruöfl og brokk- genga þjóð. Hestaat var flutt í Norðurljósasal Hörpu Í tilefni hestadaga í Reykjavík nú í byrjun apríl. Sýningin hefst klukkan 19.30 í Þjóðleikhúskjallaranum. 20.00 Eitt mest sýnda leikrit þjóðarinnar hefur verið sýnt um 300 sinnum bæði hér heima og erlendis. Leikurinn segir af örlögum Gísla Súrssonar og fjölskyldu hans sem taka land í Haukadal í Dýrafirði. Gengur þeim allt í haginn í fyrstu og gjörast brátt hinir mestu höfð- ingjar. En skjótt skipast veður í lofti og brátt er farið að fella mann og annan. Þetta endar loks með því að Gísli er útlægur ger. Leikritið verður sýnt í Gamla bíói og hefst klukkan 20.00. Tónlist 12.00 Í dag verða flutt ýmis verk frá barokktímanum á hádeg- istónleikum í Háteigskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. 12.10 Íslenski flautukórinn og Listasafn Íslands standa fyrir hádegistónleikaröð í Listasafni Íslands í dag. Síðasta föstudag hvers mánaðar verður boðið upp á fjölbreytta tónlist til að vinda ofan af vinnuvikunni, stilla hugann af fyrir helgina og endur- ræsa skilningarvitin. Tónleikarnir fara fram í sýningarsal safnsins við Fríkirkjuveg 7 klukkan 12.10. Heita þeir Algleymi eftir verki Astors Piazolla sem verður flutt á tónleikunum. 20.00 Á tónleikum kammerhóps- ins Nordic Affect í Vatnasafninu í Stykkishólmi er stefnt saman barokktónlist og frumflutningi verka eftir þrjú íslensk tónskáld. Hópurinn Nordic Affect er í ár Tónlistarhópur Reykjavíkur, hóp- urinn var tilnefndur til Tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs 2013 og hlaut hann nýverið Íslensku Tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins 2013. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00. 20.00 Í kvöld koma Íslensk/ kanadíska hljómsveitin Myndra og Kristján Pétur fram í Populus Tremula á Akureyri. Tónleikarnir byrja klukkan 20.00. Frítt inn. 21.00 Listahátíð í Mengi heldur áfram og að þessu sinni er það Kippi Kaninus sem stígur á svið. Kippi Kaninus er annað sjálf listamannsins Guðmundar Vignis Karlssonar. Sú var tíð að hann starfaði einn undir því nafni en nú er svo komið að Kippi Kaninus er hljómsveit með sjö meðlimi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og miðaverð er 2.000 krónur. 22.00 Popp/rokksveitin Kvika kemur fram á tónleikum á Dillon í kvöld klukkan 22.00. Frítt inn. 22.00 SkonRokkhópurinn hefur algjörlega slegið í gegn og fest sig í sessi hjá tónleikaunnendum sem ein magnaðasta rokksveit landsins. Nú verður 80’s-áratug- unum beggja vegna gerð góð skil. Tónleikarnir fara fram í Höllinni í Vestmannaeyjum og hefjast klukkan 22.00. 23.00 Sváfnir Sigurðarson leikur og syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8, í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 23.00. Aðgangur er ókeypis. 23.30 Þá er komið að Sjó- mannadagshelginni stóru og í Grindavík er stemningin tekin alla leið. Eins og undanfarin ár ætla þeir félagar Erpur BlazRoca og Joey D að hlaða í rosalegt partí á Kantinum á föstudags- kvöldið og er von á fullu húsi og brjáluðu stuði eins og síðustu ár. Gleðin fer fram á Kantinum og hefst á miðnætti. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Byrja ðu upp á nýtt hjá M ími-s ímen ntun www.mimir.is Hvað kanntu? Hvað geturðu? Fáðu það metið! Skoðaðu GRUNNMENNTASKÓLANN Fórstu ekki í framhaldsskóla? Skoðaðu AFTUR Í NÁM Er lesblinda í þinni fjölskyldu? Skráning á haustönn stendur yfir í síma 580 1800 Langar þig í háskóla en hefur ekki stúdentspróf? MENNTASTOÐIR brúa bilið „Tónlistin mín er auðvitað bara samansafn af sjómannasöngv- um,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca en hann kemur fram ásamt Joey D, Clanroca og Bjarnabófunum á Kantinum í Grindavík í kvöld. Um er að ræða árlegan viðburð en undanfarin ár hefur sérstak- ur sjóaradrykkur vakið mikla athygli á þessari árlegu skemmt- un. „Drykkur hússins er vodka í sjó, hann er svo vinsæll að menn ótt- ast það helst að bæði vodkinn og sjórinn klárist,“ bætir Erpur við glaður í bragði. Hann hefur komið fram á þess- ari sjómannadagsskemmtun í Grindavík frá því hann man eftir sér. „Ég hef spilað þarna á hverju einasta ári síðan ég veit ekki hve- nær, enda er ég kominn af mikilli sjóaraætt.“ Erpur er vel kunnugur sjónum og var til að mynda leiðsögumað- ur fyrir nemendur Stýrimanna- skólans á Kúbu fyrir skömmu. „Ég þekki þetta vel, við áttum góðar stundir saman á Kúbu.“ Fyrr um daginn fer fram keppnin um hver sé sterkasti maður Íslands. „Það verður pott- þétt eitthvert tilboð af mysu- drykkjum fyrir öll vöðvafésin á staðnum,“ bætir Erpur við léttur í lundu. Hann lofar mikilli stemningu og ætlar að flytja öll sín þekkt- ustu lög með miklu stórskotaliði en gleðin hefst um miðnætti á Kantinum í Grindavík. - glp Eiga á hættu að klára sjóinn Blaz Roca og fl eiri listamenn ætla að rífa þakið af Kantinum í Grindavík í kvöld. SJÓMANNASÖNGVAR Erpur Eyvindar- son, eða Blaz Roca, ætlar að skemmta sjóurum hressilega í kvöld ásamt stór- skotaliði. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.