Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 58
30. maí 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34SPORT HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU 13 DAGAR Í FYRSTA LEIK KRÓATINN JOSIP SIMUNIC fær ekki að taka þátt í HM í Brasilíu í sumar eftir að FIFA dæmdi hann í tíu lands- leikja bann fyrir að nota fræga nasistakveðju til að fagna sigrinum á Íslandi í umspilinu. Simunic er þó einstakur í sögu heimsmeistarakeppninnar því hann er sá eini sem hefur fengið þrjú gul spjöld í einum og sama leiknum. Enska dómaranum Graham Poll tókst að gefa Simunic þrjú gul í leik á móti Ástralíu á HM í Þýskalandi 2006 en hann skráði óvart fyrsta gula spjaldið á leikmann með sama númer í liði Ástralíu. Poll fékk ekki að dæma meira í keppn- inni og hætti dómgæslu skömmu eftir keppnina. www.tskoli.is Raftækniskólinn Kynntu þér námið á tskoli.is/raftaekniskolinn Opið fyrir umsóknir á haustönn á menntagatt.is til 31. maí. Spennandi og fjölbreytt nám í rafvirkjun og rafeindavirkjun. Átt þú samleið með okkur? FÓTBOLTI KR hefur unnið tólf fleiri bikarsigra en FH frá 2011 FH-ingar þurftu enn á ný að detta snemma út úr bikarkeppninni í gærkvöldi þegar KR-ingar slógu FH-liðið út úr 32 liða úrslitum keppninnar. Baldur Sigurðsson tryggði KR 1-0 sigur á FH með skallamarki í fyrri hálfleik og Vesturbæing- ar hefndu þar með fyrir 0-1 tap fyrir FH í deildinni fyrr í þessum mánuði. FH-liðið hefur þar með ekki komist lengra en í sextán liða úrslitin í síðustu fjórum bikar- keppnum en á sama tíma hafa KR-ingar unnið bikarinn tvisvar og verið í undanúrslitum í öll skiptin. Nú er svo komið að KR-ingar hafa unnið tólf fleiri bikarsigra en FH-ingar frá og með bikar- keppninni sumarið 2011 eða síðan að FH vann 4-0 sigur á KR í bik- arúrslitaleiknum 2010 á Laugar- dalsvellinum. - óój MIKILL MUNUR Á GENGI KR OG FH Í BIKARNUM SÍÐUSTU ÁR: KR Í BIKARNUM SÍÐUSTU FJÖGUR ÁR: 2014 - 16 úrslit (enn í gangi) 2013 - Undanúrslit (Stjarnan) 2012 - Bikarmeistari 2011 - Bikarmeistari Samtals: 14 sigrar í 15 leikjum FH Í BIKARNUM SÍÐUSTU FJÖGUR ÁR: 2014 - 32 liða úrslit (datt út fyrir KR) 2013 - 16 liða úrslit (Stjarnan) 2012 - 32 liða úrslit (Fylkir) 2011 - 16 liða úrslit (KR) Samtals: 2 sigrar í 6 leikjum Bikargengi KR betra en hjá FH GENGUR VEL Rúnar Kristinsson er með bikarinn á hreinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Tryggvi Guðmunds- son, markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, er ekki hætt- ur að skora mörk þrátt fyrir að vera horfinn af stóra sviðinu. Markahrókurinn spilar nú með vinum sínum í KFS frá Vest- mannaeyjum í 4. deildinni og eins og búast mátti við gengur honum auðveldlega að skora í neðstu deild Íslandsmótsins. Hann setti eitt mark í fyrsta leik á móti Ísbirninum og í gær var hann í stuði og skoraði þrennu er KFS valtaði yfir Stokkseyri, 9-0, á Stokkseyrarvelli. Tryggvi er því kominn með fjögur mörk í tveimur leikjum og má fastlega búast við að þau verði fleiri í sumar. - tom Tryggvi ekki hættur að skora FÓTBOLTI Ísland mætir í dag liði Austurríkis í vináttulandsleik sem fer fram í Innsbruck. Landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hefur nýtt tímann til að stilla strengina fyrir leikinn sem og viðureignina gegn Eistlandi á Laugardalsvelli í næstu viku. Heimir Hallgrímsson, annar lands- liðsþjálfara Íslands, segir að leikirnir gegni mikilvægu hlutverki í undir- búningi liðsins fyrir undankeppni EM 2016 sem hefst í september. „Áður fengum við alltaf æfingaleik í ágúst en breyttar reglur FIFA gera það að verkum að þessir dagar nú verða þeir síðustu sem við fáum áður en við komum saman í september,“ segir Heimir. „Við erum því í raun ekki mikið að hugsa um þessa leiki, heldur að hugsa fram í tímann. Við erum til dæmis að æfa ýmislegt á æfingunum hér úti sem við komum ekki til með að nota í þessum leikjum,“ útskýrir Heimir. Að venju skipta úrslitin ekki höfuð- máli í vináttuleikjum sem þessum en Heimir segir að þjálfararnir vilji nota leikina til að ná fram ákveðnum þáttum í leik liðsins. „Það er auð- vitað mikilvægt að vinna leiki en úrslit leikjanna munu ekki endilega ráða því hvernig við högum okkar leik,“ segir Heimir. Leikurinn hefst klukkan 19.00 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. - esá Fyrst og fremst að hugsa um september HEIMIR HALLGRÍMSSON FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Spezia spila úrslitaleik í umspili um sæti í Serie A í kvöld. Þetta er fyrsta tímabil Harðar hjá Spezia, eftir að hafa verið í varaliði stór- veldisins Juventus undanfarin ár, og líður honum vel hjá nýja liðinu. „Mér hefur liðið vel hér, það tóku allir vel á móti mér þegar ég kom en það gekk illa að fá að spila í byrjun. Þjálfarinn sem fékk mig til liðsins var rekinn og sá sem tók við, fyrrverandi þjálf- ari U-21 landsliðs Ítala, hafði sínar áherslur. Hann fékk til sín marga leikmenn úr unglingalandsliðun- um sem hann þekkti vel og ég datt úr liðinu, hann fékk til sín mann í mína stöðu. Sá leikmaður meidd- ist um daginn og fyrir vikið hef ég fengið að spila mikið undanfarnar vikur,“ segir Hörður við Frétta- blaðið. Mikill munur á liðunum Hörður lék fyrsta leik sinn í meist- araflokki með Fram aðeins sext- án ára gamall og gekk til liðs við Juventus einu og hálfu ári síðar. Hörður lék með varaliði Juven- tus í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Spezia fyrir tímabilið með sameiginlegum eignarhaldssamn- ingi. Í því felst að liðin eiga sinn helminginn hvort í leikmannin- um og semja þau um verð að loknu tímabili. Komist liðin ekki að sam- komulagi setja bæði liðin upphæð í umslag og hærri upphæðin vinnur. „Það er auðvitað mikill stigs- munur á milli þessara liða. Að fara úr Fram í varalið Juventus og síðan hingað til Spezia. Hjá Juven- tus voru sterkari og teknískari leikmenn en ég hafði vanist og ég þurfti að aðlagast því. Síðan kemur upp sú staða að Juventus vildi að ég færi á lán til að fá meiri reynslu og Spezia var í góðu sambandi við Juventus sem leiddi til þess að þrír leikmenn fóru til Spezia. Nú er verið að leggja niður sameigin- lega eignarhaldskerfið sem þekk- ist á Ítalíu og þá þurfa félögin að ræða saman hvert framhaldið hjá mér verður. Þetta gæti endað í umslögunum. Þetta kerfi er ákveð- ið öryggi fyrir mig, ég er með eitt stærsta og sigursælasta lið Ítalíu á bak við mig í þessu,“ segir Hörður. Stoltur af kallinu Hörður var valinn í landsliðið fyrir æfingarleik gegn Eistlandi í næstu viku en hann hefur leik- ið með U21 árs liði Íslands undan- farin ár. „Það hefur alltaf verið draumur minn að komast í A-landsliðið, ég hef beðið lengi eftir þessu tæki- færi. Ég hef verið að spila vel, bæði með U-21 og með Spezia, en þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég þarf að sanna mig rétt eins og hver annar í liðinu og vonandi, ef ég fæ tækifærið, get ég reynt að sýna hvað ég hef fram að færa fyrir liðið,“ segir Hörður. Hann heyrði í Heimi Hallgríms- syni landsliðsþjálfara á dögunum en hann hefur ekki rætt við Lars Lagerbäck. „Ég hef lítið heyrt í þeim. Heim- ir hringdi í mig um daginn til að tilkynna mér þetta og hann sagði mér að þeir hefðu verið að fylgjast með mér. Lars sá leikinn gegn Bari um daginn og var ánægður með það sem hann sá. Heimir sagði mér að ef við færum í úrslita- keppnina myndu þeir reyna að skoða mig seinna. Það er mjög gott að heyra að ég sé ennþá í myndinni ef ég kemst ekki í þetta skiptið og að þeir vilji sjá mig spila og hafi trú á mér. Maður vonar bara það besta,“ segir Hörður. Þrátt fyrir að vera miðvörður að upplagi hefur Hörður leyst stöðu vinstri bakvarðar með góðu gengi í verkefnum U-21 árs landsliðs Íslands. „Ég er miðvörður að upp- lagi en ég hef og get spilað vinstri bakvörð. Ég spila bara þá stöðu sem þeir setja mig í og reyni að standa mig sem best þar.“ Óvissa um þátttöku Hörður var valinn í landsliðs- hópinn gegn Eistum en ekki er á hreinu hvort hann getur tekið þátt í leiknum. Vinni Spezia, félagslið hans, lokaleik deildarkeppninnar í kvöld gegn Latina eru Hörður og félagar á leiðinni í umspil um sæti í Serie A á sama tíma. „Þetta er jákvæður hausverk- ur og allt telur. Báðir möguleikar hafa sína kosti og sína galla. Við verðum bara að gera okkar besta og sjá hver niðurstaðan verður. Ef leikurinn tapast verður það góð sárabót að komast til Íslands og fá að taka þátt í landsliðsverkefninu,“ segir Hörður. kristinnpall@365.is Landsliðið alltaf draumurinn Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður Spezia í B-deildinni á Ítalíu, var valinn í landsliðshópinn sem mætir Eistum hér heima í næstu viku. Gæti misst af landsleiknum vegna umspils með Spezia. EFNILEGUR Hörður Björgvin Magnússon í baráttunni í leik með Spezia í B-deildinni á Ítalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.