Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 62
30. maí 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 38
„Það hefur alltaf verið ákveðin eft-
irspurn eftir svona rútum og var
því ákveðið að kýla á að gera gamla
Liner-inn upp,“ segir Pétur Reynis-
son, annar af eigendum fyrirtækis-
ins Gömlu eðlunnar, sem á rútuna,
en ásamt honum á Guðfinnur Sölvi
Karlsson, betur þekktur sem Finni,
einnig hlut í fyrirtækinu. „Mig
langaði alltaf að taka þátt í þessu og
bauðst að fara í þetta með Pétri en
ég kem í raun bara inn í þetta sem
nokkurs konar búst,“ segir Finni.
Upphafið á endurbótum á rútunni
má rekja til tónleika sem Skíta-
mórall, Á móti sól, Veðurguðirnir
og Stuðlabandið héldu til styrktar
rútunni en það var í apríl í fyrra.
Liner-rútan, sem er í raun eins
og lúxushótel á hjólum, kom upp-
haflega hingað til lands á vegum
hljómsveitarinnar Skítamórals.
„Við fluttum hana inn árið 1999
frá Þýskalandi og túruðum mikið
í henni, svo hafa ýmsar hljóm-
sveitir notað hana síðan,“ segir
Einar Ágúst Víðisson, annar
söngvara hljómsveitarinnar
Skítamórals, um upphafið. Sagan
segir að hin þýska og goðsagna-
kennda þungarokksveit, Ramm-
stein, hafi átt rútuna áður en hún
kom hingað til lands. „Við frétt-
um að þetta hefði upphaflega
verið rúta sem Rammstein átti,
það var ekki verra,“ segir Einar
Ágúst léttur í lundu.
Rútan hýsir allt að tuttugu
manns en svefnpláss er fyrir um
níu til tólf manns. Það er allt til alls
í rútunni og lítur hún út sem ný í
dag en hún er árgerð 1985. „Það
eru ekki bara hljómsveitir sem
hafa notað rútuna, í gegnum tíðina
hefur hún verið notuð í steggjanir
og gæsanir, einnig hefur hún verið
notuð í kringum kvikmyndabrans-
ann. Rútan verður enn í boði fyrir
slíkt, þannig að hver sem er getur
leigt hana,“ segir Pétur.
Rútan heldur af stað í sinn
fyrsta túr í dag eftir endurbæt-
urnar með Skítamóral. „Við erum
að fara á Patreksfjörð í dag, til
Grindavíkur á morgun og svo í
Hreðavatnsskála um hvítasunnu-
helgina. Við hlökkum mikið til að
dvelja í rútunni, það er svolítill
tími síðan við túruðum í henni síð-
ast,“ segir Einar Ágúst.
Liner-rútan fór í sinn síðasta túr
fyrir tveimur árum með Veður-
guðina en hefur staðið kyrr síðan
og mætir nú tvíefld til leiks.
Þeir Pétur og Guðfinnur Sölvi
eiga þó einnig aðra fræga rútu sem
kallast Eðlan og er árgerð 1967.
„Það er líklega þekktasta rútan
hér á landi en hún hefur ekki verið
notuð lengi. Það getur þó verið að
við tökum hana í gegn á næstunni,“
bætir Pétur við.
Fleiri myndir af rútunni má sjá á
Vísir.is. gunnarleo@frettabladid.is
„Sólarsamba því það er bara svo
svakalega hressandi.“
Aldís Davíðsdóttir, leikkona
FÖSTUDAGSLAGIÐ
„Eftir að hafa ráðfært mig við aðra
reynslubolta í bransanum, þá Eið
Arnarsson og Jónatan Garðarsson,
kom í ljós að þeir voru báðir nokkuð
vissir um að síðasta íslenska safn-
platan, sem kom út á vínyl, hafi
verið Bandalög 4, sem kom út árið
1991. Þetta er því fyrsta íslenska
safnplatan sem kemur út á vínyl í
23 ár,“ segir Haraldur Leví Gunn-
arsson, eigandi Record Records,
sem gaf á dögunum út plötuna This
Is Icelandic Indie Music Vol. 2.
Um er að ræða aðra skífuna í
útgáfuröðinni This Is Icelandic
Indie Music. Sú fyrsta kom út vorið
2013 og tróndi hún á topp tíu listan-
um yfir mestu seldu plötur á Íslandi
í marga mánuði, enda hefur hún
selst í fimm þúsund eintökum.
„Ferðamennirnir eru óðir í þetta
enda er þetta virkilega eigulegur
pakki af íslenskri músík,“ bætir
Haraldur við.
Fyrirtækið hefur verið iðið við að
gefa út plötur á vínyl undanfarin ár.
„Það er aukin sala í vínyl, þannig að
vínylútgáfan er alveg farin að svara
kostnaði enda eigulegur gripur.“
Allir flytjendurnir á plötunni gefa
út tónlist sína hjá Record Records
og eru þeir þrettán talsins sem eiga
lög á skífunni en hún er fáanleg
á geisladisk, vínyl og á stafrænu
formi. Áþreifanlegu eintökin verða
eingöngu fáanleg á Íslandi og í
gegnum heimasíðu Record Records.
Á meðal flytjenda eru Mammút,
Agent Fresco, Vök og Lay Low, svo
nokkrir séu nefndir. - glp
Fyrsta vínylsafnplatan í 23 ár
This Icelandic Indie Music Vol. 2 er fyrsta íslenska safnplatan sem kemur út á vínyl
í 23 ár. Haraldur Leví Gunnarsson útgefandi segir ferðamenn óða í íslenska músík.
ELSKAR VÍNYL Haraldur Leví Gunn-
arsson, eigandi Record Records, gefur
út fyrstu íslensku safnplötuna á vínyl í
23 ár. MYND/ERNIR
„Platan var að koma í sölu og nú er
skipulagning útgáfutónleikanna í
Bláa lóninu í fullum gangi,“ segir
Dj Margeir en þriðja platan í Bláa-
lónssyrpunni hans, Blue Lago-
on Soundtrack 3 er þó sú fyrsta
sem kemur út á heimsvísu. Um
er að ræða plötur þar sem Mar-
geir velur lög úr öllum áttum, sem
hann telur henta andrúmsloft-
inu og orkunni sem fyrirfinnst í
Bláa Lóninu. Fyrri tvær plöturn-
ar eru nú ófáanlegar en sú fyrsta
fór í gullsölu. „Ég hef alltaf verið
tengdur Bláa lóninu. Afi, sem þjáð-
ist af psoriasis, tók mig reglulega
með sér þegar ég var mjög lítill
gutti og lónið var nánast ósnert
og hrátt. Þá áttaði ég mig á því að
það gæti verið magnað að tengja
saman þetta ótrúlega fyrirbæri
við tónlist. Samspil náttúru, orku
og krafts sköpunar,“ útskýrir Mar-
geir.
Hann ætlar að fagna plötunni
með veglegum gleðskap í lóninu
á Jónsmessunótt. „Við erum að
reyna að skapa eitthvað nýtt og
spennandi, sviðið mun ná út í lónið,
þannig að listamennirnir geta nán-
ast gengið á vatni, en það ætti að
henta Högna sérstaklega vel, en
hann er að púlla lúkk frelsarans
með stæl. Sannkallaður draumur
á Jónsmessunótt,“ segir Margeir
léttur í lundu.
Á meðal þeirra listamanna sem
koma fram með Margeiri eru til
dæmis sveitir eins og President
Bongo, Gluteus Maximus ásamt
áðurnefndum Högna Egilssyni og
Daníel Ágúst svo einhverjir séu
nefndir. Platan er komin í sölu og
miðasala á tónleikana er hafin á
midi.is. - glp
Tekur partíið á annað stig og gengur á vatni
Dj Margeir gefur út þriðju Bláalónsplötuna sína en hún er þó sú fyrsta sem kemur út um allan heim.
MIKIÐ STUÐ Dj Margeir planar nú mikla
útgáfugleði í Bláa lóninu í tilefni útgáfu
plötunnar á heimsvísu. MYND/LILJA BIRGISDÓTTIR
Flottasta hljómsveita-
rúta landsins tilbúin
Liner-rútan, sem kom hingað til lands árið 1999 en hefur legið í dvala síðan
botninn datt úr sveitaballabransanum, er nú tilbúin í slaginn á nýjan leik.
TAKA RÚTUNA ÚT Brynjar Berg, hljóðmaður Skítamórals, Einar Ágúst söngvari og
Viktor Hólm, rótari Skítamórals, voru sáttir við nýtt útlit rútunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Rammstein
Skítamórall
Írafár
Á móti sól
Utangarðsmenn
Sign
Dr. Spock
Benny Crespo’s Gang
Land og synir
Í svörtum fötum
GusGus
og fleiri sveitir
NOKKRAR SVEITIR SEM NOTAÐ HAFA LINER-INN
Rúm
PlayStation 3 tölva
Tvö sjónvörp
Heimabíókerfi
Örbylgjuofn
Bar
Kælir
Kaffivél
Klakavél
Klósett
Setustofa
Hljómflutningstæki
➜ Dæmi um innanstokksmuni í rútunni